This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for árangur

Fiðrildin á leið á toppinn…

Ætlaði að skrifa einhvern rosalega djúpan bloggpóst í dag og eitthvað en veistu, ég er eiginlega bara óvinnufær vegna fiðrildamergðarinnar í maganum á mér! Akkuru? Jú, af því að í dag kemur nýja bókin mín út!

Það er alveg magnað hvað maður getur orðið skíthræddur við að sýna umheiminum það sem maður hefur fram að færa. En veistu, ég er búin að ákveða að segja bara “skítt með það!”. Þeim sem líkar bókin, líkar hún, og þeim sem ekki líkar hún, líkar hún ekki. Og það er barasta allt í lagi. Því að maður getur aldrei verið fyrir alla. Sumir eiga eftir að fíla hana í botn og fá mikið gagn út úr henni. Aðrir eiga eftir að hafa einhverjar aðrar skoðanir á henni.

Þá er rosalega gott að muna það sem Don Miguel Ruiz skrifaði í frábærri bók sem heitir “The Four Agreements”, og ég mæli eindregið með því að lesa (já, og þakkir til Þórunnar vinkonu minnar fyrir að benda mér á hana :)  : “Don’t take anything personally”. Það er nefnilega þannig að það sem manneskjan hugsar, segir og gerir snýst í rauninni aldrei um aðra, það snýst um hana sjálfa. Fólk sér og dæmir hluti út fá sínum eigin raunveruleika, sinni upplifun og reynslu, engra annarra, og það er eitthvað sem þú getur ekki verið að spá í. Ef fólki líkar ekki það sem ég geri, þá er það barasta þeirra mál en ekki mitt.

Annar góður frasi sem mér finnst gott að minna mig á af og til er: “Þegar fíflunum fjölgar í kringum þig, líttu í eigin barm”. Ég stend mig stundum að því að hugsa eitthvað miður gott um annað fólk – við gerum það ábyggilega öll einhvern tímann – en ég er farin að verða nokkuð góð í að stoppa mig af og hugsa “af hverju er ég að hugsa þetta?” og undantekningarlaust hefur ástæðan ekki með viðkomandi að gera, heldur mig. Mig og mitt óöryggi. Og þannig er því eflaust líka varið með aðra.

Góð vinkona mín sagði einu sinni við mig að það sem fólk, sem nyti almennt velgengni væri hræddast við, væri að standa eitt eftir á toppnum. Að þora að skara fram úr. Að skilja hina eftir sem ekki stefni svo hátt. Mig langar að trúa því að við fögnum þeim sem stefna á toppinn og komast þangað. Ég er ótrúlega stolt af mörgum af mínum vinum, fjölskyldu og viðskiptavinum sem hafa og eru að ná frábærum árangri í því sem þau eru að gera. Hér eru nokkur dæmi:

Eyrún vinkona mín í RóRó, sem er núna á Indiegogo með Lúllu dúkkuna sína og gengur rosa vel. Vantar bara herslumuninn að hún nái markmiðinu sínu (endilega leggið henni lið hér). Frábær manneskja með frábæra vöru sem á eftir að breyta lífi margra fjölskyldna í framtíðinni.

Rúna vinkona mín sem gaf út sína bók fyrr í haust, Branding Your X-Factor, og jetsettast um allan heim til að vinna með forsetum, og funda með stjórnendum stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Hún er ein af þessum manneskjum sem lyftir öllum í kringum sig upp á hærra plan og er sko ekki feimin við að styðja sitt fólk á toppinn.

Rakel Sölvadóttir, frumkvöðull í Skema og brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn og unglinga. Það sem hún er að gera hér heima og með reKode úti í Bandaríkjunum er magnað og forréttindi að fá að fylgjast með úr stúkusæti.

Ég gæti haldið áfram að telja upp magnaða einstaklinga að gera ótrúlega flotta hluti en þessi póstur er þegar orðinn ansi langur á persónulegu nótunum ;)

Fögnum þeim sem stefna hátt og ætla sér á toppinn. Það er fólkið sem getur gert heiminn að betri stað.

