Mér hefur verið sagt að ég sé einstaklega góður fyrirlesari, bæði fræðandi en ekki síst lífleg og skemmtileg. :) Þar hjálpar væntanlega margra ára reynsla (og menntun sem leikkona!).
Ég hef einnig haldið námskeið og vinnustofur og kennt víða. Það gagnast m.a. vel innan fyrirtækisins þíns og tilvalið að fá mig til að fræða fólkið þitt til að ná sem bestum skilningi og árangri.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um möguleg efnistök í fyrirlestrum, fræðslu og vinnustofum. Listinn er engan veginn tæmand og ef það tengist markaðsstarfi á einhvern hátt þá get ég annað hvort frætt mannskapinn eða bent þér áfram á einhvern sem átt gæti betur við.
Dæmi um fyrirlestra
- Af hverju þarf alla þessa stefnumótun fyrir markaðsstarfið?
- Hvað er efnismarkaðssetning og af hverju eigum við að nota hana?
- Fötin skapa ekki manninn – mikilvægi brand stefnu
- Markaðsstarfið getur farið alla leið – þú þarft ekki sölufólk!
- Af hverju stafræn markaðssetning?
- Get ég fengið pakka af stafrænni markaðssetningu, takk?
- Virka hefðbundin markaðssetning og stafræn markaðssetning saman og hvernig?
- Ónýtt tækifæri í stafrænni móttöku nýrra viðskiptavina
- Hvað og hvernig er vistkerfi stafræns markaðsstarfs
- Hvað og hvernig er vistkerfi stafræns markaðsstarfs fyrir vefverslanir
- Tölvupóstsmarkaðssetning: af hverju og hvernig?
- Nokkrir hlutir sem almennir stjórnendur þurfa að skilja um markaðsmál
- Hvað gerir markaðsfólkið eiginlega?
- Þú getur ekki úthýst markaðsstarfinu! – af hverju ekki?
- Hvað gerist eftir söluna?
Dæmi um fræðslu
- Efnismarkaðssetning
- Tölvupóstsmarkaðssetning
- Uppbygging markaðskerfis
- Hvað eru funnels, hvernig virkar þeir og hvernig get ég notað þá í markaðsstarfinu mínu?
- Mikilvægi og kostir ferlunar í markaðsstarfinu
- Vistkerfi stafrænnar markaðssetningar
- Vistkerfi stafrænnar markaðssetningar fyrir vefverslanir
- Hvernig samþætta má hefðbunda og stafræna markaðssetningu til hámörkunar árangurs
Dæmi um vinnustofur
- Stefnumótun
- Mótun stefnu fyrir efnismarkaðssetningu
- Áætlunargerð fyrir efnismarkaðssetningu
- Efnistök og -form í efnismarkaðssetningu
- Möppun og bestunaráætlun fyrir vegferð viðskiptavina hvað varðar markaðsstarfið og bestunaráætlun
- Möppun á uppbyggingu kerfis fyrir tölvupóstsmarkaðssetningu og ákvörðun um seríur
- Efni og grunntexti í tölvupóstsmarkaðssetningu
- Möppun markaðskerfis og áætlun fyrir uppbyggingu þess
- Hverskonar markaðsaðgerðir fyrirtækið þitt ætti að nýta
- Markaðsleg móttaka nýrra viðskiptavina á netinu
- Mótun brand stefnu
- Ferlun í markaðsstarfinu
- Móttaka nýrra viðskiptavina
Ef þú hefur áhuga fyrirlestri, fræðslu eða vinnustofu, eða vilt einfaldlega fá frekari upplýsingar, vinsamlegast fylltu út formið hér fyrir neðan eða sendu tölvupóst á thoranna(a)thoranna.is með sömu upplýsingum og beðið erum á forminu.
Ég mun svo hafa samband símleiðis til að fá frekari upplýsingar. Ef ég er rétta manneskjan fyrir þau efnistök sem þú þarft á að halda þá förum við að undirbúa málin. Ef ekki, þá mun ég gera mitt allra besta til að vísa þér á góðan aðila sem gæti verið réttur fyrir þig.