Markaðsmál eiga það til að hafa á sér þá ímynd að markaðsfólk læri einfaldlega að troða upp á mann allskonar hlutum sem maður þarf ekki. Það er hinsvegar mikill misskilningur. Markaðsstarf snýst um að mæta þörfum fólks, og svo þarf maður að láta fólk vita að maður getur mætt þörfum þess, leyst vandamál þess o.s.frv. Það gerir ekkert gagn að geta gert gagn en gera það svo ekki vegna þess að enginn veit af því, eða fólk áttar sig ekki á því hvað maður gerir fyrir það ;)
Frábær sumarlestur eða hlustun!

Það er komið sumar og eins og við vitum róast allt á klakanum á þessum árstíma. Ég ætla þess vegna að taka mér gott (og að ég tel verðskuldað ;) hlé frá bloggskrifum og tölvupóstsendingum fram í ágúst. Hinsvegar ætla ég ekki að skilja þig eftir í lausu lofti ef þig skyldi þyrsta í meiri markaðsþekkingu svo ég tók saman lista yfir nokkur af uppáhalds markaðsbloggunum mínum og hlaðvörpum (e. podcast). Ég sjálf eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska hlaðvörp. Það er svo yndislega þægilegt að geta lært og fengið markaðsfræðin beint í æð á meðan ég er að gera eitthvað annað eins og að keyra Reykjanesbrautina, fara í labbitúr, vinna í garðinum eða bara hvað sem er annað þar sem eyrun og heilabúið er laust þó að kroppurinn sé að vinna ;) En það er líka voða notalegt að liggja í sólinni úti á palli eða á ströndinni og lesa – ja eða kúra uppi í sófa í rigningunni með spjaldtölvuna ;)
Ég er áskrifandi að hátt í 200 bloggum, ótöldum póstlistum og hátt í 20 hlaðvörpum, en það eru bara örfá sem ég passa að missa ekki af, sem fá að fara inn í innboxið hjá mér og ég tjékka á reglulega.
Það eru fá sem fjalla um markaðsstefnumótun, og þau sem gera það eru almennt ekki mjög aðgengileg nema fyrir sérfræðinga. Ég hef þess vegna ekki sett nein þeirra hérna inn, nema kannski SocialTriggers sem kemur mögulega stundum inn á slíka hluti. Hinsvegar hef ég sett inn efni sem gerir mér kleift að fylgjast með þróuninni í hinum hraða og síbreytilega heimi markaðssetningar á netinu, ekki síst samfélagsmiðla og efnismarkaðssetningar.
Hér er listi yfir topp 11 staðina þar sem ég sanka að mér markaðsþekkingu dags daglega:
Derek Halpern með Social Triggers er snillingur í markaðssetningu og fjallar mestmegnis um sálfræðina á bak við markaðssetningu á netinu. Hlaðvarpið hans er alltaf það fyrsta sem ég hlusta á áður en ég tjékka á nokkrum öðrum þar sem hann er alltaf með frábæra gesti úr fræðaheiminum og viðskiptalífinu.
Neil Patel með Quicksprout bloggið er snilli í öllu sem viðkemur markaðssetningu á netinu og það kemur ekki einn einasti blogg póstur frá honum sem er ekki stútfullur af gagnlegum upplýsingum. Ef eitthvað er þá fær maður of mikið af upplýsingum – en maður getur alltaf treyst því að þær séu pottþéttar.
Amy Porterfield er Facebook gúrúinn minn svo ég fylgist vel með henni í tengslum við þau mál. Hún er bæði með blogg og hlaðvarp og fær oft til sín góða gesti. Í gegnum tíðina hefur maður skráð sig á ótal frí vefnámskeið hjá hinum og þessum og oft séð eftir tímanum – en það hefur aldrei gerst með Amy. Hún klikkar ekki ;)
HubSpot er óþrjótandi hafsjór af fróðleik og þekkingu í kringum “inbound marketing”, þ.e. markaðssetningu sem dregur að – sem er akkúrat sú markaðssetning sem ég vil stunda og hvet mína viðskiptavini til að stunda. Bloggið er flott og safnið þeirra af ýmsum fróðleik og gögnum varðandi markaðssetningu ekki síðra.
