This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for Branding

Endurtaka, endurtaka, endurtaka…

Í fyrri pósti hef ég talað um að maður þurfi að finna hvern einasta snertipunkt við brandið og skoða hvernig við getum notað hvern og einn til að byggja það. Við þurfum að tryggja að fólk fái sömu upplifun af okkur hvar sem það kemst í snertingu við okkur. En það er ekki nóg. Þú verður líka að endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka og endurtaka enn og aftur…

Það er frábært þegar manni leiðist!

Endurtekning er lykilatriði í markaðsetningu, og ég get lofað þér því að ef þú ert að vinna markaðsstarfið rétt, þá kemur þér til með að leiðast. Þú verður leið(ur) á brand útlitinu; litunum þínum, leturgerðinni, myndunum o.s.frv., þú verður leið(ur) á markaðsefninu; auglýsingunum, skilaboðunum o.s.frv. Þú færð leið á þessu öllu saman. Það er alveg klárt mál! En málið er að þú ert alltaf að vinna með þetta. Þú ert alltaf að horfa á þetta, hugsa um þetta, þú ert alltaf að hrærast í þessu. Það væri hinsvegar fínn árangur ef fólkið sem þú ert að reyna að ná til sæi svona 1% af öllu því sem þú ert að gera. Þú verður að muna að markaðsstarfið snýst ekki um þig. Það snýst um þau. Þér á eftir að leiðast þetta, en þú verður bara að láta þig hafa það og harka af þér!

Ef þú ferð að breyta hlutunum bara af því að þér leiðist; breyta skilaboðunum, breyta útlitinu hvort sem það er á auglýsingum, bæklingum, efni á samfélagsmiðlunum, blogginu eða hverju sem er,
þá ertu aftur á byrjunarreit. Við vitum öll hversu margir hlutir berjast um athygli okkar hvern einasta dag. Ef þú ert alltaf að breyta þá þekkir fólk þig ekki aftur og þú þarft að byrja að byggja upp vitund og fá þau til að þekkja þig algjörlega upp á nýtt. Ef þú hinsvegar heldur þig við það sama þá styrkirðu þig í minninu á þeim og endar með því að festast þar.

Slönguspilið

Þetta er svolítið eins og slönguspil. Með því að vera alltaf að og hafa samræmi í því sem þú gerir þá færistu upp borðið. Af og til gerist eitthvað stórt og flott, þú kannski færð góða fjölmiðlaumfjöllun eða herferð heppnast sérstaklega vel og þú færð að fara upp stigann og komast hraðar áfram. En ef þú ferð að breyta hlutunum, breyta skilaboðunum, útlitinu o.s.frv. þá nær snákurinn í þig og þú rennur niður aftur og þarft að byrja að klífa upp á nýtt!

Endurtekning > Þekking > Traust

Annar mikilvægur hlutur þegar kemur að endurtekningu, fyrir utan bara að tryggja að fólk viti af manni og þekki mann, er traust. Fólk kaupir af fólki og fyrirtækjum sem það þekkir, líkar við og treystir. Og endurtekning byggir traust. Spáðu bara í þessu þegar kemur að fólki. Við þekkjum öll einhverja sem okkur líður ekki alveg nógu vel með bara vegna þess að “ég veit aldrei hvar ég hef hann”. Ef við erum ekki samkvæm sjálfum okkur og fólk veit ekki alveg við hverju það á að búast þá fer það að hugsa “hmmm… ég veit nú ekki alveg með þetta”. Það kemur til með að eyðileggja það traust sem þú kannt að hafa byggt upp.

Það hefur einnig verið sannað að bara við það að sjá eða heyra sama hlutinn aftur og aftur og aftur þá aukast líkurnar á að þér fari að líka við hann og treysta honum. Hver man ekki eftir einhverju óþolandi popplagi í útvarpinu sem maður þoldi ekki þegar maður heyrði það fyrst en maður er farinn að dilla sér við þegar maður er búinn að heyra það í þúsundasta skiptið eða svo? ;)