Ég viðurkenni það alveg að mig langar á toppinn. Mig langar að lifa góðu lífi af því að vinna með fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera og vill byggja upp spennandi og áhugaverð fyrirtæki sem skipta máli. Mig langar að skrifa bækur, halda námskeið, fyrirlestra og vinnustofur út um allan heim og þessi bók sem kemur út í dag er liður í þeirri vegferð. Ég vona að sem flestir fagni henni, nái sér í eintak og njóti góðs af. Hún er m.a.s. frí á rafrænu formi á Amazon fram á sunnudag – og þú getur fengið Kindle lesara app í öll helstu tæki ;)   Þú finnur allar upplýsingar hér: https://thoranna.is/marketinguntangledbook/

P.s. Þú ert líklega að spyrja þig núna “hvað í ósköpunum hefur þetta að gera með markaðsmál?” – ja, þetta var bara svona smá persónuleg tjáning hjá mér á degi þar sem ég á erfitt að einbeita mér vegna spennings, en veistu, þetta hefur nefnilega heilmikið með markaðsmál að gera. Þau fyrirtæki sem ná árangri á markaði, sem ná árangri í markaðsmálunum, það eru fyrirtækin sem eru óhrædd við að standa upp úr, stefna á toppinn og standa fyrir eitthvað. Hugrekki er nefnilega öflugt vopn í markaðsstarfinu, svo þegar maður fer að spá í þetta, þá er þessi póstur barasta akkúrat spot on fyrir markaðsmálin ;)

Megir þú ná á þann topp sem þig langar að ná á – og ef ég get hjálpað þér að komast þangað þá er það barasta ennþá betra!

xo
Þóranna

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur, ástríða, framtíðarsýn, hugrekki

Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)

Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum – þú manst eftir henni ;)   Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja “in perfect harmony” :)  Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :)

Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :)   … en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að kenna heiminum markaðsfræðin. Sérstaklega þeim sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem fyrirtækið er ekki bara fyrirtæki heldur stór partur af lífinu og tilverunni. Mig langar að kenna þeim markaðsfræðin sem stofna fyrirtæki af því að þá dreymir stóra drauma. Hverjir sem þessir draumar eru. Fyrir suma snýst þetta um frelsi, um að vera sinn eigin herra, að hjálpa fólki, og fyrir suma fyrst og fremst um peninga – það er svo margt sem liggur að baki. En það er semsagt það sem ég brenn fyrir. Mig langar að hjálpa til við að byggja upp fyrirtæki sem fólk elskar – sem fólk elskar að eiga viðskipti við en ekki síður fyrirtæki sem eigendurnir elska að reka. Syndin er að allt allt of mörg frábær fyrirtæki deyja vegna þess að það skortir þekkingu á markaðsmálunum. Og það viljum við ekki!

Markaðsmálin eru hinsvegar orðinn þokkalegur frumskógur! Ég er markaðsnörd. Ég nördast í markaðsmálunum allan daginn og ég verð m.a.s. stundum ringluð. Eftir að í bættist netið, samfélagsmiðlarnir, snjallsímar o.s.frv. o.s.frv. – eru möguleikarnir endalausir, tækifærin endalaus, og endalausir hlutir sem hægt er að klúðra. Svo ég tók mig til og skrifaði bók! Er það ekki það sem maður gerir þegar mann langar að kenna einhverjum eitthvað? ;)

Ég vona að þessi bók gefi þeim sem ekki eru sérfræðingar í markaðsmálunum góðan grunn sem þeir geta byggt markaðsstarfið á og hjálpi fólki að átta sig á þessu öllu saman. Það virðist bara hafa tekist nokkuð vel – ég hef a.m.k. fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim sem hafa fengið að lesa bókina nú þegar og þú getur séð ummæli frá sumum þeirra hér (þar sem þú getur líka náð þér í sýnishorn úr bókinni ;)  https://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Í bókinni er farið yfir þau fimm atriði sem liggja til grundvallar öflugu markaðsstarfi: markhópana, samkeppnina, brandið, markaðssamskipti (aðgerðirnar) og markaðskerfið. Svo er planið að kafa dýpra í hvert og eitt þessara fimm atriða í bókum sem koma út í framhaldinu og gefa þér þannig allt sem þú þarft til að taka þetta markaðsdót allt saman í nefið! :)

Ég vona að þú grípir þér eintak af sýnishorninu. Um leið og bókin kemur út þá læt ég þig vita og þá gætirðu nælt þér í hana frítt fyrstu dagana eftir að hún kemur út á Amazon. Gríptu sýnishornið, og fylgstu svo vel með tölvupóstinum þínum til að grípa frítt eintak! Ekkert nema gróði! ;)

Já og þeir sem næla sér í sýnishorn eru svo velkomnir í Marketing Untangled Series hópinn á Facebook þar sem við ræðum markaðsmálin. Ég kíki reglulega inn og tek þátt í umræðum og svara spurningum. Endilega komdu og vertu með!

