This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for efnismarkaðssetning

Frábær sumarlestur eða hlustun!

frábær sumarlestur eða hlustun - thoranna.is

Það er komið sumar og eins og við vitum róast allt á klakanum á þessum árstíma. Ég ætla þess vegna að taka mér gott (og að ég tel verðskuldað ;)  hlé frá bloggskrifum og tölvupóstsendingum fram í ágúst. Hinsvegar ætla ég ekki að skilja þig eftir í lausu lofti ef þig skyldi þyrsta í meiri markaðsþekkingu svo ég tók saman lista yfir nokkur af uppáhalds markaðsbloggunum mínum og hlaðvörpum (e. podcast). Ég sjálf eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska hlaðvörp. Það er svo yndislega þægilegt að geta lært og fengið markaðsfræðin beint í æð á meðan ég er að gera eitthvað annað eins og að keyra Reykjanesbrautina, fara í labbitúr, vinna í garðinum eða bara hvað sem er annað þar sem eyrun og heilabúið er laust þó að kroppurinn sé að vinna ;)           En það er líka voða notalegt að liggja í sólinni úti á palli eða á ströndinni og lesa – ja eða kúra uppi í sófa í rigningunni með spjaldtölvuna ;)

Ég er áskrifandi að hátt í 200 bloggum, ótöldum póstlistum og hátt í 20 hlaðvörpum, en það eru bara örfá sem ég passa að missa ekki af, sem fá að fara inn í innboxið hjá mér og ég tjékka á reglulega.

Það eru fá sem fjalla um markaðsstefnumótun, og þau sem gera það eru almennt ekki mjög aðgengileg nema fyrir sérfræðinga. Ég hef þess vegna ekki sett nein þeirra hérna inn, nema kannski SocialTriggers sem kemur mögulega stundum inn á slíka hluti. Hinsvegar hef ég sett inn efni sem gerir mér kleift að fylgjast með þróuninni í hinum hraða og síbreytilega heimi markaðssetningar á netinu, ekki síst samfélagsmiðla og efnismarkaðssetningar.

Hér er listi yfir topp 11 staðina þar sem ég sanka að mér markaðsþekkingu dags daglega:

Derek Halpern með Social Triggers er snillingur í markaðssetningu og fjallar mestmegnis um sálfræðina á bak við markaðssetningu á netinu. Hlaðvarpið hans er alltaf það fyrsta sem ég hlusta á áður en ég tjékka á nokkrum öðrum þar sem hann er alltaf með frábæra gesti úr fræðaheiminum og viðskiptalífinu.

Neil Patel með Quicksprout bloggið er snilli í öllu sem viðkemur markaðssetningu á netinu og það kemur ekki einn einasti blogg póstur frá honum sem er ekki stútfullur af gagnlegum upplýsingum. Ef eitthvað er þá fær maður of mikið af upplýsingum – en maður getur alltaf treyst því að þær séu pottþéttar.

Amy Porterfield er Facebook gúrúinn minn svo ég fylgist vel með henni í tengslum við þau mál. Hún er bæði með blogg og hlaðvarp og fær oft til sín góða gesti. Í gegnum tíðina hefur maður skráð sig á ótal frí vefnámskeið hjá hinum og þessum og oft séð eftir tímanum – en það hefur aldrei gerst með Amy. Hún klikkar ekki ;)

HubSpot er óþrjótandi hafsjór af fróðleik og þekkingu í kringum “inbound marketing”, þ.e. markaðssetningu sem dregur að – sem er akkúrat sú markaðssetning sem ég vil stunda og hvet mína viðskiptavini til að stunda. Bloggið er flott og safnið þeirra af ýmsum fróðleik og gögnum varðandi markaðssetningu ekki síðra.

Digiday er vefmiðill helgaður vefmiðlun, markaðssetningu og auglýsingum og þar eru oft alveg hrikalega flottar greinar. Vel þennan miðil fram yfir marga aðra vel þekkta á markaðnum.

SocialMouths er bloggið hjá Francisco Rosales, blöndu af Ítala og Guatemalabúa sem býr í LA. Hann fjallar um blogg, samfélagsmiðla, efnismarkaðssetningu, markaðssetningu í gegnum tölvupóstlistann og “conversion” – þ.e. að ná viðskiptunum. Það er alltaf djúsí “stuff” í því sem hann sendir frá sér.

KISSmetrics er greiningartól fyrir netmarkaðssetningu og þeir halda út mjög góðu bloggi um greiningar, markaðsmál og prófanir. Oft mjög góðar greinar þarna og gagnlegar.