Hér er saga sem sýnir þetta enn betur: Segjum svo að þú farir í ræktina í hverri viku, alltaf á sama tíma, og þar er einhver sem er alltaf þar á sama tíma og þú. Þú þekkir þessa manneskju ekki neitt, talar aldrei við hana, veist ekkert hvað hún heitir, en hún er alltaf þarna. Þú ert alltaf að sjá þetta andlit. Svo ferðu á t.d. námskeið þar sem þú þekkir ekki nokkurn mann, nema að þessi aðili úr ræktinni er þarna. Þegar leiðbeinandinn segir fólki að vinna í pörum, hver er fyrsta manneskjan sem þú dregst að? Að öllum líkindum er það manneskjan sem þú ert margoft búin(n) að sjá í ræktinni, því að það að hafa séð hana aftur og aftur og aftur hefur byggt upp traust og þér finnst þú þekkja hana – a.m.k. betur en hina. Þetta virkar algjörlega eins með fyrirtæki, vörur og þjónustu. Þú þarft að sjá þau aftur og aftur og aftur. Því meira sem þú sérð þau, því betur ferðu að þekkja þau og því meira treystirðu þeim. Það er enn ein ástæðan til þess að vera ekki að breyta hlutunum alltaf hreint. Þú verður að vera samkvæmur sjálfum þér og endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka og endurtaka svo enn meira.

Endurtekur þú þig nógu mikið?

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Branding, Endurtekning, líka við, traust, vitund

Repetition

repeat - repetition

In a previous blog post I have discussed how we need to identify each and every touchpoint with our brand to examine how we can use them to build it, and how we need to make sure that we consistently deliver the same brand experience through each of those touchpoint. This is not enough though. You also have to remember to repeat, repeat, repeat, repeat, repeat and repeat again.

It’s Great to Be Bored!

Repetition is absolutely key in marketing and I can promise you that if you are doing your marketing right, you will get bored. You will get bored of your brand identity; your colours, fonts, images etc., you will get bored of your marketing materials; your advertising, messaging etc. You’ll get bored with the whole thing. Absolutely, you’re going to get bored!

But the thing is, you’re always working with your brand, you’re always looking at it, thinking about it, it’s always there. However, you’d be really lucky if the people you are trying to reach see 1% of what you are up to. So you must remember that it’s not about you. It’s about them. You’re going to get bored but you have to pull through it and just stick with it!

The thing is if you start changing things up, changing your messaging, changing the look of what you are sending out, whether it is advertising, brochures, stuff on social media, blogs or whatever it is, you end up at square one again.

We all know how many things are there out there vying for people’s attention each and every day. So when you start changing things up they’re not going to recognize you. You’re going to have to start building awareness and recognition all over again. However if you stick with it and you stay the same, you’re going to be strengthening their memory structures of you in their minds and they’re going to end up sticking.

Snakes and Ladders

It’s a bit like a game of snakes and ladders. [Read more…]

Written by Thoranna · Categorized: branding, marketing strategy · Tagged: advertising, Brand Identity, Branding, Marketing, repetition, Social Media, Trust

Lógóið þitt: Hvernig kaupirðu þér andlit?

Fyrir mörgum árum síðan sat ég fund með snilldar branding ráðgjafa og forstjóra eins stærsta fyrirtækis landsins. Ráðgjafinn var að kynna þjónustu sína fyrir forstjóranum og hafði sýnt honum frábær dæmi og komið með mjög flottar tillögur að því hvernig stofan hans gæti hjálpað við að færa fyrirtækið upp á hærra plan. Ég man að ég var algjörlega heilluð. Ég hef alltaf elskað branding hliðina á markaðsfræðunum og eftir að hafa setið í gegnum þessa kynningu þá fannst mér hún bara ennþá meira spennandi.

Eftir um klukkustundarlangan fund leit forstjórinn á ráðgjafann og sagði (á ensku): “Svo þú vilt breyta lógóinu okkar?” Ég átti ekki til orð. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Sú staðreynd að forstjóri eins stærsta fyrirtækis landsins héldi að branding snérist bara um að breyta lógóinu gjörsamlega fríkaði mig út. Ef stóru strákarnir fatta ekki um hvað branding snýst, hvernig er þá hægt að ætlast til að fólk í minni fyrirtækjum skilji það?

Sem betur fer eru ekki allir eins og þessi annars ágæti forstjóri. Það gleður mig að segja að fleiri og fleiri aðilar eru að átta sig á því um hvað branding snýst og að það snýst um svo miklu miklu meira en bara logo. Tjékkaðu á bloggpóstasafninu mínu um branding ef þú vilt vita meira :) Í þessum pósti langar mig hinsvegar að tala aðeins meira um lógóið, vörumerkið sjálft. Því að þó að lógó sé ekki það sama og brand, þá er það mikilvægur hluti af því. Það má segja að lógóið sé andlit brandsins þíns. Það er oft það fyrsta sem fólk sér frá þér og jafnvel lengi vel það eina, og það er því mikilvægt að það komi réttum skilaboðum áleiðis.