Digiday er vefmiðill helgaður vefmiðlun, markaðssetningu og auglýsingum og þar eru oft alveg hrikalega flottar greinar. Vel þennan miðil fram yfir marga aðra vel þekkta á markaðnum.
SocialMouths er bloggið hjá Francisco Rosales, blöndu af Ítala og Guatemalabúa sem býr í LA. Hann fjallar um blogg, samfélagsmiðla, efnismarkaðssetningu, markaðssetningu í gegnum tölvupóstlistann og “conversion” – þ.e. að ná viðskiptunum. Það er alltaf djúsí “stuff” í því sem hann sendir frá sér.
KISSmetrics er greiningartól fyrir netmarkaðssetningu og þeir halda út mjög góðu bloggi um greiningar, markaðsmál og prófanir. Oft mjög góðar greinar þarna og gagnlegar.
Social Media Examiner er mjög þekkt samfélagsmiðlablogg og þarna er hafsjór af upplýsingum og efni. Þú verður ekki svikinn. Þeir eru líka með hlaðvarp.
Fyrir þá sem vilja kafa meira í efnismarkaðssetningu:
Buffer bloggið er frá Buffer appinu sem er samfélagsmiðlastjórnborð. Þeir blogga um samfélagsmiðla og tengt efni og þarna eru oft mjög góðir póstar.
Copyblogger eru gamlir refir í efnismarkaðssetningu og þarna er gríðarlegur hafsjór af fróðleik varðandi hana og tengd efni s.s. textaskrif, samfélagsmiðla, leitarvélabestun, markaðssetningu með tölvupóstlistanum og markaðssetningu á netinu almennt.
Content Marketing Institute fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um efnismarkaðssetningu og tengt efni. Þarna finnurðu mjög gott efni um það.
Njóttu vel og þú mátt endilega segja mér hvernig þú fílar þetta ;) – já og ef þú lumar á einhverjum uppáhalds sem þú vilt deila með fólki, endilega gerðu það! :)
Leiddu mig
Fyrir þá sem hafa fylgt mér í einhvern tíma er markaðsferlið ekkert nýtt. Ef þú ert ný(r), kíktu þá hér snöggvast ;) Og fyrir þá sem lásu póstinn í síðustu viku, þá talaði ég um að eiga markaðsstarfið frekar en að leigja það, með því að nota auglýsingar og ýmislegt fleira til að ná fólki inn í ferli þar sem þú þarft síðan ekki að borga fyrir hvert einasta skipti sem þú vilt að fólk sjái þig eða komist í samband við þig.
Ég ætla að fjalla aðeins meira um það hvernig við getum gert þetta, þ.e. að eiga markaðsstarfið okkar, með því sem á engilsaxneskunni er kallað Lead Management en lead er mögulegur viðskipavinur í markaðsferlinu.
Ok, svona hef ég almennt sett markaðsferlið fram:
Ef við nú setjum það fram línulega (frá vinstri til hægri eins og gengur og gerist ;) þá getum við sett Lead Management ferlið samhliða markaðsferlinu og markaðsaðgerðir sem við getum notað í hverjum hluta:
Förum betur í gegnum þetta:
Lead Generation er einfaldlega að ná til fólks. Láta vita af okkur og vekja áhuga þeirra. Þarna geta auglýsingar virkað ágætlega, en önnur sterk tól eru m.a. leitarvélabestun (SEO) og efnismarkaðssetning, þar sem að gott og áhugavert efni vekur athygli og eykur vitund um þig, fyrirtækið þitt, vörur og þjónustu. Þarna getum við þurft að “leigja”, þ.e. að kaupa auglýsingar til að ná þessari fyrstu snertingu við mögulega viðskiptavini.
