Stafræn umbreyting markaðsstarfsins.
Vilt þú heildstætt markaðsstarf með áherslu á stafræna markaðssetningu sem nær árangri?
Ertu tiltölulega stutt komin/n með markaðsstarfið og vilt
byggja það rétt upp frá byrjun og á öflugan hátt?
Eða þarf að markaðsstarfið hjá þér gagngera endurskoðun og umbætur?
Ertu til í slaginn? Viltu vita meira? Hafðu samband.
Hvernig getum við unnið saman?
Ég vinn almennt á þrjá vegu, eins og þú sérð hér.
Neðar á síðunni sérðu það helsta sem ég get aðstoðað þig við.
Ráðgjöf
Ráðgjöf er tilvalin þegar þú ert að skoða málin og ekki tilbúin/n að hefja aðgerðir ennþá.
Ráðgjöfin getur verið allt frá því að skoða stóru myndina í stafrænni umbreytingu markaðsstarfsins þíns til þess að ákveða hvaða efni þú átt að fjalla um, hvar og á hvaða formi, og allt þar á milli og allskonar.
Segðu mér hvað þú þarft og ég læt þig vita hvort ég get aðstoðað. Ef ekki þá er get ég ábyggilega vísað þér áfram.
Samstarf
Við getum unnið nánar saman ýmist í stökum verkefnum eða ég kem inn sem hluti af teyminu þínu í ákveðinn tíma.
Þetta gæti t.d. verið dýpri stefnumótunarvinna með fólkinu þínu, mótun markaðskerfisins ykkar, aðgerðaáætlun fyrir heild eða hluta markaðsstarfsins og margt fleira.
Skoðum saman hvað þú þarft og hvort ég get ekki græjað það með þér og þínu fólki. Ef ekki þá er get ég ábyggilega vísað þér áfram.
Fyrirlestrar, fræðsla og vinnustofur
Mér hefur verið sagt að ég sé einstaklega góður fyrirlesari, bæði fræðandi en ekki síst lífleg og skemmtileg. :) Þar hjálpar væntanlega margra ára reynsla (og menntun sem leikkona!).
Ég hef einnig haldið námskeið og vinnustofur og kennt víða. Það gagnast m.a. vel innan fyrirtækisins þíns og tilvalið að fá mig til að fræða fólkið þitt til að ná sem bestum
skilningi, og árangri.
Vinnustofur geta verið öflugar, t.d. til að fara í gegnum alla vegferð viðskiptavinarins og tryggja að við séum að tala við hann með réttum skilaboðum, á réttum stöðum og með réttum aðferðum til að ná hámarks árangri.
Fáanlegar á Amazon sem kilja og fyrir Kindle!
Marketing Untangled bókaserían leiðir lítil og meðalstór fyrirtæki skref fyrir skref í gegnum að byggja upp öflugt markaðsstarf.
“… the aim of marketing is to make selling superfluous. The aim of marketing is to know and understand the customer so well that the product or service fits him and sells itself. Ideally, marketing should result in a customer who is ready to buy.
All that should be needed then is to make the product or service available.”
– Peter Drucker
Við hvað get ég aðstoðað þig?
Ég get hjálpað þér að bæta markaðsstarfið með áherslu á allt sem viðkemur
stafrænum markaðsmálum og samþættingu þeirra við annað markaðsstarf.
Hér fyrir neðan sérðu helstu áherslurnar sem ég vinn með.
Ef þig vantar aðstoð með annað en neðangreint, hafðu samband.
Ef ég get ekki hjálpað þér get ég yfirleitt vísað þér á einhverja sem geta það.
Stafræn uppbygging eða umbreyting markaðsstarfsins
Vilt þú byggja upp stafræna markaðssetningu innan fyrirtækisins þíns? Eða viltu stafræna umbreytingu fyrirliggjandi markaðsstarfs?
Oft fara fyrirtæki af stað og markaðsstarfið þróast bara ómarkvisst og einhvern veginn. Og árangurinn eftir því. Þegar þú og þitt fólkið eruð tilbúin að taka það föstum tökum og nýta það markvisst til árangurs þá er kominn tími fyrir okkur að vinna saman.
