This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for markaðsmál

Markaðssetning er branding

Ein af ástæðunum fyrir því að ég varð ástfangin af markaðsfræðunum er að þegar ég var í MBA náminu þá áttaði ég mig á því að markaðsstarfið er hjartað í öllum fyrirtækjum. (Mundu að markaðsstarfið er ekki bara auglýsingar ;) Án markaðsstarfsins þá eru engin fyrirtæki. Þeir sem eru ekki inni á markaðslínunni þola oft ekki þegar við markaðsnördarnir tölum um að “bissness = marketing”. En veistu, það er bara þannig :)

Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta, svo ég ákvað að fá til liðs við mig tvo af uppáhalds gúrúunum mínum úr stjórnunar- og markaðsfræðunum til að koma til skila hversu mikilvæg markaðsmálin eru: Peter Drucker og Al Ries. Þannig að “don’t just take my word for it” – þeir geta sko heldur betur sagt þér hvernig þetta er! :)

Peter Drucker segir: “Meginhlutverk fyrirtækisins er að þjóna viðskiptavinunum með því að veita þær vörur og þjónustur sem það var sett á fót til að veita. Hagnaður er ekki aðalmarkmiðið, heldur nauðsynlegt skilyrði fyrir því að fyrirtækið geti haldið áfram að vera til. Aðrar skyldur, svo sem við starfsmenn og samfélagið eru til staðar til að styðja áframhaldandi getu fyrirtækisins til að sinna meginhlutverki sínu.”

Þetta er alltaf kjarni markaðsstarfsins. Það þjóna viðskiptavininum. Því þetta þarf alltaf allt að snúast um viðskiptavininn. Þú verður að sjá hlutina með þeirra augum. Þú verður að gera þér grein fyrir því á hverju þeir þurfa að halda og hvað þeir vilja, og það er það sem þú þarft að veita þeim. Það er meginhlutverkið þitt. Ef þú reynir að troða upp á fólk hlutum sem það vill ekki og þarf ekki á að halda, þá ganga hlutirnir aldrei upp.

Peter Drucker sagði líka: “Þar sem að tilgangur fyrirtækisins er að búa til viðskiptavini, þá hefur fyrirtækið tvö, og einungis tvö, grundvallarhlutverk: markaðssetningu og nýsköpun. Markaðssetning og nýsköpun skapa árangur; allt hitt er kostnaður. Markaðsmálin er hið einstaka og aðgreinandi hlutverk fyrirtækisins.”

Spáðu aðeins í þetta. Hefur hann rangt fyrir sér? Hvað annað gefur árangur? Þetta er nokkuð skondið, því það er mjög algengt að litið sé á markaðsstarfið sem kostnað í fyrirtækjum, í stað þess að
vera eitthvað sem gefur af sér, og það er klárlega sjaldnast litið á það sem fjárfestingu. En það gæti ekki verið meira rangt að líta þannig á málin. Býr fjármálastjórnun til tekjur í sjálfu sér? Nei – það er hægt að stýra fjármálunum en peningarnir þurfa að koma einhversstaðar frá. Býr framleiðslan til tekjur? Nei, í raun ekki. Það kostar að framleiða og án markaðsstarfsins þá væri enginn til að kaupa vöruna og þar með myndi hún aldrei skapa tekjur. Býr starfsmannadeildin til tekjur? Nei, ekki í sjálfu sér. Upplýsingatæknideildin? Nei. Og það má auðveldlega taka þetta lengra. Nýsköpun fellur í raun undir markaðsmál. Manstu þetta með að það að þjónusta viðskiptavininn væri meginhlutverk fyrirtækisins? Jú, almennileg nýsköpun sprettur af því að finna betri leiðir til að þjónusta viðskiptavininn – og hvað er það annað en markaðsmál?

Al Ries segir: “Markaðssetning er það sem fyrirtæki eru í rekstri til að gera. Markaðssetning er aðalmarkmið fyrirtækisins.”