Lead Capture er að ná þeim inn í markaðsferlið þitt. Ná þeim inn þannig að þau skrái sig á póstlistann (túrbó markaðstól), fylgi á samfélagsmiðlunum og hvað annað sem þér dettur í hug þannig að þú sért búin að ná þeim á þitt svæði, þar sem þú þarft ekki lengur að leigja frá öðrum til að ná til þeirra. Það má deila um hvort samfélagsmiðlarnir eru slíkt svæði, en það lækkar a.m.k. leiguna verulega ef maður nær fólki inn á samfélagsmiðlana því það er almennt ódýrara að auglýsa á fylgjendur sína en þá sem maður ætlar að ná til nýrra á samfélagsmiðlunum.
Lead Nurturing snýst allt um að rækta og byggja upp sambandið. Notaðu markaðsaðgerðirnar sem þú átt, eins og póstlistann, til að gera þetta og þarna kemur efnismarkaðssetningin sterk inn, bæði til að fá fólk til að líka við þig og til að byggja upp traust. Þetta tekur tíma. Fólk er ekkert tilbúið að kaupa af þér strax.
Spáðu aðeins í þetta. Þú getur verið mjög góður í fyrstu tveimur hlutunum, að ná til fólks og fá það inn til þín, en ef það er ekki þess virði að vera memm þegar inn er komið þá er fólk fljótt að fara aftur. Þess vegna skiptir það öllu máli hvað þú gerir í því að rækta sambandið – efnismarkaðssetning er lykilatriði þarna. Annars er þetta svona svolítið eins og liðið sem hangir á skemmtistaðagötunum á sólarströndum og nær þér inn inn á staðinn með gylliboðum – svo þegar þú kemur inn er staðurinn tómur!
Lead Conversion snýst um að gera þessa aðila að viðskiptavinum. Hingað til höfum við bara verið að rækta sambandið, leyfa þeim að kynnast okkur, kynnast þeim betur og þarna þarf tól til að breyta þeim í viðskiptavini með því að fá þá til að kaupa. Þarna þarftu að gefa þeim tækifæri til að prufa vöruna þína eða þjónustu og minnka áhættuna sem fólk upplifir – fólk upplifir alltaf áhættu þegar það kaupir. Það þarf líka að ýta við fólki með einhverjum hætti til að taka skrefið núna, ekki á morgun eða næsta ári.
Ongoing Lead Management snýst um að halda sambandinu áfram, í gegnum þessa miðla sem þú átt, og stuðla þar með að því að fólk skipti við þig aftur og að það vísi til þín frekari viðskiptum. Þarna gildir margt það sama og um lead nurturing en einnig meira til, s.s. eins og að vera með efni og upplýsingar fyrir þá sem hafa keypt af þér nú þegar, og vera með markaðsaðgerðir sem hvetja til tilvísana.
Farðu yfir það sem þú ert að gera í markaðsstarfinu þínu. Ertu að ná að leiða fólk í gegnum þetta ferli?
Ætlarðu að skilja peningana eftir á borðinu?
Af einhverjum ástæðum hefur efnismarkaðssetning (e. content marketing) verið mér extra hugleikin síðustu daga, núna síðast bara fyrr í dag þegar ég hélt erindi um markaðssetningu á netinu fyrir Ský (Skýrslutæknifélag Íslands – sem ætti eiginlega að heita Upplýsingatæknifélag Íslands :) Ég er líka að endurvinna fjórða hluta MáM grunnþjálfunarinnar sem fjallar um val á markaðsaðgerðum og samspil þeirra til að ná sem mestum árangri. Stundum veit maður eitthvað, en eitthvað verður til þess að virkilega hamra hlutina inn (ég er viss um að þú kannast við þetta) og á meðan ég hef verið að endurvinna þetta þá sé ég alltaf betur og betur hvað efnismarkaðssetning er stór og gríðarlega mikilvægur hluti af markaðssetningu í dag – og á bara eftir að aukast.
Hvað á ég við með efnismarkaðssetningu. Hmmmmm ætli sé ekki bara best að sýna ykkur fyrsta vídeóið úr þjálfunarprógramminu mínu um efnismarkaðssetningu því ég segi það þar ;)
Nýr og endurbættur fjórði hluti MáM grunnþjálfunarinnar fjallar um markaðsferlið, samspil markaðsaðgerða (hmmmmm… þarna er nú einn góður bloggpóstur ;) og listar svo upp hinar ýmsu markaðsaðgerðir sem standa til boða, flokkaðar eftir mikilvægi og hvað getur átt við fyrir hverskonar fyrirtæki, vörur og þjónustur og gefur dæmi um markaðsprógrömm sem hentað geta hinum ýmsu aðilum. Þegar ég fór að skoða listann bara yfir þessar helstu aðgerðir þá áttaði ég mig á því hvað efnismarkaðssetning er út um allt!