Social Media Examiner er mjög þekkt samfélagsmiðlablogg og þarna er hafsjór af upplýsingum og efni. Þú verður ekki svikinn. Þeir eru líka með hlaðvarp.

Fyrir þá sem vilja kafa meira í efnismarkaðssetningu:

Buffer bloggið er frá Buffer appinu sem er samfélagsmiðlastjórnborð. Þeir blogga um samfélagsmiðla og tengt efni og þarna eru oft mjög góðir póstar.

Copyblogger eru gamlir refir í efnismarkaðssetningu og þarna er gríðarlegur hafsjór af fróðleik varðandi hana og tengd efni s.s. textaskrif, samfélagsmiðla, leitarvélabestun, markaðssetningu með tölvupóstlistanum og markaðssetningu á netinu almennt.

Content Marketing Institute fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um efnismarkaðssetningu og tengt efni. Þarna finnurðu mjög gott efni um það.

Njóttu vel og þú mátt endilega segja mér hvernig þú fílar þetta ;)   – já og ef þú lumar á einhverjum uppáhalds sem þú vilt deila með fólki, endilega gerðu það! :)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: efnismarkaðssetning, Facebook, póstlistinn, samfélagsmiðlarnir

Notaðu hópa á netinu til að rækta sambandið við viðskiptavinina þína

Við höfum öll heyrt þá klisju að það sé auðveldara að halda í núverandi viðskiptavini en að finna nýja. Og það er alveg rétt. Við eigum það samt til að gleyma þessu og vanrækja þá viðskiptavini sem við höfum nú þegar á meðan við bjóðum nýjum viðskiptavinum brjálæðisleg tilboð og veitum þeim alla okkar athygli.

Lengi hef ég verið á leiðinni að tækla þessi mál betur hjá mér og finna leiðir til að halda betur sambandi við “gamla” viðskiptavini. Mig langar að segja þér aðeins frá svolitlu sem ég er að gera í því – kannski er þetta eitthvað sem þú getur nýtt hjá þér ;)

Ég kaupi mjög mikið orðið af vefnámskeiðum. Ég hef t.d. keypt námskeið um Facebook markaðssetningu, LinkedIn, Pinterest, tölvupóst, vídeó, netmarkaðssetningu almennt o.fl. o.fl. Mér finnst þetta frábær leið af svo mörgum ástæðum. T.d. að ég þarf ekki að vera ákveðnum stað á ákveðnum tíma til að læra, ég get alltaf farið yfir hlutina aftur ef ég þarf og maður fær góðar skref-fyrir-skref leiðbeiningar. Eitt af því sem er mjög algengt að boðið sé upp á er aðgangur að lokuðum Facebook hóp þar sem þátttakendur geta rætt saman, spurt hvern annan og svarað og bara almennt hjálpað. Kennarinn kemur líka reglulega inn og svara spurningum. Það þýðir að ekki bara hefur maður aðgang að öllu efninu alltaf hreint, heldur hefur maður alltaf einhvern sem maður getur spurt. Auðvitað gildir líka að maður verður að hjálpa til sjálfur – það þýðir ekki bara að taka taka og taka – maður verður jú líka að gefa.

Annað sem svona hópur gerir fyrir þann sem býður upp á vefnámskeiðið er að þetta gerir honum kleift að eiga í áframhaldandi samskiptum við viðskiptavini sína og byggja þannig upp frekari sambönd.

Ég er lengi búin að vera að spekúlera í þessu sem leið til að halda sambandi við viðskiptavini og nú ætla ég að skella mér í það í tengslum við Bootcampið mitt sem byrjar í næstu viku að vera með svona hóp á Facebook. Ég ákvað hinsvegar að bjóða ekki bara þeim sem eru í Bootcampinu núna að vera með, heldur sendi ég tölvupóst á eldri MáM-ara og bauð þeim að vera með. Mig langar að byggja upp öflugan hóp MáM-ara á netinu, sem getur stutt við hvern annan og deilt ráðum og hugmyndum – eitthvað miklu meira og stærra en ég get bara ein og sjálf. Viðtökurnar hafa verið frábærar og flestir búnir að melda sig að vera með. Ég er búin að vera að undirbúa hópinn og fer að byrja að bæta fólki inn og hlakka mikið til að sjá hvernig þetta þróast. Ég vona að það verði líflegar og gagnlegar umræður og góð upplýsingaskipti þarna og ég mun sjálf gera mitt allra besta til að svo verði, með því að fara inn reglulega og taka þátt.