Lógó er í rauninni alls ekki einfalt mál

Lógóið þitt er andlit fyrirtækisins þíns, vörunnar eða þjónustunnar. Lógóið þarf að koma réttu skilaboðunum á framfæri. Það verður að vera “on brand”. Lógóið er oft lítið tákn eða mynd, og þarf að sýna brandið þitt á einfaldan hátt, jafnvel bara með stöfunum (e. logotype). Það þarf að aðgreina þig á markaði og það þarf að vera auðþekkjanlegt og eitthvað sem fólk tekur eftir.

Lógó þarf að aðlaga sig að ýmsum aðstæðum.
Það verður að öllum líkindum notað á pappír, rafrænt á vef, í svart hvítu, lit, með öðrum lógóum, risastórt t.d. á byggingu, og agnarsmátt s.s. á vef í snjallsímum eða í öppum.

Fyrir nokkuð sem er svona mikilvægt og notað á svona margvíslegan og flókinn hátt, þá verður þú að gera þetta almennilega. Þetta er ekki eitthvað sem þú hendir í einhvern sem er voða flinkur að teikna eða kann voða vel á Photoshop. Þó að einhver sé listamaður eða vefhönnuður, eða frábær í tölvugrafík, þá er það ekki endilega rétti aðilinn til að gera lógóið þitt. Þú verður að fá góðan grafískan hönnuð í verkið. Einhvern sem veit hvað hann er að gera og hafðu í huga að það eru ekki allir grafískir hönnuðir jafnir fyrir guði og mönnum þegar kemur að lógógerð. Það eru ekki allir grafískir hönnuðir reyndir í lógógerð og þeir hafa ekki allir þekkinguna til að búa til gott lógó. Finndu einhvern sem hefur reynslu af því og skoðaðu hvað viðkomandi hefur gert áður. Hafa þeir reynslu? Líkar þér það sem þeir hafa gert áður?

Viltu sama andlit og einhver annar er með?

Lógó verður að vera sérsniðið fyrir brandið þitt. Ekki fara á netið í einhver lógobanka eða á myndabankasíðu eða eitthvað álíka til að kaupa lógó. Ekki nota lógó sem einhver annar getur keypt sér líka. Það verður að vera einstakt. Myndir þú vilja ganga um með sama andlit og einhver annar? Ekki misskilja mig – ég er ekki að segja að allar netþjónustur sem bjóða upp á lógóhönnun séu slæmar, svo lengi sem lógóið er sérstaklega búið til fyrir þig og þar eru fagmenn að verki. En hinsvegar, ef þú kýst að fara þá leið, þá leggur það ennþá meiri ábyrgð á þínar herðar að gera virkilega góða verklýsingu og gera hönnuðinum mjög vel grein fyrir því hvað þú vilt. Þú munt að öllum líkindum aldrei hitta viðkomandi auglitis til auglitis eða geta rætt málin almennilega við hann. Þú verður að gefa þeim allar nauðsynlegar upplýsingar og vera viss um að hann skilji hvað brandið þitt er, hverju þú vilt koma til skila með því, hvað þú vilt, hvað þér líkar, hvað þér líkar ekki o.s.frv. Hvernig eiga þeir annars að geta hannað rétt andlit fyrir brandið þitt?

Ég vona að þetta hafi gert þér grein fyrir hversu mikilvægt lógóið þitt er. Í guðanna bænum vandaðu til verka hvort sem þú ert að láta gera nýtt, eða finnst þurfa að dusta rykið af því gamla. Eyddu peningum í það. Það er þess virði. Fáðu einhvern virkilega góðan til að gera það því að lógóið þitt mun verða andlit fyrirtækisins þíns í langan tíma.

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Branding, Logo, útlit

Branding: Verum öðruvísi! Verum hugrökk!

Viltu skjóta samkeppninni ref fyrir rass? Viltu virkilega vera sigurvegarinn á þínum markaði?

Þá verður að hafa það á hreinu af hverju fólk á að kjósa þig fram yfir aðra!

