This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for vefsíðan

Pissar þú í skóinn?

Ég er alsæl að bjóða velkominn gestabloggara á MáM bloggið. Þetta hefur staðið til lengi, en það er jú staðreynd að duglegt fólk sem hefur eitthvað að segja hefur líka mikið að gera og því hefur tekið sinn tíma að koma þessu af stað. Vonandi verður þetta bara fyrsti af mörgum skemmtilegum, áhugaverðum og gagnlegum gestabloggum.

Í dag bloggar hún Halla Kolbeinsdóttir, viðskiptastjóri hjá Hugsmiðjunni, en við Halla kynntumst haustið 2012 þegar ég vann með Hugsmiðjunni í markaðsstefnunni þeirra. Síðan þá hafa þau bara verið að rokka sífellt feitar og feitar (bókstaflega – það er fullt af tónlistarmönnum þarna ha ha ha!) og nú nýlega var bloggið þeirra tilnefnt til SVEF verðlaunannna sem besti vefmiðillinn – og það í hópi stórra og landsþekktra vefmiðla! (Ég vil nú eiga pínku oggu ponsu pons í að blogginu skuli hafa verið ýtt úr vör svo ég er extra glöð fyrir þeirra hönd ;)

Jæja, nóg blaður frá mér – et voilà – gestablogg frá Höllu í Hugsmiðjunni: 

Góður grunnur er gulls ígildi

Í okkar daglega starfi hjá Hugsmiðjunni vinnum við mikið með viðskiptavinum sem koma til okkar í leit að nýjum, betri vef.

Sumir koma til okkar því þau vita að hér eru afburða forritarar, aðrir hafa séð hönnun frá okkur sem heillar og aðrir þekkja okkur vegna vinnubragða í viðmótsforritun. Það sem færri sjá er ósýnilega undirbúningsvinnan. Grunnurinn að góðum vef.

Vinnan sparar tímann

Fyrsta fasa í vefgerð köllum við oft greiningu og hönnun. Til eru mörg afbrigði af fyrstu skrefunum: Markhópagreining, markaðsgreining, vefstefnumótun, ímynd fyrirtækisins og tónn, samkeppnisgreining o.fl. Misjafnt er eftir verkefnum hvort þurfi að ráðast í allar greiningar, en best er, ef vel á að fara, að taka skurk á nokkrum þeirra. Greining getur munað því hvort vefur er hannaður fyrir markhóp fyrirtækisins (í stað starfsmanna fyrirtækisins) og hvort auðvelt sé að nota hann eða ekki.

Við bjóðum sjálf upp á marga þætti hjá okkur, en þegar kemur að því að gera fínt hjá sjálfum sér getur hjálpað að leita utan sinna eigin veggja og fá óháða leiðsögn og ráðgjöf.

Árið 2012 vorum við hjá Hugsmiðjunni að vinna að því að koma okkar eigin vef í loftið. Það gekk svona upp og ofan þannig að við tókum á það ráð að sækja leiðsögn að utan. Við höfðum samband við MáM og eftir nokkra fundi með Þórönnu fór leiðin hjá okkur að skýrast.

Það að sjá skýrt hverjir okkar markhópar eru, hverjir samkeppnisaðilarnir eru og hvað skilur okkur frá þeim er dýrmætt. Saman unnum við að því að koma auga á hvert núverandi brand okkar var og skerpa á því sem var að virka og setja upp plan fyrir framtíðina.

Pissum í skóinn?

Ég fæ á tilfinninguna að sumum finnst þessi vinna vera óþörf. Að fólk hugsi oft „við vitum hver við erum og við hvern við erum að tala: alla – stærra net hlýtur að þýða fleiri viðskiptavinir?“ “Sleppum frekar þessari ‘aukavinnu’ og förum beint í að vinna herferðina”. “Pissum í skóinn” heyri ég bara – skammgóður vermir.

Það er sjaldan sem fleiri en einn til tveir starfsmenn eru með sýnina á hreinu. Verðmætið í að vef-, markaðs-, hönnunar- og framkvæmdastjóri séu öll á sömu blaðsíðu með sýnina er ómetanlegt. Skyndilega er hægt að tala saman út frá sömu forsendum og setja saman aðgerðaplan fyrir markaðsstarf, stefnu og hönnun. Þegar vegakortið liggur fyrir er svo mikið auðveldara að klára hönnun því þá liggja markmiðin í augum uppi. Búið er að taka út mikið af ágiskunum og „tilfinningunni“ sem mismunandi aðilar eru með. Í stað þess að meta vef út frá því sem einhverjum finnst þá er hægt að spyrja: Uppfyllir þessi hönnun markmið okkar sem fyrirtækis? Er þetta það sem markhópur X er að leita að?

Munurinn í heimsóknartölum á vefinn milli ára staðfestir þetta. Árið 2013 fengum við 140% fleiri heimsóknir en 2012. Við höfum stuðst við vinnuskjölin og markaðskerfið frá MáM sem hefur leyft okkur að taka hlutina skrefinu lengra. Það er ótrúlegt hvað markviss undirbúningur skilar miklu.