Hér eru helstu atriðin sem fyrirtæki verða að huga að í markaðssetningunni sinni þar sem efnismarkaðssetning kemur við sögu (og linkar í nokkur vídeó sem ég átti í farteskinu um sum þeirra ;)
- Vefsíðan – ef það er ekki efnismarkaðssetning þá veit ég ekki hvað! Hvað þarf að vera á henni? Hvað er það sem fólk vill fá að vita? Hvaða virði er í henni fyrir fólk?
- Lykilorðagreining – nauðsynleg fyrir alla efnismarkaðssetningu. Lykillinn að því að fólk finni efnið þitt þegar það er að leita að því.
- Leitarvélabestun – sama og með lykilorðagreininguna
- Markaðstextinn þinn (vefsíðutexti, upplýsingar á samfélagsmiðlum, og ef við á bæklingar og auglýsingar o.s.frv.) – úff hvað er það annað en efnismarkaðssetning?
- Að ná í fjölmiðlaumfjöllun í markaðsskyni – fjölmiðlar pikka ekki upp auglýsingar frítt. Það þarf að vera vinkill, það þarf að vera eitthvað áhugavert, það þarf að vera eitthvað virði og eitthvað til að segja frá – sem er einmitt líka kjarninn í efnismarkaðssetningu.
- Það er nokk sama hvaða samfélagsmiðil þú ert að nota – það er efnismarkaðssetning. Hvort sem það er Facebook, Twitter, LinkedIn, Pinterest, YouTube, Google+, Instagram, Tumblr … ef fólk er ekki að fá eitthvað áhugavert sem því finnst vera virði í og er matreitt á réttan hátt fyrir það, þá getur maður hamast eins og hamstur í hjóli án þess að nokkuð gerist. Og blogg – sem má í raun flokka sem samfélagsmiðil, er náttúrulega hreinræktuð efnismarkaðssetning.
- Póstlistinn er efnismarkaðssetning út í gegn, en fæst íslensk fyrirtæki nýta hann þannig. Flest nota hann bara til að senda út tilboð, boð á forútsölur og annað. Þar eru gríðarleg ónýtt tækifæri til að byggja upp sterkara samband við tilvonandi og núverandi viðskiptavini og fá meiri viðskipti fyrir vikið – og ekki bara við þá sem vilja fá afslátt ;)
- Svo eru hlutir sem eru kannski ekki svo mikið notaðir á íslenskum markaði sem geta verið frábærir í markaðssetningu og eru efnismarkaðssetningartól eins og vefnámskeið og Google Hangouts Live on Air (sem maður ætti náttúrulega að nota miklu miklu meira).
Ég gæti haldið áfram lengi lengi en ég vona að ofangreint hafi a.m.k. komið því til skila að efnismarkaðssetning er hluti af markaðssetningu allra fyrirtækja, hvort sem þeim líkar það eða ekki – svo er spurning hvort þú ætlar að nota þetta frábæra tækifæri í botn til að mynda samband við viðskiptavinina þína eða, eins og sagt er “leave the money on the table”.
p.s. “shout out” til viðskiptavina minna í Hugsmiðjunni sem hafa verið að taka efnismarkaðssetninguna föstum tökum með góðum árangri – og bloggið þeirra fékk tilnefningu til SVEF verðlaunanna sem besti vefmiðillinn innan um stóra vefmiðla eins og Vísir og DV. Hrikalega stolt af þeim!
Ég hef skrifað töluvert um efnismarkaðssetningu áður, t.d. þessar þrjár færslur sem þér gætu þótt áhugaverðar ef þú hefur ekki lesið þær nú þegar. Notaðu leitarboxið hér hægra megin og leitaðu að “efnismarkaðssetning” :)
Þýðir eitthvað að vera að markaðssetja á Facebook lengur?