Klassíska svarið þegar spurt er “af hverju ætti ég að kjósa þig fram yfir samkeppnisaðilana þína?” eru svör á borð við:

  • “Við erum betri”
  • “Við bjóðum betri þjónustu”
  • “Við bjóðum betri gæði”
Hvað eiga þessi svör að þýða? Betri samkvæmt hverjum? Hvaða staðla erum við að miða við? Hver vill ekki halda því fram að þeir séu betri, með betri þjónustu og betri gæði? Segir einhver “Ja, við bjóðum bara svona sæmilega þjónustu”.


Auðvitað eigum við að leitast við að gera eins vel við viðskiptavini okkar og við mögulega getum innan þess ramma sem við höfum sett okkur m.a. m.t.t. verðs. Ef við ætlum að vera ódýrust á markaðnum, þá bjóðum við að sjálfsögðu ekki upp á lúxus, en við getum leitast við að bjóða bestu gæðin í okkar verðflokki. Það er hinsvegar grundvallargalli fólginn í því að ætla aðgreina sig frá samkeppninni með því að vera “betri”.


Í fyrsta lagi er enginn algildur staðall um það hvað er gott, betra eða best. Það er allt afstætt og fer bara eftir hverjum og einum hvernig það er metið. Í öðru lagi, þá er yfirleitt hægt að leika svoleiðis hluti eftir. Ef það sem þú ert að gera skiptir máli og er virkilega betra en það sem samkeppnin býður, svo mikið að þeir finna fyrir því, vittu til að þá verða þeir fljótir að stúdera það og gera nákvæmlega það sama. Það gengur kannski ekki alltaf hjá þeim, en þeir munu klárlega reyna og það gæti vel gengið. Þannig að ég er ekki að segja að þú eigir ekki að stefna að því að vera best(ur) í þínum bransa (þú átt klárlega að gera það!) heldur er ég einfaldlega að segja að það er mjög ólíklegt að það sé nóg og þú þarft á meiru að halda.


Af hverju á fólk að kjósa þig fram yfir samkeppnina?


Einfalt:


Af því þú ert öðruvísi!
 


Þú verður að vera vera öðruvísi á einhvern þann hátt sem höfðar til fólks.


Seth Godin skrifaði vel þekkta bók sem heitir “Purple Cow” eða Fjólublá kú. Í henni talar hann um að keyra eftir sveitavegi og sjá fjólubláa kú. Þú tekur pottþétt eftir henni. Og ekki bara það, heldur muntu tala um hana. Þú munt segja öllum frá henni! Þú munt líklegast fara út úr bílnum og taka mynd og sennilega pósta myndinni á Facebook og Instagram (að minnsta kosti þar!). Það er alveg hugsanlegt að þú myndir blogga um það. Hvernig sem allt er, þá er á hreinu að þú tekur eftir henni og þú munt hafa einhverjar skoðanir á henni. Hvaða tilfinningar vekur þessi fjólubláa kú? Fílarðu hana? Finnst þér hún ömurleg? Er hún skrýtin? Fyndin? Hún er öðruvísi, hún er þess virði að tala um og hún er væntanlega eitthvað sem þú fílar eða ekki. Og þú þarft það – þú þarft að finna leið til að vera öðruvísi.


Vertu öðruvísi á einhvern þann hátt sem skiptir máli og vertu hugrakkur / hugrökk! Taktu þetta alla leið – ekki bara setja eitthvað smá skraut á hlutina og segja “úúúúu sjáðu hvað við erum öðruvísi!” Farðu alla leið… ALLA leið! Vertu raunverulega öðruvísi!


Af hverju?


Í fyrsta lagi, þá geturðu átt þetta sem er öðruvísi. Ef þú ert bleika bókhaldsfyrirtækið þá væri ferlega hallærislegt fyrir einhverja aðra að koma inn á markaðinn og gera það sama. Fólk myndi bara segja “oh, þeir eru bara að reyna að vera eins og þetta bleika bókhaldsfyrirtæki sem er nú þegar til”. Það er bara hallærislegt, léleg eftirlíking og hermikráka.