Hvernig gætir þú notað eitthvað svona til að halda áfram að rækta sambandið við viðskiptavinina þína? Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Býðurðu upp á fjármálaráðgjöf eða bókhald? Settu upp hóp með öllum viðskiptavinum þínum þar sem þeir geta skipst á ráðum. Farðu reglulega inn og svaraðu spurningum, deildu jafnvel með þeim gagnlegu efni, minntu þá á VSK gjalddaga, hin ýmsu skil í tengslum við bókhaldið og fjármálin o.s.frv.
  • Ertu einkaþjálfari? Vertu með viðskiptavinahóp þar sem fólk getur deilt uppskriftum, hvaða æfingar hafa verið að virka sérstaklega vel og jafnvel hvatt fólk til að deila árangurssögum. Svaraðu spurningum reglulega, hentu inn góðum uppskriftum, ráðleggingum og æfingum – eða bara skemmtilegu hvatningarefni, YouTube vídeói af stuðlagi á föstudegi eða hvað annað sem þér dettur í hug.
  • Rekurðu ferðaþjónustufyrirtæki og færð mikið af erlendum ferðamönnum til þín. Hafðu sérstakan hóp á Facebook fyrir “innvígða” – þá sem hafa komið til þín áður og hvettu þá til að deila myndum, sögum og ráðleggingum til hvers annars. Bættu fólki inn í hópinn um leið og þau bóka hjá þér, svo að upplýsingarnar og virknin þar geti gert þau enn spenntari fyrir því að koma. Vertu með gagnlegar upplýsingar þarna, notaðu myndaalbúmið og “files” til að setja inn hluti eins og hvað fleira er hægt að gera á svæðinu, kort, upplýsingar um gönguleiðir, opnunartíma sundlaugarinnar o.s.frv. o.s.frv. Vertu upplýsingamiðstöðin þeirra og staðurinn sem þau leita til að fá upplýsingar með því að deila upplýsingum og svara spurningum.

Það er hægt að gera þetta á ýmsan hátt. Þú getur notað Google Groups, LinkedIn groups, Google+ Community, eða Facebook groups. Þar sem flestir hérlendis eru á Facebook, þá er það sennilega sá kostur sem liggur beinast við.

Úff – þetta verður heilmikil vinna, hugsa ábyggilega sumir. Já og nei. Jú, það getur verið vinna að ná upp virkni í svona hóp, en það getur líka gefið rosalega mikið – mun meira en margt annað sem þú ert að eyða tíma og orku í. Mundu, það er ekki bara þú sem ert að gefa, heldur er fólk að gefa hverju öðru – og þú ert að gefa aðilum sem eru þegar farnir að þekkja þig. Þú ert þannig að styrkja sambandið enn frekar og auka líkurnar á endurteknum viðskiptum og því að þau vísi til þín nýjum viðskiptavinum.

Svo getur þetta líka bara verið svo assgoti gaman! :)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: efnismarkaðssetning, endurtekin sala, Facebook, markaðsferli, tilvísun

Að kenna viðskiptavininum – hvernig efnismarkaðssetning getur auðveldað þér viðskiptin ;)



Í síðustu viku sýndi ég upptöku af fyrirlestri sem ég var með hjá Nýsköpunarhádegi Klak Innovit um efnismarkaðssetningu. Eitt af því sem ég minntist á þar var hvernig efnismarkaðssetning getur gert sambandið við viðskiptavininn mun betra, með því að fræða hann…