Jæja – eigum við ekki að fara að rokka þessi markaðsmál?!

xo

Þóranna

p.s. hér er hlekkurinn aftur, bara svona til öryggis ;)  https://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur, ástríða, markaðsmál, markaðssetning, samfélagsmiðlarnir, tæknin

Tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld – hvernig getum við fengið meira af honum?!

tíminn líður hratt - thoranna.is

Við þekkjum þetta öll – það eru einfaldlega ekki nógu margir tímar í sólarhringnum. Hinsvegar vitum við líka að þetta er ekkert líf. Endalaust stress, alltaf að flýta sér, aldrei að geta verið í núinu og – það sem getur drepið reksturinn okkar – að geta aldrei sinnt því mikilvæga því að við erum á haus að slökkva elda og sinna þessu áríðandi.

Sl. sumar gerði ég tvær kannanir þar sem kom berlega í ljós að stærstu hindranirnar fyrir því að fólk tæki markaðsmálin sín föstum tökum eru tími og peningar. Ég veit að ég get tæklað þetta með peningana – markaðsstarfið þarf nefnilega ekki á svo miklum svoleiðis að halda og ég get kennt fólki hvernig það getur náð árangri í markaðsstarfinu með litla sem enga peninga. Ég get líka hjálpað fólki að setja hlutina þannig upp að markaðsstarfið taki ekki meiri tíma en nauðsynlegt er – en það tekur alltaf einhvern tíma – og til að koma hlutunum þannig að fyrir að það þurfi sem minnstan tíma, þá þarf tíma til að koma því þannig fyrir :) Og ekki má gleyma að tími er jú, réttilega, peningar) – svo ég ákvað að fara á stúfana og reyna að finna út úr því hvernig ég gæti búið til meiri tíma fyrir mig, og vonandi þig í leiðinni ;)

Ég fékk astoðarkonuna mína (það er einmitt einn liður í því að búa til meiri tíma fyrir sig ;)  til að taka saman fyrir mig bestu ráðin sem hún gat fundið til að nýta tímann betur og koma meiru í verk. Svo fór ég í gegnum þau og valdi þau sem mér leist best á. Það er úr mörgu að velja og til að þessi póstur verði ekki of langur þá ætla ég að fara yfir þrjú þeirra hér. Ég mun svo klárlega koma með fleiri þegar fram líða stundir – sérstaklega þegar ég finn hluti sem virka fyrir mig og gætu því mögulega virkað fyrir þig ;)

1 – Ekki láta aðra stjórna!

Byrjum á þessu. Ég nefnilega þegar farin að nota þetta og það svínvirkar.

Þegar þú byrjar að vinna á morgnana, ekki opna tölvupóstinn eða Facebook eða neitt slíkt sem kemur þér í samband við umheiminn. Byrjaðu bara einfaldlega á einhverju þeirra mikilvægu verkefna sem fyrir liggja og krefjast þess að þú getir einbeitt þér að þeim í svolítinn tíma. Ef þú mögulega getur, slökktu líka á símanum og láttu bara talhólfið sjá um málið. Ekki skoða neitt af þessu fyrr en um hádegi. Segjum að þú byrjir að vinna kl. 9 – eða jafnvel 10 – þetta gefur þér ótruflaðan tíma til að vinna, fersk(ur) í morgunsárið í 2-3 og jafnvel 4 tíma ef þú byrjar kl. 8. Ég lærði þetta af Tim Ferriss með 4-hour work week og mér finnst frábært að minna mig á að með þessu þá ræð ég deginum mínum, í stað þess að leyfa öðrum að gera það með því að ég bregðist við þessu emaili, svari þessum Facebook skilaboðum o.s.frv.

Taktu svo smá tíma áður en þú ferð í mat og tjékkaðu á pósti (og Facebook, ef starfið þitt er þess eðlis að þú þurfir að svara fyrirspurnum eða öðru þar – annars – slepptu því!!!). Með því að gera það áður en þú ferð í mat þá ertu heldur ekkert að dúlla þér í því of lengi því garnirnar eru farnar að gaula ;)   Láttu svo póstinn aftur algjörlega vera þar til síðast áður en þú hættir að vinna. Hvort það er korteri, hálftíma eða klukkutíma áður fer eftir því hvað þú færð venjulega mikið af pósti, en pælingin er sú sama og áður. Að fá ótruflaðan tíma til að vinna.

