Hefurðu séð nýju bókina mína, Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur's Map Through the Marketing Jungle? Því verður ekki neitað að hún er bleik :) Ég var að spjalla við vin minn á Facebook nýlega. Í stað þess að endursegja samtalið, þá ætla ég barasta að pósta því hér: Vinur minn: "Líst svakalega vel á bókina, kápan alveg SOLID og æsir upp forvitnina í manni. Bara eitt sem kom mér á óvart ... og ég er ennþá að reyna að ná utan um..." Ég: "Aha - hvað?" Vinur minn: "Kápan er svo rosalega BLEIK á litinn ... var það planið? :) " Ég: "Óóóóóóóóóóóóóóó já :) … [Read more...]
Stundum verður maður bara að reka viðskiptavinina!
Það er mikilvægt að finna rétta markhópinn fyrir þig, fólkið sem þú átt að vera að selja til. Ein besta leiðin til þess er að finna draumaviðskiptavininn. Þetta fólk sem þú algjörlega elskar að vinna með og fyrir. Hefurðu hinsvegar nokkurn tímann hugsað út í hversu mikilvægt það er að vita hverjum maður vill ekki vinna með eða fyrir? Það er jafn mikilvægt í markaðssetningu að fæla frá þá viðskiptavini sem þú vilt ekki, eins og að draga að þá sem þú vilt fá. Og það getur þýtt að þú þurfir hreinlega að reka viðskiptavini! Nú hugsarðu kannski: "Jæja, nú er hún endanlega orðin rugluð!" … [Read more...]
Draumaviðskiptavinurinn – finndu besta markhópinn fyrir þig!
Það getur verið að við séum fyllilega búin að gera okkur grein fyrir því hversu mikilvægt er að reyna ekki að markaðssetja til allra. Vandmálið hinsvegar er þá oft, hvernig í ósköpunum eigum við að vita hvað er besta fólkið fyrir okkur að markaðssetja til? Hvernig í ósköpunum átt þú að finna út hvað er besti markhópurinn fyrir fyrirtækið þitt?! - engjar áhyggjur - ég ætla að hjálpa þér að finna út úr því ;) Stærsta vísbendingin um hver besti markhópurinn þinn er liggur í núverandi viðskiptavinum þínum. Hugsaðu þig vel um. Hverjir eru bestu viðskiptavinirnir þínir í dag? Hvaða viðskiptavinum … [Read more...]
Þú getur ekki selt öllum – finndu markhópinn þinn!
Þegar eigendur minni fyrirtækja eru spurðir um markhópinn sinn, þá eru enn ansi margir sem svara því til að þeir selji barasta öllum. Sem er mjög skiljanlegt. Hver vill ekki að sem allra flestir kaupi vörurnar þeirra eða þjónustu? Ég skil þetta barasta ósköp vel. Stundum langar mann bara að standa úti á torgi og hrópa yfir allan heiminn hvað maður hefur að bjóða. Ég sjálf á það til að taka bara smá kast og hugsa - æi, ég hendi þessu bara þarna út á alla. Vandamálið er bara að það virkar ekki. Af hverju ekki? Spáðu aðeins í þessu. Það dúndrast á okkur hundruð ef ekki þúsundir … [Read more...]
5 leiðir til að spara meiri tíma í markaðssetningu
Þessi blessaður tími! - okkur vantar alltaf meira af honum! “Time is on my side” sungu Rolling Stones. Svei mér þá, ég held þeir séu þeir einu sem það á við um! Alveg sama við hvern maður talar, hvert maður snýr sér og hvað maður gerir, það hefur enginn tíma. Í sumar hef ég gert tvær kannanir meðal fólks í fyrirtækjarekstri og rauði þráðurinn, gegnumgangandi er að fólk vantar tíma. Það hefur ekki tíma í markaðsstarfið, það hefur ekki tíma til að læra að gera markaðsstarfið hagkvæmara þannig að það nái meiri árangri með það á minni tíma. Það hefur ekki tíma til að vera til! Úff, ég … [Read more...]
- 1
- 2
- 3
- 4
- Next Page »