Hefurðu séð nýju bókina mína, Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur's Map Through the Marketing Jungle? Því verður ekki neitað að hún er bleik :) Ég var að spjalla við vin minn á Facebook nýlega. Í stað þess að endursegja samtalið, þá ætla ég barasta að pósta því hér: Vinur minn: "Líst svakalega vel á bókina, kápan alveg SOLID og æsir upp forvitnina í manni. Bara eitt sem kom mér á óvart ... og ég er ennþá að reyna að ná utan um..." Ég: "Aha - hvað?" Vinur minn: "Kápan er svo rosalega BLEIK á litinn ... var það planið? :) " Ég: "Óóóóóóóóóóóóóóó já :) … [Read more...]
Stundum verður maður bara að reka viðskiptavinina!
Það er mikilvægt að finna rétta markhópinn fyrir þig, fólkið sem þú átt að vera að selja til. Ein besta leiðin til þess er að finna draumaviðskiptavininn. Þetta fólk sem þú algjörlega elskar að vinna með og fyrir. Hefurðu hinsvegar nokkurn tímann hugsað út í hversu mikilvægt það er að vita hverjum maður vill ekki vinna með eða fyrir? Það er jafn mikilvægt í markaðssetningu að fæla frá þá viðskiptavini sem þú vilt ekki, eins og að draga að þá sem þú vilt fá. Og það getur þýtt að þú þurfir hreinlega að reka viðskiptavini! Nú hugsarðu kannski: "Jæja, nú er hún endanlega orðin rugluð!" … [Read more...]