Af einhverjum ástæðum hefur efnismarkaðssetning (e. content marketing) verið mér extra hugleikin síðustu daga, núna síðast bara fyrr í dag þegar ég hélt erindi um markaðssetningu á netinu fyrir Ský (Skýrslutæknifélag Íslands - sem ætti eiginlega að heita Upplýsingatæknifélag Íslands :) Ég er líka að endurvinna fjórða hluta MáM grunnþjálfunarinnar sem fjallar um val á markaðsaðgerðum og samspil þeirra til að ná sem mestum árangri. Stundum veit maður eitthvað, en eitthvað verður til þess að virkilega hamra hlutina inn (ég er viss um að þú kannast við þetta) og á meðan ég hef verið að endurvinna … [Read more...]
Þýðir eitthvað að vera að markaðssetja á Facebook lengur?
Ertu að markaðssetja á Facebook? Ef svo er, þá hefurðu væntanlega tekið eftir því þegar þú horfir á tölurnar fyrir Facebook síðuna þína að póstarnir þínir eru að ná til sífellt færra fólks - eða hvað? Það hafa margir verið að taka eftir þessu núna í nokkurn tíma - og nei, það er ekki bara það að fólk hafi verið minna á Facebook í kringum hátíðarnar og sjái þess vegna minna af því sem þú póstar. Facebook hefur sagt það bara hreint út að nú sé ekki lengur hægt að treysta á að ná til fólks frítt í gegnum Facebook síður og mæla með því að nota keyptar auglýsingar. Þetta ætti sosum ekki að … [Read more...]
Blessað feisið :)
Mörg okkar eru að nota samfélagsmiðla til að markaðssetja okkur og fyrirtækin okkar. Ég bað vaskan hóp frumkvöðla að henda á mig spurningum um Facebook sem þau vildu fá svör við og hér eru spurningarnar og svörin við þeim. Einhverjar spurninganna kölluðu á mun meira en bloggpóst, svo þær verða að bíða betri tíma og annars vettvangs, en þetta kemur vonandi að gagni :) Hvað er munurinn á Facebook auglýsingum og svo þessum "boosted posts" sem maður getur keypt? Facebook auglýsingar eru auglýsingarnar sem birtast ýmist hægra megin við fréttaveituna þína, eða í fréttaveitunni. Þær geta verið … [Read more...]
Getting found on Google – 5 things to keep in mind
If I had a dollar, pound or euro for each time someone asks me how one goes about getting found on Google, well, I would at least have one nice free lunch each week :) Search Engine Optimization - making your website, and other online information about you - visible on Google and other search engines (apparently there are others, like Bing and Yahoo ;) This used to be the realm of the techies. It was all about keyword analysis, meta data, robot txt, link building and all those fun things. Many of those things are still valid, but many are not and its impact is constantly diminishing. … [Read more...]
Bladí bladí bla bæt, blah, RAM, bladí bla MHz bla…
Skildirðu þetta ekki alveg? Hvað meinarðu?! En það er fullt af fólki sem heldur að fullt af fólki skilji þetta og skilur ekkert af hverju fullt af fólk er ekki æst í að kaupa af þeim! :)Það hafa komið að máli við mig nokkrir aðilar sem reka tölvuþjónustur. Þetta eru minni aðilar á markaði, bjóða upp á ýmsa þjónustu í kringum tölvurnar og selja oft líka tölvubúnað. Flestir þessir aðilar eru minnst að selja til tölvusérfræðinga. Helstu viðskiptavinirnir eru einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem ekki er upplýsingatækni-sérfræðingur innanborðs, eða ef það er einhver sem sér … [Read more...]