This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for efnisdagatal

Það var þetta með að finnast á Google – 5 atriði

5 atriði til að finnast á Google - thoranna.is

Ef ég ætti 100 kall fyrir hvert skipti sem ég er spurð hvernig maður á að finnast efst á Google, þá ætti ég a.m.k. fyrir fríum hádegisverði einu sinni í viku :)

Leitarvélabestun – eða það að gera vefsíðuna þína og annað um þig á netinu þannig úr garði að það finnst sem best á Google og öðrum leitarvélum (já, það er víst til Bing og Yahoo o.fl. líka ;) – var alltaf frekar mikið tækninördamál. Þetta snérist allt um lykilorðagreiningu, meta data, robot txt, hlekkjasöfnun og allskonar svona skemmtilegheit. Margt af þessu er enn alveg gott og gilt en margt ekki og vægi þess er stöðugt að minnka. Það er orðið erfiðara að komast hátt á leitarvélunum með allskonar trixum, brögðum og brellum því að Google og hinir eru farnir að sjá við þeim og breyta hlutunum hjá sér þannig að það er ekki hægt að plata þá upp úr skónum. Og þeir eru sífellt að breyta og bæta! En veistu, það er sko barasta ekkert slæmt. Það er eiginlega bara rosa gott. Því veistu hvað það gerir? Það neyðir bara alla til að verða betri í markaðssetningu.

Hmmm… hvernig þá? Jú, hvað er farið að skipta meira máli? Raunveruleg gæði og áhrif. Með því að vera með gott efni á vefsíðunni, með því að vera virkur á netinu, á samfélagsmiðlum, vefsíðunni, blogginu o.s.frv. þá dregurðu fólk að þér og eykur vægi þitt á leitarvélunum. Því fleiri manneskjur sem fíla þig á netinu, því meira fíla leitarvélarnar þig á netinu. Svo nú þarf ekki alla þessa tækninörda – nú þarf gott markaðsfólk!

OK og hvað á þá einhver eins og ég, sem kann ekkert á þetta tæknilega dót, að gera til að finnast á netinu? Hér eru 5 atriði:

1. Lykilorðagreining er enn góð og gild – þú vilt vita hvaða orð og orðasambönd fólk notar til að leita að hlutum eins og því sem þú býður á netinu – sjá meira hér

2. Notaðu lykilorðin alls staðar þar sem þú ert á netinu – en eðlilega þó. Google sér í gegnum það ef þú ert að reyna að hrúga þeim inn. Ekki nota þau bara á vefsíðunni, heldur líka í blogginu, á samfélagsmiðlunum og þegar þú sendir frá þér fréttatilkynningar (því þær munum mjög líklega birtast á netmiðlum ef þær eru birtar á annað borð).

3. Finndu, búðu til og deildu efni sem markhópurinn þinn hefur áhuga á og verður til þess að fólk langar að fylgjast með þér, gefa þér like, retweet, share, veita ummæli og hvað þetta heitir allt saman. Því meira sem fólk sýnir að það kunni að meta hlutina á þann hátt því meira tekur Google eftir þér.

4. Til að geta búið til efni sem fólk hefur áhuga á þá þarftu að þekkja markhópinn þinn vel og vandlega svo þú vitir hvað þau vilja!

5. Til að geta verið áhugaverður á netinu þá þarftu að hafa brandið þitt á hreinu!

Leggðu þig fram um að veita fólki hluti sem er virði í og byggir upp ímynd þína og orðspor því það mun koma þér mjög langt – jafnvel á toppinn á Google ;)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: efnisdagatal, efnismarkaðssetning, Google, leit, lykilorð, samfélagsmiðlarnir, tól og tæki, vefsíðan

Sköpun og skipulag

Í þessum síðasta pósti um efnismarkaðssetningu (e. content marketing) ætla ég að tala aðeins um praktíska hluti. Stór hausverkur er oft hvernig við ætlum að gera efni sjálf og hverju öðru við getum deilt, t.d. á samfélagsmiðlunum, sem krefjast töluverðrar virkni og getur verið áskorun að halda lifandi.
Ef þú hefur fylgt mér í einhvern tíma, á blogginu, póstlistanum eða samfélagsmiðlunum, þá sérðu að efnismarkaðssetning er nokkuð sem ég nota mjög mjög mikið og á margvíslegan hátt.
Efni getur verið á margskonar formi, miðlað með margskonar leiðum og gegnt margskonar tilgangi í markaðssetningu. Þetta getur verið t.d. blogg, vídeó, allskonar efni á samfélagsmiðlunum, myndir, infographics, rafbækur og vefnámskeið svo við teljum upp nokkur af þessum helstu leiðum. Það er ákveðin list – en aðallega færni sem maður getur tamið sér – að vita hvernig maður getur sett efnið fram og hvar best er að deila því. Og hitt – sem er ekki nein list, bara hreinræktuð skipulagning – að vita hvernig maður á að koma hlutunum þannig fyrir að maður sé sífellt að dæla út efni og sífellt sýnilegur án þess að vera að allan sólarhringinn.
Ég er ein í markaðsmálunum í mínu fyrirtæki. Ég er reyndar á fleiri samfélagsmiðlum en ég mæli með því að vera  á, en það er einfaldlega vegna þess að ég er „í bransanum“ og þarf að þekkja helstu miðlana og hafa reynslu af þeim. Ég mæli með því að þú finnir hvað virkar fyrir þig, haldir þig við það og dreifir þér ekki of mikið.

Margir eiga ekki orð yfir því hversu virk ég er á samfélagsmiðlunum, í því að búa til, finna og senda frá mér efni. Og fólk gapir þegar ég segi þeim að ég eyði svona einum morgni á mánuði og 10 mínútum á dag í samfélagsmiðlana og svona í heildina kannski tveimur til þremur tímum á viku í bloggið og póstlistann – oft mun minna. Samt er póstlistinn það sem ég legg virkilega áherslu á. Þar fær fólk ekki bara bloggið mitt, heldur líka ýmislegt annað góðgæti – því þú verður jú að fá meira fyrir þinn snúð þegar þú skráir netfangið þitt heldur en bara fyrir eitt lítið like á Facebook ;)

Viltu vita hver galdurinn er?
Jú, maður þarf réttu tækin og tólin til að búa til efnið og koma því út án þess að það verði allt of mikil vinna – t.d. með því að pósta á samfélagsmiðlana fram í tímann, samtengja miðla ef við á o.s.frv. Hootsuite bjargar lífi mínu :) En galdurinn er fyrst og fremst kerfi – skipulag á því hvernig ég finn um hvað ég ætla að gera efni, hvernig ég geri efnið og hvernig ég finn efni frá öðrum sem ég get deilt með fylgjendum mínum. Risa
stór hluti markaðsstarfsins er nefnilega ekki endilega þetta skapandi (eins og einn kennarinn minn sagði einhvern tímann „arty farty“) heldur praktísk og fyrir sumum kannski leiðinleg skipulagning – en vá hvað það auðveldar manni lífið!

Og hver veit, núna þegar þú ert að lesa þennan póst gæti ég verið að sleikja sólina á Spáni! :)  – en með hjálp góðrar skipulagningar, markaðskerfis, efnisdagatals og tækninnar the show will go on!

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: efnisdagatal, efnismarkaðssetning, markaðsdagatal

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2023 Thoranna.is · Rainmaker Platform