Í öðru lagi þá vekja hlutir sem eru öðruvísi upp tilfinningar. Fólki líkar við það eða ekki – og þeim sem líkar við það eru líklegri til að skipta við þig. Ef þú ert “bara betri” þá getur einhver annar verið “bara betri” á morgun. Hvað er betra getur breyst á augabragði og mismunandi fólk skilgreinir “betri” á mismunandi hátt. Það að reyna að vera “betri” er á margan hátt eins og að reyna að vera ódýrastur. Á morgun getur einhver annar boðið betri díl og þá endar þetta með verðstríði. Spáðu t.d. í flug á milli heimsálfa. Eitt flugfélag fór að bjóða upp á sæti sem lögðust alveg niður – betra, já – en áður en maður vissi af voru öll flugfélögin í sambærilegum verðflokki farin að bjóða þau! Svo voru það í rauninni svefnsæti, einn byrjaði og hinir fylgdu á eftir. Þú endar með endalaust höfrungahlaup! Vertu öðruvísi á einhver hátt sem skiptir máli fyrir fólk og þú eykur líkurnar á því að fólk myndi við þig tryggð.


Það eru nokkur “brönd” sem ég fíla í botn af því að þau eru mjög mjög mikið öðruvísi. Ef þú skoðar Pinterest prófílinn minn á Pinterest.com/thoranna þá finnurðu töflur sem eru helgaðar sumum af þessum bröndum eins og t.d. Virgin, Poo Pourri, Ben & Jerry’s og Eat24. Kíktu á þau til að fá innblástur. Og eins mikið og ég þoli ekki klisjur, þá er ástæða fyrir því að þær eru til, og klassísk dæmi eru klassísk vegna þess að þau sýna hlutina svo vel. Spáðu í Apple. Apple hefur alltaf verið öðruvísi. Spáðu í þegar þeir komu með iMac-inn – hver var að gera gegnsæjar tölvur í sælgætislitum? Enginn! Og ef einhver hefði hermt eftir þeim? Þeir hefðu bara verið nákvæmlega það – eftirhermur. Þetta er dæmi um að vera öðruvísi og gríðarlega hugrakkur!


Þú þarft að vera öðruvísi og þarft að vera hugrökk/hugrakkur, því ef þú ert það ekki, þá mun á endanum einhver annar vera það – ég get lofað þér því! Ekki vera eins og hinir. Hafðu karakter. Burtséð frá öllu öðru, þá er lífið líka bara svo miklu skemmtilegra svoleiðis!



Af hverju ætti ég að skipta við þig? Hvað er öðruvísi við þig?

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Brand, Branding, hugrekki

Your Logo: How Do You Buy A Face?

your logo how do you buy a face

A long time ago I sat in a conference room with a brilliant branding consultant and the CEO of a major company. The consultant was pitching to the CEO and had shown him some fantastic case studies and made some excellent suggestions as to how his agency could help bring his company to the next level. I had not been in the business long at this point, and I remember being absolutely mesmerised. I have always loved the branding aspect of business and this session only made my love stronger.

After about an hour’s pitch the CEO looked at the consultant and said: “So, you want to change our logo?” My face dropped. I could not believe what I was hearing. The fact that a CEO of a major company distilled the whole subject of branding down to changing the logo not only shocked me, but also frightened me. If the big boys don’t know what branding is all about, what hope is there for small and medium businesses?

Fortunately, not everyone is like that CEO. I am happy to say that more and more people realise what branding is all about, and that the whole concept is about so much more than a logo. Check out my resource page on branding if you want to know more. In this post, however, I do want to talk about the logo. Because although a logo is not the same as a brand, it is an important part of it. You could say that your logo is the face of your brand. It is often the first thing, and often for a long time the only thing, people see of your brand and it is therefore extremely important.

A logo is not really a simple thing

Your logo is the face of your company, your product or your service. Your logo has to convey the right message. It has to be “on brand”. This, often very small icon or image, has to convey your brand in a simple way, often just logotype, i.e. just letters, or just a simple image. It has to differentiate you in the market. It has to be easily identifiable and recognisable.

A logo has to adapt to a variety of situations. It will be used on paper, electronically, on a web site, in black and white, inverted, in full color, with other logos, it can be used absolutely huge, like on a building, or incredibly tiny on a mobile website or in an app.

Given its importance, and the complicated world in which it is used, you need to make sure [Read more…]

Written by Thoranna · Categorized: branding · Tagged: Brand, Branding, Logo

  • 1
  • 2
  • 3
  • …
  • 10
  • Next Page »
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2023 Thoranna.is · Rainmaker Platform