Hinsvegar eru fyrirtæki með meira og skipulagðara markaðsstarf en lítið sem ekkert stafrænt, og það sem er er ómarkvisst. Þá er stafræn umbreyting markaðsstarfsins tímabær. Það kallar á gagngera endurskoðun og endurhugsun markaðsstarfsins með nýtingu réttu aðferðanna eftir því hvað við á hverju sinni, hvort sem þær eru stafrænar eða hefðbundnar. Lykillinn að árangursríkri umbreytingu er ekki að breyta öllu bara til að breyta, heldur að breyta því sem þarf til að ná hámarks árangri.
Er þitt fyrirtæki tilbúið að taka markaðsstarfið í gegn?
Hafðu þá samband.
Stefnumótun, aðgerða- og verkáætlanir
Veistu nákvæmlega hvað þú vilt að markaðsstarf fyrirtækisins geri? Veistu það sem þarf til að það nái árangri? Ertu með skýrt aðgerðaplan og ert að vinna eftir því? Ef ekki, þá er kominn tími fyrir okkur að vinna saman. Það er kominn tími til að ná árangri.
Hverra er best að selja til, hvenær og hvernig? Hvernig aðgreinir þú fyrirtækið þitt og nærð forskoti á samkeppnina? Hvernig sér fólk fyrirtækið þitt, vöruna eða þjónustuna sem fær það fólk til að kaupa? – og hvernig viltu hafa það? Ertu að nota réttu skilaboðin og aðgerðirnar á réttum tíma og á réttu stigi í vegferð viðskiptavinarins?
Saman mótum við skýra og öfluga stefnu og áætlunina til að hrinda henni í framkvæmd. Við förum í gegnum alla vegferð viðskiptavinarins og tryggjum að við notum hvern einasta snertipunkt til að færa þau áfram frá fyrstu snertingu til kaupa, endurtekinna kaupa og til þess að viðskiptavinirnir þínir verði þitt öflugasta markaðstól. Við gerum þetta ýmist frá grunni eða með endurskoðun og uppfærslu á fyrri stefnu, aðgerðum og áætlunum.
Til í slaginn? Hafðu þá samband.
Mótun og uppbygging stafræns markaðskerfis
Til að markaðsstarfið virki þarf það að vera markvisst og allt þarf að spila saman. Það þarf kerfisbundið að færa fólk frá því að sjá fyrirtækið þitt, vöru eða þjónustu í fyrsta skipti, til þess að kaupa og kaupa aftur og aftur, og ekki síst til að viðskiptavinirnir verði þín besta markaðssetning.
Saman teiknum við upp og byggjum markaðskerfi sem leiðir fólk á þessari vegferð. Til þess þurfum við að vita hvað fólk gerir, hvað þú vilt að fólk geri og hvernig þú færð þau til að gera það. Þetta kallar á skilning á því hvernig fólk fer í gegnum vegferðina, og nýtingar á hverjum einasta snertipunkti til að leiða þau í gegnum ferðalagið.
Hvort sem það er stafrænar eða hefðbundnar aðgerðir, það sem skiptir máli er að við notum réttu aðferðirnar á réttum tíma og á réttan hátt (samfélagsmiðlar, efnismarkaðssetning, tölvupóstur, auglýsingar o.s.frv.). Og að þú og þitt fólk þurfið að vita nákvæmlega hvað þarf að gera, hvenær og hvernig, því það er jú ekki nóg bara að hafa plan, það þarf að framkvæma.
Tilbúin/n að byggja upp markaðsstarfið til að ná sem bestum árangri? Hafðu þá samband.
Efnismarkaðssetning
Efldu sambandið við rétta fólkið, haltu þeim lengur, auktu sýnileika (ekki síst á leitarvélum) og
seldu meira.
Með strategískri notkun á efni í gegnum alla vegferð viðskiptavinarins aukið þið traust og trúverðugleika, styrkið orðsporið og byggið upp
sérfræðiímyndina á ykkar sviði.
Efnismarkaðssetning og markaðssetning með tölvupósti skila saman meiri arðsemi en aðrar leiðir og efnið heldur stöðugt áfram að vinna fyrir þig. Hvað þá þegar einnig eru nýttar aðrar leiðir, s.s. samfélagsmiðlar.