Og hann heldur áfram með aðra sterka yfirlýsingu: “Ef allt fyrirtækið er markaðsdeildin [og það er það], þá er allt fyrirtækið branding deildin.”

Nú er þetta að verða djúsí! Skilurðu núna af hverju ég er alltaf að hamra á þessu branding dæmi?

Þannig að af þessu öllu ætti þetta að vera nokkuð ljóst:

Viðskipti og rekstur = Markaðsmál = Branding :)

Sammála eða ósammála?

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Brand, Drucker, markaðsmál, mikilvægt, Ries, þjónusta

Hvað eru markaðsmál?

Mjög oft þegar ég er í ráðgjöf eða að kenna þá finn ég að hugtakið markaðsmál er á reiki hjá mörgum. Það er ósköp skiljanlegt. Við markaðsfólkið erum svolítið eins og iðnaðarmennirnir og erum ekkert dugleg að markaðssetja okkur sjálf.

Þessvegna setti ég saman þennan litla glærupakka bara svona til að reyna að ná okkur öllum á sömu blaðsíðu – og að hjálpa að bæta ímynd okkar markaðsfólksins – við erum nefnilega ekki með horn og hala og öll eins og við séum að selja lélega notaða bíla ;)

 

Hvað eru markaðsmál? from Thoranna Jonsdottir, MBA

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: markaðsmál

Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)

Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum – þú manst eftir henni ;)   Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja “in perfect harmony” :)  Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :)

Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :)   … en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að kenna heiminum markaðsfræðin. Sérstaklega þeim sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem fyrirtækið er ekki bara fyrirtæki heldur stór partur af lífinu og tilverunni. Mig langar að kenna þeim markaðsfræðin sem stofna fyrirtæki af því að þá dreymir stóra drauma. Hverjir sem þessir draumar eru. Fyrir suma snýst þetta um frelsi, um að vera sinn eigin herra, að hjálpa fólki, og fyrir suma fyrst og fremst um peninga – það er svo margt sem liggur að baki. En það er semsagt það sem ég brenn fyrir. Mig langar að hjálpa til við að byggja upp fyrirtæki sem fólk elskar – sem fólk elskar að eiga viðskipti við en ekki síður fyrirtæki sem eigendurnir elska að reka. Syndin er að allt allt of mörg frábær fyrirtæki deyja vegna þess að það skortir þekkingu á markaðsmálunum. Og það viljum við ekki!

Markaðsmálin eru hinsvegar orðinn þokkalegur frumskógur! Ég er markaðsnörd. Ég nördast í markaðsmálunum allan daginn og ég verð m.a.s. stundum ringluð. Eftir að í bættist netið, samfélagsmiðlarnir, snjallsímar o.s.frv. o.s.frv. – eru möguleikarnir endalausir, tækifærin endalaus, og endalausir hlutir sem hægt er að klúðra. Svo ég tók mig til og skrifaði bók! Er það ekki það sem maður gerir þegar mann langar að kenna einhverjum eitthvað? ;)

Ég vona að þessi bók gefi þeim sem ekki eru sérfræðingar í markaðsmálunum góðan grunn sem þeir geta byggt markaðsstarfið á og hjálpi fólki að átta sig á þessu öllu saman. Það virðist bara hafa tekist nokkuð vel – ég hef a.m.k. fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim sem hafa fengið að lesa bókina nú þegar og þú getur séð ummæli frá sumum þeirra hér (þar sem þú getur líka náð þér í sýnishorn úr bókinni ;)  https://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Í bókinni er farið yfir þau fimm atriði sem liggja til grundvallar öflugu markaðsstarfi: markhópana, samkeppnina, brandið, markaðssamskipti (aðgerðirnar) og markaðskerfið. Svo er planið að kafa dýpra í hvert og eitt þessara fimm atriða í bókum sem koma út í framhaldinu og gefa þér þannig allt sem þú þarft til að taka þetta markaðsdót allt saman í nefið! :)

Ég vona að þú grípir þér eintak af sýnishorninu. Um leið og bókin kemur út þá læt ég þig vita og þá gætirðu nælt þér í hana frítt fyrstu dagana eftir að hún kemur út á Amazon. Gríptu sýnishornið, og fylgstu svo vel með tölvupóstinum þínum til að grípa frítt eintak! Ekkert nema gróði! ;)

Já og þeir sem næla sér í sýnishorn eru svo velkomnir í Marketing Untangled Series hópinn á Facebook þar sem við ræðum markaðsmálin. Ég kíki reglulega inn og tek þátt í umræðum og svara spurningum. Endilega komdu og vertu með!