Ertu að markaðssetja á Facebook?
Ef svo er, þá hefurðu væntanlega tekið eftir því þegar þú horfir á tölurnar fyrir Facebook síðuna þína að póstarnir þínir eru að ná til sífellt færra fólks – eða hvað? Það hafa margir verið að taka eftir þessu núna í nokkurn tíma – og nei, það er ekki bara það að fólk hafi verið minna á Facebook í kringum hátíðarnar og sjái þess vegna minna af því sem þú póstar.
Facebook hefur sagt það bara hreint út að nú sé ekki lengur hægt að treysta á að ná til fólks frítt í gegnum Facebook síður og mæla með því að nota keyptar auglýsingar. Þetta ætti sosum ekki að koma neinum á óvart. A: Þeir eru jú í bissness og tekjurnar þeirra koma af auglýsingum og B: Það flæðir ógnarmagn af póstum á Facebook og þeir verða einhvern veginn að velja það sem þeir birta hjá fólki þannig að fólk sé að fá það sem það vill sjá – því annars yrði það fljótt að fara bara (og þá væri Facebook ansi gagnslaust markaðstól). Fólk sér ekki allt sem þeir sem það tengist á Facebook pósta – Facebook velur úr.
Þú getur séð nokkrar fleiri greinar um þessar Facebook breytingar hér fyrir neðan ef þú vilt kafa ;)
Hvað skal þá til bragðs taka? Eigum við að hætta bara að nota Facebook eða er eitthvað sem við getum gert til að vinna með þetta? – já, það getum við. Hér eru 7 atriði sem eru nauðsynleg til að fá sem mest út úr Facebook í dag:
Númer 1
Póstaðu efni sem fólk hefur áhuga á og gerir eitthvað með. Ef ég líka við, skrifa ummæli við eða deili pósti frá einhverjum (hvort sem það er manneskja eða síða) þá sýnir Facebook mér meira frá viðkomandi. Það þýðir að við þurfum að vera með efni sem fólk virkilega hefur áhuga á til að auka árangurinn af því sem við gerum frítt á síðunni okkar. Og hvernig getum við tryggt það? jú…
Við verðum að vita við hverja við viljum vera að tala. Þetta þýðir að við þurfum að vera mjög skýr á því hverjir markhóparnir okkar eru og við verðum að þekkja þá og skilja eins vel og mögulegt er svo við getum höfðað til þeirra. Facebook er samfélagsmiðill – hver vill vera í félagsskap með einhverjum sem leggur sig ekki fram um að þekkja mann eða skilja og er þess vegna bara að blaðra um eitthvað sem maður hefur engan áhuga á? – neitt frekar en maður talar við gæjann í partýinu sem talar bara um sig og hefur engan áhuga á þér ;) – þetta er ein af ástæðunum fyrir því að markhópagreining er svona stór hluti af MáM þjálfuninni.
Hvað segir þú? Hefurðu fundið fyrir þessum breytingum hjá Facebook og hvað ætlar þú að gera í málunum?
Upprunalegi Facebook pósturinn: https://www.facebook.com/business/news/What-Increased-Content-Sharing-Means-for-Businesses
http://allfacebook.com/pages-organic-reach-decline-news-feed-algorithm_b127398
http://adage.com/article/digital/facebook-admits-organic-reach-brand-posts-dipping/245530/
http://marketingland.com/facebook-concedes-that-organic-page-reach-is-dwindling-ads-are-best-way-to-been-seen-67302
http://www.ignitesocialmedia.com/facebook-marketing/facebook-brand-pages-suffer-44-decline-reach-since-december-1/
http://www.insidefacebook.com/2013/12/23/studies-show-more-than-40-percent-decreased-organic-reach-on-facebook/
http://www.insidefacebook.com/2013/12/05/facebook-pages-may-see-organic-reach-decline/
http://allfacebook.com/deanna-sandmann-sim-partners-reach_b128335
http://www.jonloomer.com/2013/12/11/facebook-page-post-reach/