Takk Tim Ferriss :)

2- Hættu þessu endalausa fundastandi!

 

Það verður að segjast eins og er. Fundir eru tímaþjófar. Það eru yfirleitt fleiri á þeim en þurfa að vera. Þeir eru yfirleitt lengri en þeir eiga að vera og tíminn á fundum er gegnumgangandi illa nýttur í blaður. Hversu oft hefur þú ekki komið út af fundi án þess að það sé nein skýr útkoma og skýr næstu skref?

Gerðu allt sem þú mögulega getur til að komast hjá því að sitja fundi. Ef þú þarft að sitja fundi, farðu þá fram á að fá skýra dagskrá fyrirfram og þar á að koma skýrt fram hvað þarf að koma út úr fundinum. Gerðu allt sem þú getur til að fundarmenn haldi sig við þá dagskrá – ef það felur í sér að taka að sér fundarstjórn, gerðu það! Ef á að taka mörg mál fyrir, biddu um að fá að vera fyrst(ur) með það sem snýr að þér því þú þurfir að fara að sinna öðrum erindum – og farðu svo!

Ég er að verða betri í þessu, en gæti orðið mun betri. Er samt orðin grimm í því að verja tímann minn og bóka fundi bara á ákveðnum dögum og tímum, þar sem ég skelli þeim saman, því að einn fundur hér og einn fundur þar tætir allt í sundur og það verður ekkert úr deginum. Búandi í sveitinni er ég líka hörð á að taka ekki fundi í Reykjavík nema á ákvöenum dögum og þá hrúga ég nokkrum saman og nýti daginn vel í kaupstaðarferðinni. Það þýðir að fólk sem vill hitta mig augliti til auglitis og er ekki tilbúið í sveitaferð þarf stundum að bíða í dágóðan tíma – en hey, þá líka detta út þeir sem þurfa í rauninni ekkert að hitta mig og þeir verða eftir sem vit er í ;)   Ég er auðveldari með Google Hangout fundi (og Skype ef ég neyðist til ;)  en reyni líka eftir bestu getu að raða þeim saman þannig að ég tæti ekki daginn í sundur og vil hafa skýra dagskrá.

Takk aftur, Tim Ferris – og hann lumar á mörgum fleiri góðum ráðum :)

Hann Gunnar Jónatans hjá IBT er assgoti góður bæði í þessu með tölvupóstinn og fundarstjórnina og hann er einmitt með námskeið sem hjálpar þér að temja tölvupóstinn á næstunni, í samstarfi við Dokkuna. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar.

3 – Sestu aftur á skólabekk

 

Aha – þetta hljómar eins og tóm vitleysa, ekki satt? Hver hefur tíma til að setjast aftur á skólabekk? Og til að læra hvað? Jú, það er margt sem gott er að læra og sem getur kennt þér að nýta tímann þinn betur. Ég hef áður fjallað um hvað það sparar mikinn tíma að vera með markaðsmálin á hreinu. En það er ekki það sem ég er að tala um núna.

Hraðari lestur. Það er það sem ég er að tala um. Við þurfum öll að lesa alveg ógrynni af hlutum. Við lesum tölvupósta, við þurfum oft að lesa eitthvað vegna vinnunar, og ef við ætlum að verða betri í hlutum (sem við verðum þá oft fljótari í líka) þá þurfum við að lesa meira og hraðar. Ég les mjög mikið, hvort sem það eru bækur tengdar markaðsfræðunum eða mér til skemmtunar, en ég les líka ógrynni af tölvupóstum og bloggum. Og mikið væri nú gott að vera fljótari að því.