Viltu nýta efnismarkaðssetningu en veist ekki hvað á að gera eða hvernig best er að gera það? Viltu vera með á hreinu hvað fyrirtækið á að tjá sig um, á hvaða formi og hvar, til að ná til markaðarins á sem árangursríkastan hátt? Já, og hvernig á að
framleiða og dreifa efninu?
Saman finnum við út úr öllu þessu og meiru til, þannig að þitt fyrirtæki geti nýtt efnismarkaðssetningu á sem allra árangursríkastan hátt. Við gerum síðan áætlun svo það sé alltaf á hreinu hvað á að gera og hvenær.
Tilbúin/n að nota markaðsaðgerð sem vinnur fyrir þig í
langan langan tíma?
Hafðu þá samband.
Markaðssetning með tölvupósti
Markaðssetning með tölvupósti er einfaldlega öflugasta markaðsaðgerðin sem þú finnur –
ef hún er gerð rétt. Hún skilar mestri arðsemi allra markaðsaðgerða (ef gerð rétt) en er vannýttasta markaðstól íslenskra fyrirtækja og fá kunna að nota hann til hins ítrasta.
Með tölvupósti er auðvelt að sníða efni að hverjum og einum viðskiptavini, fá upplýsingar, bæta samtalið, ná traffík inn á vefinn, senda rétt skilaboð til rétta fólksins á réttum tíma, veita áskrifendum meira virði og auka sölu. Allt á meðan þú byggir upp gagnabanka af viðskiptavinum sem hafa áhuga á því sem þú ert að selja.
Markaðssetning með tölvupósti og efnismarkaðssetning virka sérstaklega vel saman og geta náð mjög miklum árangri,
ef rétt er haldið á spöðunum.
Það er að ótalmörgu að huga, en þegar búið er að plana og setja saman kerfið þá kallar það á mun minni fyrirhöfn en flest ef ekki öll önnur markaðstól. Það er stöðugt hægt að besta hlutina og mikið hægt að nota sjálfvirkar seríur sem fara af stað “ef fólk gerir þetta” og “ef fólk gerir hitt”.
Viltu nýta arðsömustu markaðsaðgerðina á markaðnum almennilega? Hafðu þá samband.
Branding
Hvernig fólk sér fyrirtækið þitt, vöru eða þjónustu, og hvaða tilfinningar þau vekja, skiptir öllu máli, hvort sem fólk er að sjá það í fyrsta skipti, eða kaupa, eða að segja öðrum frá – og allt þar á milli. Branding mótar og byggir upp þessa ímynd og upplifun og ef vel er gert getur brandið margfaldað áhrifin af markaðsstarfinu. Sterkt brand getur orðið til þess að fólk vill ekki eiga viðskipti við aðra. Allt of mörg fyrirtæki huga ekki að brandinu og ná því ekki nema broti af þeim
árangri á markaðnum sem þau myndu annars ná.
En branding snýst um miklu meira en bara liti og lógó. Til þess að litirnir og lógóið hafi réttu áhrifin þarf fyrst að ákveða hvaða hugsanir og tilfinningar á að vekja. Þegar það liggur fyrir er hægt að fara að vinna útlitið, tungumálið og tóninn. Fötin skapa ekki manninn og þú getur ekki “klætt” brandið þitt fyrr en þú veist
hvern er verið að klæða.
Jeff Bezos, stofnandi Amazon, sagði: “Brandið þitt er það sem fólk segir um þig þegar þú ert ekki í herberginu”. Það veltur á ansi mörgu
meira en bara útlitinu.
Saman mótum við hvað við viljum að fólk hugsi og hvaða tilfinningar við viljum að það veki. Við gerum svo skýra áætlun um hvernig við ætlum að fá fólk til að hugsa það sem við viljum og finna þær tilfinningar sem við viljum að þau finni. Þá kemur að því að fá grafískan hönnuð til að klæða það. Saman getum við svo mótað hvernig það talar.
Vilt þú tryggja að upplifunin af fyrirtækinu þínu, vöru eða þjónustu verði til þess að fólk velji að eiga viðskipti við þitt fyrirtæki
frekar en aðra?
Hafðu þá samband.