Flest okkar kannast við erfiða viðskiptavini, hvort sem það er að selja þeim til að byrja með, eða að vinna með þeim. Það eru ýmsar ástæður fyrir því (sumir eru bara svona ;) en í mjög mörgum tilfellum er hægt að minnka erfiðleikastigið með efnismarkaðssetningu. Með því að fjalla um hluti í kringum það sem þú gerir og uppfræða viðskiptavininn geturðu verið búinn að fjarlægja mikið af vegatálmunum og jafnvel opna dyrnar að því að selja þeim hluti sem annars væri erfitt að selja þeim.
Það er sennilega best að sýna þetta með dæmum:
Með því að fjalla um hvernig góður undirbúningur getur leitt til betri vefsmíði og þess að verkinu lýkur fyrr og innan fjárhagsáætlunar getur vefstofa hvatt viðskiptavini sína til að þess að koma betur undirbúnir að borðinu. Hún getur m.a.s. verið búin að fræða viðskiptavininn um það í hverju sá undirbúningur felst.
Sama vefstofan getur líka verið búin að fjalla um mikilvægi leitarvélabestunar og efnismarkaðssetningar, og þannig undirbúið jarðveginn svo að auðveldara verður að sannfæra viðskiptavininn um að hann þurfi að nota þessi tól og jafnvel selja viðskiptavininum þjónustu í kringum það.
Snyrtistofa getur fjallað um hvernig hinar ýmsu meðferðir fara fram og kosti þeirra. Ef að ég er t.d. búin að lesa um hvað ég græði á því að koma reglulega í andlitsbað, í stað þess að koma bara af og til, þá er ég líklegri til að koma reglulega en ella.
Einkaþjálfari getur fjallað um kosti þess að æfa á þennan hátt frekar en hinn þannig að þegar viðskiptavinurinn kemur í þjálfun þá skilur hann af hverju verið er að velja þær æfingar sem valdar eru. Þá er viðskiptavinurinn ánægður og þjálfarinn þarf ekki að eyða tíma í að útskýra af hverju hlutirnir eru gerðir svona en ekki hinsegin.
Hönnuður eða listamaður getur sagt frá pælingunum að baki verkunum, af hverju þessi og hin efni eru valin, hvernig þau eru unnin og þannig vakið áhuga og sýnt fram á gæði og virði þess sem verið er að selja. Að ekki sé minnst á að leyfa fólki að kynnast sér, sem myndar mun sterkari og skemmmtilegri tengingu fyrir viðskiptavininn.
Sjálf finn ég að ef að einhver hefur samband við mig eftir að hafa verið á póstlistanum mínum í einhvern tíma, þá er allt allt annað að tala við og vinna með viðkomandi heldur en t.d. þegar einhverjum hefur verið vísað á mig sem veit í rauninni ekkert um markaðsmál og hefur ekki fylgt mér áður. Þá veit sá hinn sami ekkert hvernig ég vinn og í markaðsmálunum er það oft svo að þegar fólk hefur ekki þekkingu á þeim, þá heldur það að hægt sé að smella fingrum og láta hluti gerast án nokkurrar fyrirhafnar – sem þú veist, af því þú lest pistlana mína, að er ekki alveg málið. Hinsvegar er hægt að gera hluti án mikils fjármagn og ná meiri árangri með því að vita hvað maður gerir, ó já, en þú uppskerð eins og þú sáir. Markaðsmálin eru nebblega ansi misskilin, skal ég segja þér :)
Hvað myndir þú vilja að viðskiptavinir þínir vissu um það sem að þér snýr? Hvað myndi hjálpa þér að eiga við erfiða viðskiptavini? Hvað myndi hjálpa þér að selja vöruna þína eða þjónustu? Hvernig geturðu notað það í efnismarkaðssetningu?
Segðu frá áskorunum þínum í ummælunum og kannski get ég eitthvað hjálpað ;)
 
Með því að þekkja markhópinn þinn almennilega geturðu betur skilið hvað þú þarft að segja og gera til að fá hann í viðskipti. Þess vegna er markhópagreining svona mikilvægur hluti af MáM þjálfuninni.

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: efnismarkaðssetning, góðir viðskiptavinir, markhópagreining, markhópur, slæmir viðskiptavinir

Efnismarkaðssetning – hvað er nú það?

Í síðustu viku hélt ég fyrirlestur á Nýsköpunarhádegi Klaks Innovit um efnismarkaðssetningu. Ég hef skrifað töluvert um hana, en ég held að þeir sem hafa lesið það geti líka notið góðs af þessum stutta fyrirlestri.


Til að gera þetta enn betra var með mér Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, sem talaði um hvernig Hugsmiðjan notar efnismarkaðssetningu hjá sér, en þau kýldu á hana af fullum krafti eftir að við höfðum unnið saman stefnumótunarvinnu fyrir þau haustið 2012 og það er frábært að sjá hvað þau hafa náð góðum árangri með hana.


Endilega horfðu – og ég ætla svo að leggja aðeins meira út frá þessu í öðrum bloggpóstum ;)

Efnismarkaðssetning (e. Content marketing) – Nýsköpunarhádegi Klak Innovit og Landsbankans from Innovit TV on Vimeo.

Og ekki hika við að nota þessa fínu litlu takka hérna fyrir neðan til að deila boðskapnum ;)


Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: efnismarkaðssetning

Leiddu mig

Fyrir þá sem hafa fylgt mér í einhvern tíma er markaðsferlið ekkert nýtt. Ef þú ert ný(r), kíktu þá hér snöggvast ;)    Og fyrir þá sem lásu póstinn í síðustu viku, þá talaði ég um að eiga markaðsstarfið frekar en að leigja það, með því að nota auglýsingar og ýmislegt fleira til að ná fólki inn í ferli þar sem þú þarft síðan ekki að borga fyrir hvert einasta skipti sem þú vilt að fólk sjái þig eða komist í samband við þig.