Ég er búin að vera á leið á hraðlestrarnámskeið í háa herrans tíð. Ég á satt best að segja voða erfitt með að gera hluti sem krefjast þess að ég sé á ákveðnum stað á ákveðnum tíma og þess vegna hefur ekkert orðið af því. En nú skal þessu breytt. Ég keypti mér um daginn námskeið á útsölu hjá Udemy sem heitir Become a SuperLearner: Learn Speed Reading and Advanced Memory Techniques. Nú ætla ég að fara að drullast til að fara í gegnum það (það kostar $199, en ef þú skellir þér á póstlista hjá Udemy þá láta þeir þig vita af næstu útsölu og þú gætir fengið það mun mun hagstæðara – held að ég hafi borgað $10 eða $20). Pat Flynn á Smartpassiveincome.com bloggaði líka um hraðlestur mjög nýlega og bendir þar á góð frí YouTube vídeó sem hjálpuðu honum að hraða verulega á lestrinum, bæta skilninginn og minnið!

Ég ætla að byrja á þessum þremur atriðum yfir næstu vikurnar (hraðlesturinn gæti tekið smá tíma að mastera;)   og svo ætla ég að fara aftur í gögnin mín og finna næstu þrjú atriði – og deila þeim með þér :)

Hvað af þessu líst þér best á? Hvað ætlar þú að taka og gera núna strax í dag? Segðu mér og láttu mig svo vita hvernig gengur – mig langar að fylgjast með ;)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur

5 leiðir til að spara meiri tíma í markaðssetningu

5 leiðir til að spara tíma í markaðssetningu - thoranna.is

Þessi blessaður tími! – okkur vantar alltaf meira af honum!

“Time is on my side” sungu Rolling Stones. Svei mér þá, ég held þeir séu þeir einu sem það á við um! Alveg sama við hvern maður talar, hvert maður snýr sér og hvað maður gerir, það hefur enginn tíma.

Í sumar hef ég gert tvær kannanir meðal fólks í fyrirtækjarekstri og rauði þráðurinn, gegnumgangandi er að fólk vantar tíma. Það hefur ekki tíma í markaðsstarfið, það hefur ekki tíma til að læra að gera markaðsstarfið hagkvæmara þannig að það nái meiri árangri með það á minni tíma. Það hefur ekki tíma til að vera til!

Úff, ég skil það svo vel. Ég þekki þetta algjörlega sjálf!

En veistu, þetta þarf ekki að vera svona. Ég veit það líka af eigin raun, bæði frá mér og viðskiptavinum mínum.

Þú þarft engan fyrirlestur um um nauðsyn markaðsstarfsins og hversu mikilvægt það er að eyða tíma í það því annars gerist lítið sem ekkert í fyrirtækinu þínu og þú heldur áfram eins og hamstur í  hjóli. Ég meina – hey, þú veist það nú þegar, ekki satt ;)   Ef ekki, þá ættirðu kannski að kíkja hér.

Núna ætla ég að tala um tímann sem þú græðir á því að eyða fyrst smá tíma í að koma markaðsstarfinu í öflugan farveg. Þeim tíma sem þú verð í markaðsstarfið í dag, ef einhver er, gæti mögulega verið betur varið þannig að þú fáir mun meira út úr því sem þú gerir  ;)    Æi þú veist, þetta með að taka sér tíma til að gera teikningar af húsinu áður en maður byggir svo að það endi ekki svona:

heldur svona:

Ólíkt betra, ekki satt?

Kíktu á þetta litla vídeó til að sjá hvað eru mikilvægustu atriðin til að spara tíma í markaðsstarfinu en ná samt sem áður mun betri árangri en ella:

Ég er einmitt líka um þessar mundir að vinna í því að losa um enn meiri tíma svo ég geti sinnt því sem er mikilvægt, en ekki bara að slökka elda sem eru áríðandi. Ég ætla að segja þér meira frá því síðar…

xo
Þóranna

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: aðgreining, árangur, Brand, markhópagreining, markhópur, mikilvægt, samkeppnisgreining, stefna, tími, tól og tæki, vænlegur markhópur

Hinir mörgu hattar fyrirtækjaeigandans!

hinir mörgu hattar fyrirtækjaeigandans - thoranna.is
Við sem eigum eða stýrum minni fyrirtækjum þekkjum þetta öll. Að vera með marga hatta á hverjum degi. Það er í mörg horn að líta og margt sem þarf að huga að, því að þó að fyrirtækið sé ekki stórt, þá er breiddin í verkefnunum oft jafn mikil og í stærri fyrirtækjum, en við erum ekki með sérstakan starfsmenn í hverri deild – hvað þá heila deild af fólki!


