Það er mikilvægt að finna rétta markhópinn fyrir þig, fólkið sem þú átt að vera að selja til. Ein besta leiðin til þess er að finna draumaviðskiptavininn. Þetta fólk sem þú algjörlega elskar að vinna með og fyrir. Hefurðu hinsvegar nokkurn tímann hugsað út í hversu mikilvægt það er að vita hverjum maður vill ekki vinna með eða fyrir? Það er jafn mikilvægt í markaðssetningu að fæla frá þá viðskiptavini sem þú vilt ekki, eins og að draga að þá sem þú vilt fá. Og það getur þýtt að þú þurfir hreinlega að reka viðskiptavini! Nú hugsarðu kannski: "Jæja, nú er hún endanlega orðin rugluð!" … [Read more...]
Hverjir eru þetta? Skilgreindu markhópana með meira en bara tölum og hörðum skilgreiningum!
Í fyrri póstum höfum við skoðað af hverju þú getur ekki selt öllum og hvernig þú getur fundið drauma viðskiptavininn þinn, og þar með besta markhópinn eða bestu markhópana fyrir þig að einbeita þér að. En hvernig skilgreinum við svo þessa markhópa? Klassíska leiðin er að skilgreina þá lýðfræðilega og landfræðilega, eftir hlutum eins og aldri, kyni, tekjum, menntunarstigi o.s.frv. Í sumum tilfellum á þetta algjörlega við, en í öðrum skiptir þetta bara alls engu máli! Hvort sem lýðfræði eða landafræði á við hjá þér eða ekki, þá muntu alltaf þurfa að fara dýpra og læra meira um þá sem þú ert … [Read more...]