Viltu skjóta samkeppninni ref fyrir rass? Viltu virkilega vera sigurvegarinn á þínum markaði? Þá verður að hafa það á hreinu af hverju fólk á að kjósa þig fram yfir aðra! Klassíska svarið þegar spurt er "af hverju ætti ég að kjósa þig fram yfir samkeppnisaðilana þína?" eru svör á borð við: "Við erum betri" "Við bjóðum betri þjónustu" "Við bjóðum betri gæði" Hvað eiga þessi svör að þýða? Betri samkvæmt hverjum? Hvaða staðla erum við að miða við? Hver vill ekki halda því fram að þeir séu betri, með betri þjónustu og betri gæði? Segir einhver "Ja, við bjóðum bara svona sæmilega … [Read more...]
Fiðrildin á leið á toppinn…
Ætlaði að skrifa einhvern rosalega djúpan bloggpóst í dag og eitthvað en veistu, ég er eiginlega bara óvinnufær vegna fiðrildamergðarinnar í maganum á mér! Akkuru? Jú, af því að í dag kemur nýja bókin mín út! Það er alveg magnað hvað maður getur orðið skíthræddur við að sýna umheiminum það sem maður hefur fram að færa. En veistu, ég er búin að ákveða að segja bara "skítt með það!". Þeim sem líkar bókin, líkar hún, og þeim sem ekki líkar hún, líkar hún ekki. Og það er barasta allt í lagi. Því að maður getur aldrei verið fyrir alla. Sumir eiga eftir að fíla hana í botn og fá mikið gagn út úr … [Read more...]