Hugsmiðjan fór í gegnum MáM þjálfunarferlið og nýtir efnismarkaðssetningu í sínu markaðsstarfi :)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: blogg, Branding, framtíðarsýn, markhópagreining, markhópur, samkeppnisgreining, stefna, sýn, vefsíðan

Ætlarðu að skilja peningana eftir á borðinu?

Af einhverjum ástæðum hefur efnismarkaðssetning (e. content marketing) verið mér extra hugleikin síðustu daga, núna síðast bara fyrr í dag þegar ég hélt erindi um markaðssetningu á netinu fyrir Ský (Skýrslutæknifélag Íslands – sem ætti eiginlega að heita Upplýsingatæknifélag Íslands :) Ég er líka að endurvinna fjórða hluta MáM grunnþjálfunarinnar sem fjallar um val á markaðsaðgerðum og samspil þeirra til að ná sem mestum árangri. Stundum veit maður eitthvað, en eitthvað verður til þess að virkilega hamra hlutina inn (ég er viss um að þú kannast við þetta) og á meðan ég hef verið að endurvinna þetta þá sé ég alltaf betur og betur hvað efnismarkaðssetning er stór og gríðarlega mikilvægur hluti af markaðssetningu í dag – og á bara eftir að aukast.

Hvað á ég við með efnismarkaðssetningu. Hmmmmm ætli sé ekki bara best að sýna ykkur fyrsta vídeóið úr þjálfunarprógramminu mínu um efnismarkaðssetningu því ég segi það þar ;)

Nýr og endurbættur fjórði hluti MáM grunnþjálfunarinnar fjallar um markaðsferlið, samspil markaðsaðgerða (hmmmmm… þarna er nú einn góður bloggpóstur ;)  og listar svo upp hinar ýmsu markaðsaðgerðir sem standa til boða, flokkaðar eftir mikilvægi og hvað getur átt við fyrir hverskonar fyrirtæki, vörur og þjónustur og gefur dæmi um markaðsprógrömm sem hentað geta hinum ýmsu aðilum. Þegar ég fór að skoða listann bara yfir þessar helstu aðgerðir þá áttaði ég mig á því hvað efnismarkaðssetning er út um allt!

Hér eru helstu atriðin sem fyrirtæki verða að huga að í markaðssetningunni sinni þar sem efnismarkaðssetning kemur við sögu (og linkar í nokkur vídeó sem ég átti í farteskinu um sum þeirra ;)

  • Vefsíðan – ef það er ekki efnismarkaðssetning þá veit ég ekki hvað! Hvað þarf að vera á henni? Hvað er það sem fólk vill fá að vita? Hvaða virði er í henni fyrir fólk?
  • Lykilorðagreining – nauðsynleg fyrir alla efnismarkaðssetningu. Lykillinn að því að fólk finni efnið þitt þegar það er að leita að því.
  • Leitarvélabestun – sama og með lykilorðagreininguna
  • Markaðstextinn þinn (vefsíðutexti, upplýsingar á samfélagsmiðlum, og ef við á bæklingar og auglýsingar o.s.frv.) – úff hvað er það annað en efnismarkaðssetning?
  • Að ná í fjölmiðlaumfjöllun í markaðsskyni – fjölmiðlar pikka ekki upp auglýsingar frítt. Það þarf að vera vinkill, það þarf að vera eitthvað áhugavert, það þarf að vera eitthvað virði og eitthvað til að segja frá – sem er einmitt líka kjarninn í efnismarkaðssetningu.
  • Það er nokk sama hvaða samfélagsmiðil þú ert að nota – það er efnismarkaðssetning. Hvort sem það er Facebook, Twitter, LinkedIn, Pinterest, YouTube, Google+, Instagram, Tumblr … ef fólk er ekki að fá eitthvað áhugavert sem því finnst vera virði í og er matreitt á réttan hátt fyrir það, þá getur maður hamast eins og hamstur í hjóli án þess að nokkuð gerist. Og blogg – sem má í raun flokka sem samfélagsmiðil, er náttúrulega hreinræktuð efnismarkaðssetning.
  • Póstlistinn er efnismarkaðssetning út í gegn, en fæst íslensk fyrirtæki nýta hann þannig. Flest nota hann bara til að senda út tilboð, boð á forútsölur og annað. Þar eru gríðarleg ónýtt tækifæri til að byggja upp sterkara samband við tilvonandi og núverandi viðskiptavini og fá meiri viðskipti fyrir vikið – og ekki bara við þá sem vilja fá afslátt ;)
  • Svo eru hlutir sem eru kannski ekki svo mikið notaðir á íslenskum markaði sem geta verið frábærir í markaðssetningu og eru efnismarkaðssetningartól eins og vefnámskeið og Google Hangouts Live on Air (sem maður ætti náttúrulega að nota miklu miklu meira).