Ég ætla að fjalla aðeins meira um það hvernig við getum gert þetta, þ.e. að eiga markaðsstarfið okkar, með því sem á engilsaxneskunni er kallað Lead Management en lead er mögulegur viðskipavinur í markaðsferlinu.

Ok, svona hef ég almennt sett markaðsferlið fram:

Ef við nú setjum það fram línulega (frá vinstri til hægri eins og gengur og gerist ;) þá getum við sett Lead Management ferlið samhliða markaðsferlinu og markaðsaðgerðir sem við getum notað í hverjum hluta:


Förum betur í gegnum þetta:

Lead Generation er einfaldlega að ná til fólks. Láta vita af okkur og vekja áhuga þeirra. Þarna geta auglýsingar virkað ágætlega, en önnur sterk tól eru m.a. leitarvélabestun (SEO) og efnismarkaðssetning, þar sem að gott og áhugavert efni vekur athygli og eykur vitund um þig, fyrirtækið þitt, vörur og þjónustu. Þarna getum við þurft að “leigja”, þ.e. að kaupa auglýsingar til að ná þessari fyrstu snertingu við mögulega viðskiptavini.

Lead Capture er að ná þeim inn í markaðsferlið þitt. Ná þeim inn þannig að þau skrái sig á póstlistann (túrbó markaðstól), fylgi á samfélagsmiðlunum og hvað annað sem þér dettur í hug þannig að þú sért búin að ná þeim á þitt svæði, þar sem þú þarft ekki lengur að leigja frá öðrum til að ná til þeirra. Það má deila um hvort samfélagsmiðlarnir eru slíkt svæði, en það lækkar a.m.k. leiguna verulega ef maður nær fólki inn á samfélagsmiðlana því það er almennt ódýrara að auglýsa á fylgjendur sína en þá sem maður ætlar að ná til nýrra á samfélagsmiðlunum.

Lead Nurturing snýst allt um að rækta og byggja upp sambandið. Notaðu markaðsaðgerðirnar sem þú átt, eins og póstlistann, til að gera þetta og þarna kemur efnismarkaðssetningin sterk inn, bæði til að fá fólk til að líka við þig og til að byggja upp traust. Þetta tekur tíma. Fólk er ekkert tilbúið að kaupa af þér strax.

Spáðu aðeins í þetta. Þú getur verið mjög góður í fyrstu tveimur hlutunum, að ná til fólks og fá það inn til þín, en ef það er ekki þess virði að vera memm þegar inn er komið þá er fólk fljótt að fara aftur. Þess vegna skiptir það öllu máli hvað þú gerir í því að rækta sambandið – efnismarkaðssetning er lykilatriði þarna. Annars er þetta svona svolítið eins og liðið sem hangir á skemmtistaðagötunum á sólarströndum og nær þér inn inn á staðinn með gylliboðum – svo þegar þú kemur inn er staðurinn tómur!

Lead Conversion snýst um að gera þessa aðila að viðskiptavinum. Hingað til höfum við bara verið að rækta sambandið, leyfa þeim að kynnast okkur, kynnast þeim betur og þarna þarf tól til að breyta þeim í viðskiptavini með því að fá þá til að kaupa. Þarna þarftu að gefa þeim tækifæri til að prufa vöruna þína eða þjónustu og minnka áhættuna sem fólk upplifir – fólk upplifir alltaf áhættu þegar það kaupir. Það þarf líka að ýta við fólki með einhverjum hætti til að taka skrefið núna, ekki á morgun eða næsta ári.

Ongoing Lead Management snýst um að halda sambandinu áfram, í gegnum þessa miðla sem þú átt, og stuðla þar með að því að fólk skipti við þig aftur og að það vísi til þín frekari viðskiptum. Þarna gildir margt það sama og um lead nurturing en einnig meira til, s.s. eins og að vera með efni og upplýsingar fyrir þá sem hafa keypt af þér nú þegar, og vera með markaðsaðgerðir sem hvetja til tilvísana.

Farðu yfir það sem þú ert að gera í markaðsstarfinu þínu. Ertu að ná að leiða fólk í gegnum þetta ferli?

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: auglýsingar, efnismarkaðssetning, markaðsferli, póstlistinn, prufa, samfélagsmiðlarnir, tilvísun, traust, vitund

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • Next Page »
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2023 Thoranna.is · Rainmaker Platform