Alveg sama hvað þú gerir eða gerir ekki í markaðsmálunum, hvort sem þér líkar það betur eða verr, hvort sem þú áttar þig á því eða ekki, og hvort sem þú tekur meðvitaðar ákvarðanir um að skapa það og stýra því eða ekki - þú ert alltaf með brand. Ef þú ert ekki með á hreinu hvað brand er, þá er gott að smella hér og tjékka á því, en í grundvallaratriðum er brand það sem kemur upp í huga fólks og þær tilfinningar sem vakna þegar það sér eða heyrir af einhverju, hvort sem það er fyrirtæki, vara, þjónusta eða persóna. Brand er alltaf til staðar, vegna þess að bara að nefna eitthvað einu orði … [Read more...]
Hverjir eru þetta? Skilgreindu markhópana með meira en bara tölum og hörðum skilgreiningum!
Í fyrri póstum höfum við skoðað af hverju þú getur ekki selt öllum og hvernig þú getur fundið drauma viðskiptavininn þinn, og þar með besta markhópinn eða bestu markhópana fyrir þig að einbeita þér að. En hvernig skilgreinum við svo þessa markhópa? Klassíska leiðin er að skilgreina þá lýðfræðilega og landfræðilega, eftir hlutum eins og aldri, kyni, tekjum, menntunarstigi o.s.frv. Í sumum tilfellum á þetta algjörlega við, en í öðrum skiptir þetta bara alls engu máli! Hvort sem lýðfræði eða landafræði á við hjá þér eða ekki, þá muntu alltaf þurfa að fara dýpra og læra meira um þá sem þú ert … [Read more...]
Ekki vera rass – markaðsrannsóknir eru nauðsynlegar!
Ég vaknaði upp við vondan draum um daginn. Ég var að vinna með stórum hóp af fólki í markhópagreiningu og allt í einu áttaði ég mig á því að