Það tilkynnist hér með að ég hef tekið að mér starf kynningarstjóra fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þar sem ég hef aldrei verið flokkspólitísk vil ég taka það skýrt fram að svo er einnig nú og að þetta verkefni er ekki stuðningsyfirlýsing við Framsóknarflokkinn sem slíkan. Verkefnið er spennandi áskorun í starfi, auk þess sem ég styð heilshugar þann glæsilega hóp fólks sem nú býður sig fram til setu í bæjarstjórn í Reykjanesbæ undir merkjum flokksins.