Þóranna er einn okkar helsti sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og hefur einnig, á síðustu árum, unnið brautryðjendastarf í eflingu stafrænnar hæfni hérlendis, nokkuð sem við brennum báðar fyrir. Þar hefur hún verið óþreytandi í að ýta við bæði atvinnulífinu og stjórnvöldum með ótrúlegum árangri.
Ég vann fyrst með Þórönnu árið 2014 í markaðsstefnumótun fyrir Hugsmiðjuna þar sem ég var þá framkvæmdastjóri. Hef bæði fylgst náið með og fengið tækifæri til að koma með henni að fleiri verkefnum í gegnum tíðina og hef ósjaldan óskað þess að hún væri laus til að koma inn í hin ýmsu önnur verkefni sem ég hef unnið að.
Hún er mjög strategísk og á gott bæði með að móta markaðsstarf og byggja upp frá byrjun en ekki síður að skerpa á stefnu og aðgerðum sem þegar eru til staðar. Hæfileikar Þórönnu búa ekki síst í því að hafa glöggt auga fyrir tækifærum til umbóta og koma þeim í verk á drífandi hátt.
Ég get heilshugar mælt með Þórönnu, hvort sem er sem er í markaðsstörf en ekki síður sem öflugri umbótamanneskju sem kemur hlutum í verk.
– Ragnheiður Magnúsdóttir, Chief Disruption Officer
I have had the pleasure of working both directly and indirectly with Þóranna on various projects. Þóranna is with out a doubt, a digital marketing exptert. She is extremely strategic in her approach and has a very customer centric mindset. Her digital skills, combined with content marketing and email marketing make her a valuable asset to any organisation, particularly one seeking an digital leader to disrupt its traditional marketing. Þóranna is extremely hard-working, goal oriented and shines when she can lead, craft and implement projects from the start.
In addition to her digital marketing skills, Þóranna is an expert in branding and marketing for SME´s, and her books on the subjects are a great tool for small business entrepreneurs who need guidance and help in building successful brands. Reccomend her books to any marketing students and small business owners.
I consider Þóranna as one of my most valuable „go to“ digital and branding experts and will continue to seek her input and guidance for future projects.
– Dr. Edda Blumenstein, Director of Customer and Retailing Transformation at BYKO
Thoranna is an experienced professional who can be counted on to take the initiative and deliver results on her projects. She is a valuable member of any team she works with, bringing her extensive knowledge of her field, innovative thought and no-nonsense execution to the table.
– Jóhannes Þór Skúlason, Managing Director at the Iceland Industry Travel Association
“If asked to describe Thoranna, then I would say that she is highly competent as she is very business and tech savvy, extremely driven, intelligent, takes initiative, determined, creative and last but not least such fun to work with every day!
I would give Thoranna my highest recommendations.”
– Rut Steinssen, CFO, SimplyBook.me and Notando Ltd.
“Thoranna is a highly creative, detail-oriented and thorough marketing wizard. She possess encyclopedic knowledge of current marketing practices, including content marketing and social media marketing, which made her an asset to each of our clients.”
– Dr. Andrea Pennington, Brand Strategist, Integrative Doctor, Creative Visionary
“I can’t recommend Thoranna highly enough. Companies that hire her for their team or marketing tasks are choosing someone that will not only do their best to take them to the next level, but will probably succeed in doing it.”
– Ingvar Gudmundsson, CEO, SimplyBook.me and Notando Ltd.
“Her extensive experience and knowledge of marketing and branding, with a particular passion for strategy, as well as online and guerilla tactics, makes her the perfect marketer for startups and high-growth businesses. Her organisational skills are also a clear asset in those situations.
A very social person, and with her energy and positive mindset she is an asset to any team. I would not hesitate to give Thoranna my best recommendations whether as a consultant or marketing executive.”
– Eythor Jonsson, Managing Director at Growth Train Accelerator, Director for Center for Corporate Governance at University of Iceland and External Lecturer at Copenhagen Business School
“Thoranna is my go-to person when it comes to branding and marketing communication. She is strategic and thoughtful, both when working with clients as well as when building her own brand. Her Marketing Untangled video series, blog, and books are brilliant. I can recommend Thoranna’s expertise and her products enough to anyone looking to boost their skills in the field of branding and marketing.”
– Thorunn Jonsdottir, Founder and Fixer at Poppins & Partners