Ég gæti haldið áfram lengi lengi en ég vona að ofangreint hafi a.m.k. komið því til skila að efnismarkaðssetning er hluti af markaðssetningu allra fyrirtækja, hvort sem þeim líkar það eða ekki – svo er spurning hvort þú ætlar að nota þetta frábæra tækifæri í botn til að mynda samband við viðskiptavinina þína eða, eins og sagt er “leave the money on the table”.

p.s. “shout out” til viðskiptavina minna í Hugsmiðjunni sem hafa verið að taka efnismarkaðssetninguna föstum tökum með góðum árangri – og bloggið þeirra fékk tilnefningu til SVEF verðlaunanna sem besti vefmiðillinn innan um stóra vefmiðla eins og Vísir og DV. Hrikalega stolt af þeim!

Ég hef skrifað töluvert um efnismarkaðssetningu áður, t.d. þessar þrjár færslur sem þér gætu þótt áhugaverðar ef þú hefur ekki lesið þær nú þegar. Notaðu leitarboxið hér hægra megin og leitaðu að “efnismarkaðssetning” :)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Content, efnismarkaðssetning, Facebook, lykilorð, markaðsferli, póstlistinn, samfélagsmiðlarnir, vefsíðan

Það var þetta með að finnast á Google – 5 atriði

5 atriði til að finnast á Google - thoranna.is

Ef ég ætti 100 kall fyrir hvert skipti sem ég er spurð hvernig maður á að finnast efst á Google, þá ætti ég a.m.k. fyrir fríum hádegisverði einu sinni í viku :)

Leitarvélabestun – eða það að gera vefsíðuna þína og annað um þig á netinu þannig úr garði að það finnst sem best á Google og öðrum leitarvélum (já, það er víst til Bing og Yahoo o.fl. líka ;) – var alltaf frekar mikið tækninördamál. Þetta snérist allt um lykilorðagreiningu, meta data, robot txt, hlekkjasöfnun og allskonar svona skemmtilegheit. Margt af þessu er enn alveg gott og gilt en margt ekki og vægi þess er stöðugt að minnka. Það er orðið erfiðara að komast hátt á leitarvélunum með allskonar trixum, brögðum og brellum því að Google og hinir eru farnir að sjá við þeim og breyta hlutunum hjá sér þannig að það er ekki hægt að plata þá upp úr skónum. Og þeir eru sífellt að breyta og bæta! En veistu, það er sko barasta ekkert slæmt. Það er eiginlega bara rosa gott. Því veistu hvað það gerir? Það neyðir bara alla til að verða betri í markaðssetningu.

Hmmm… hvernig þá? Jú, hvað er farið að skipta meira máli? Raunveruleg gæði og áhrif. Með því að vera með gott efni á vefsíðunni, með því að vera virkur á netinu, á samfélagsmiðlum, vefsíðunni, blogginu o.s.frv. þá dregurðu fólk að þér og eykur vægi þitt á leitarvélunum. Því fleiri manneskjur sem fíla þig á netinu, því meira fíla leitarvélarnar þig á netinu. Svo nú þarf ekki alla þessa tækninörda – nú þarf gott markaðsfólk!

OK og hvað á þá einhver eins og ég, sem kann ekkert á þetta tæknilega dót, að gera til að finnast á netinu? Hér eru 5 atriði:

1. Lykilorðagreining er enn góð og gild – þú vilt vita hvaða orð og orðasambönd fólk notar til að leita að hlutum eins og því sem þú býður á netinu – sjá meira hér

2. Notaðu lykilorðin alls staðar þar sem þú ert á netinu – en eðlilega þó. Google sér í gegnum það ef þú ert að reyna að hrúga þeim inn. Ekki nota þau bara á vefsíðunni, heldur líka í blogginu, á samfélagsmiðlunum og þegar þú sendir frá þér fréttatilkynningar (því þær munum mjög líklega birtast á netmiðlum ef þær eru birtar á annað borð).

3. Finndu, búðu til og deildu efni sem markhópurinn þinn hefur áhuga á og verður til þess að fólk langar að fylgjast með þér, gefa þér like, retweet, share, veita ummæli og hvað þetta heitir allt saman. Því meira sem fólk sýnir að það kunni að meta hlutina á þann hátt því meira tekur Google eftir þér.

4. Til að geta búið til efni sem fólk hefur áhuga á þá þarftu að þekkja markhópinn þinn vel og vandlega svo þú vitir hvað þau vilja!

5. Til að geta verið áhugaverður á netinu þá þarftu að hafa brandið þitt á hreinu!

Leggðu þig fram um að veita fólki hluti sem er virði í og byggir upp ímynd þína og orðspor því það mun koma þér mjög langt – jafnvel á toppinn á Google ;)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: efnisdagatal, efnismarkaðssetning, Google, leit, lykilorð, samfélagsmiðlarnir, tól og tæki, vefsíðan

Varstu búin(n) að spá í þessu varðandi vefsíðuna þína?

Vefsíðan er mikilvæg í markaðsstarfinu – varstu búin(n) að spá almennilega í hana?

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: vefsíðan

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2023 Thoranna.is · Rainmaker Platform