Ef við bætist að vera frumkvöðull að byggja upp þitt eigið fyrirtæki, þá er auðvelt að detta í þá gryfju að finnast maður þurfa að gera allt sjálfur og vita allt, því að ef maður getur jú bjargað hlutunum sjálfur þá þarf maður ekki að borga öðrum fyrir að gera þá og sparar þar með peninga. Ekki satt?


Gengur dæmið upp?

En hvað gerist þá? Gengur dæmið upp?


Svarið er einfaldlega nei. Það getur mallað áfram. Fyrirtækið getur mögulega lifað af, en það verður aldrei meira en það. Það mun aldrei blómstra. Það mun aldrei veita þér þá ánægju sem þú leitar eftir og í stað þess að eiga og reka fyrirtæki ertu einfaldlega starfsmaður með harðasta yfirmann allra – þig! Og kulnun er mjög raunveruleg áhætta.


Staðreyndin er sú að það er jú gott að hafa góða yfirsýn yfir allar hliðar fyrirtækisins sem maður er að stýra og skilning á því hvað hvert og eitt svið felur í sér þannig að maður geti séð heildarmyndina og hafi vit á því sem er í gangi. En maður getur ekki verið sérfræðingur í öllu og maður hefur bara 24 tíma í sólarhringnum. “One man show” er einfaldlega dæmt til að rétt lifa af – ef ekki bara dauðadæmt.


Ég hef lært þetta sjálf á eigin skinni. Jú, sumt af því sem ég hef gert í mínu fyrirtæki hefur verið nauðsynlegt fyrir mig til að átta mig á hvernig best er að gera það. Ég er jú ekki með fyrirtæki sem er að gera eins og gert hefur verið áður. Markaðsþjálfun á netinu hefur ekki verið til á Íslandi áður, og markaðsþjálfun á þann hátt sem ég er að gera hana virðist ekki vera þarna úti heldur (ekki misskilja mig, það er fullt af flottu fólki úti í hinum stóra heimi að kenna ýmislegt varðandi markaðsmálin í gegnum netið, en ég hef ekki fundið neinn enskumælandi sem er að kenna þetta á sama hátt og ég og flestir eru að kenna á ákveðin markaðstól og -tæki). Vöruþróunin og að finna út úr hinum ýmsu hlutum hefur því kallað á að ég sé innsti koppur í búri í flestum verkefnum framanaf.


Hinsvegar get ég ekki sagt þér hvað hlutirnir fóru að gerast miklu hraðar og verða mun öflugri þegar ég lærði að fá hjálp. Í dag er ég með aðstoðarmanneskju í að sjá um ýmis dagleg verkefni fyrir mig, manneskju sem aðstoðar mig við bloggið, aðila sem aðstoðar mig með vefinn minn og annan sem er að vinna með mér í lykilorðagreiningu og leitarvélabestun. Ég er að vinna í því að koma mér á erlendan markað, sem ég hefði aldrei náð að gera annars og ég sé fram á að fá hina ýmsu aðila í hin ýmsu verkefni í framtíðinni. Ég kann margt af þessu og gæti bjargað mér – ég hef yfirsýnina og heildarmyndina – en mínum tíma er einfaldlega betur varið í að þjónusta viðskiptavinina mína með því að þróa þjónustuna og veita hana og í að markaðssetja mig.


Strategía og taktík

Það er einmitt hugsunin á bak við MáM þjálfunina að sjá stóru myndina og hafa grundvallarskilninginn sem maður þarf á markaðsmálum, geta mótað stefnuna og vita hvað maður á að gera. Ég mæli síðan ekkert endilega með því að þú græjir allt og gerir – verðir sérfræðingur í póstlistaforritum, vefgerð, öllum mögulegum og ómögulegum samfélagsmiðlum og hvað þetta allt er. Satt best að segja mæli ég eindregið með því að fá síðan sérfræðinga til að sjá um það um leið og þú hefur tök á því (sem er yfirleitt fyrr en maður heldur) – en með góðri yfirsýn og skilningi á því hvað þessi sérfræðingar sem maður kaupir þjónustu frá eru að gera þá er maður bæði upplýstari kaupandi að þjónustunni og getur haldið betur utan um heildardæmið. En heildarstefnan (e. strategy) þarf að vera þín. Aðgerðirnar (e. tactics) er svo hægt að fá hjálp með.

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur, Brand, framtíðarsýn, fylgjast með, skipulag, stefna

  • 1
  • 2
  • 3
  • Next Page »
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2023 Thoranna.is · Rainmaker Platform