Jæja – eigum við ekki að fara að rokka þessi markaðsmál?!

xo

Þóranna

p.s. hér er hlekkurinn aftur, bara svona til öryggis ;)  https://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur, ástríða, markaðsmál, markaðssetning, samfélagsmiðlarnir, tæknin

Hvernig nýtist markaðssetning fyrir hreyfihamlaða?

Markaðsmál eiga það til að hafa á sér þá ímynd að markaðsfólk læri einfaldlega að troða upp á mann allskonar hlutum sem maður þarf ekki. Það er hinsvegar mikill misskilningur. Markaðsstarf snýst um að mæta þörfum fólks, og svo þarf maður að láta fólk vita að maður getur mætt þörfum þess, leyst vandamál þess o.s.frv. Það gerir ekkert gagn að geta gert gagn en gera það svo ekki vegna þess að enginn veit af því, eða fólk áttar sig ekki á því hvað maður gerir fyrir það ;)

Gott dæmi um hvernig nýta má markaðsfræðin algjörlega til góðs var þegar Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, hafði samband við mig í vetur. Þekkingarmiðstöðin er upplýsinga- og fræðslumiðstöð fyrir hreyfihamlaða og aðstandendur þeirra og starfsfólk hennar fann að þrátt fyrir að hafa komið upp glæsilegum upplýsingavef o.fl. þá var það ekki nóg. Þau þurftu að finna leiðir til að láta fólk vita af honum og hvernig mætti nýta þjónustuna þeirra.
Ég ákvað að bjóða þeim frítt í MáM Bootcamp (planið er að bjóða alltaf einu verkefni frítt í Bootcamp framvegis, einhverju sem er “not-for-profit” og samfélagið nýtur góðs af). Í staðinn bað ég Sigurbjörgu að deila með fólki hvernig MáM hefði nýst þeim.
Við settumst því við tölvurnar, Sigurbjörg í Reykjavík og ég í Njarðvík, og tókum spjall um þessi mál. Þar sem netið var eitthvað að stríða okkur og myndin var ekki góð, ákvað ég að láta hljóðið nægja – bara svona eins og í gamla góða útvarpinu :)
Ég vona að þú hafir gagn og gaman af því að heyra um reynslu þeirra hjá Þekkingarmiðstöðinni af því að vinna markaðsstarfið eftir MáM ferlinu. Ég hvet þig líka eindregið til að kynna þér það frábæra starf sem miðstöðin vinnur. Vefurinn þeirra er thekkingarmidstod.is og óhætt að mæla með honum við hvern þann sem málefni hreyfihamlaðra varðar, hvort sem þú ert hreyfihamlaður einstaklingur, aðstandandi, fyrirtæki eða félag sem vilt betur mæta þörfum þessa hóps eða hvað annað það er.
Smelltu til að hlusta á spjallið okkar um reynslu Þekkingarmiðstöðvarinnar af MáM Bootcamp.

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: markaðsmál, markhópagreining, póstlistinn, samfélagsmiðlarnir, samkeppnisgreining, upplýsingar, þjónusta

Hvað eru markaðsmál???

Ég hef tekið eftir því að það eru ekki allir með á hreinu hvað markaðsmálin fela í sér.
Svo ég setti saman smá glæruvídeó – ég held að þér muni þykja það áhugavert.

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: auglýsingar, markaðsmál

  • 1
  • 2
  • 3
  • Next Page »
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2022 Thoranna.is · Rainmaker Platform

Privacy Policy