Í nóvember og desember fæ ég oft símtöl eða tölvupósta frá fólki í kvíðakasti, biðjandi mig um aðstoð við að selja vöruna þeirra eða þjónustu fyrir jólin. Svona ca. kerter í jól :) Svo ég ætla núna að skrifa bloggpóst til að fræða þig, og sem ég get hreinlega sent hlekk í næst þegar ég fæ svoleiðis beiðni :) Svarið er einfalt: “Því miður, ég get ekki hjálpað þér”. Það er ekki til nein töfralausn í markaðssetningu sem virkar á örfáum dögum eða vikum. Ef þú hefur ekki sinnt markaðsstarfinu þínu almennilega hingað til, byggt það upp og lagt inn í bankann, þá þýðir ekki að ætla að rjúka til … [Read more...]
Ég elska hann Pablo :)
Ég gekk einu sinni inn í verslun að leita að kuldabuxum á dóttur mína. Þegar ég kom inn var ekki nokkur sála sjáanleg. Eftir smá stund kemur fram maður og þegar ég spyr hann hvort hann eigi kuldabuxur á svona stelpuskottu þá bendir hann lufsulega út í eitt hornið og segir: "ef þær eru til þá eru þær þarna". Því næst tók hann upp dagblað og hóf að lesa það! Ég hvorki fann kuldabuxur, né, ef ég hefði fundið þær, held ég að ég hefði keypt þær. Ég meina - átti ég að gera þeim það til geðs að borga þeim peninga fyrir 0% þjónustu?Ég var í Ameríkunni núna í byrjun nóvember. Sem er sosum ekki í … [Read more...]
Af hverju dó Europris?
Munið þið eftir Europris? Þessum allt muligt verslunum sem maður fékk bæklinga frá inn um lúguna reglulega. Europris hætti starfsemi á Íslandi fyrir allnokkru síðan. Ég vil byrja á því að taka fram að ég veit alls ekki af hverju Europris hætti og þekki ekki til fyrirtækisins á nokkurn hátt annan en að hafa fengið bæklingana þeirra inn um lúguna og hafa farið nokkrum sinnum þarna inn. Hinsvegar hef ég mínar theoríur og mig langar að nota þær til að undirstrika ákveðna hluti sem skipta máli í markaðsmálunum. Ég er á því að vandamálið við Europris hafi verið að maður vissi aldrei hvað … [Read more...]
Kanntu að segja nei?
Við erum flest í hjarta okkar gott fólk. Flest okkar vilja allt fyrir alla gera og það er náttúrulega voðalega gott. En þegar kemur að fyrirtækinu þínu þá er það eiginlega barasta dauðasynd! Ha? Jú, sjáðu til. Í hverju ertu góð(ur)? Af hverju? Það er venjulega þannig að maður er góður í því sem maður nýtur þess að gera og maður nýtur þess að gera það sem maður er góður í. Þetta helst í hendur – eggið og hænan. Svo stofnar maður fyrirtæki til að gera það sem maður er góður í. En það er ekkert auðvelt. Það er að mörgu að huga og það tekur tíma að byggja hlutina upp. Maður er mjög mjög mjög … [Read more...]
Hvar er þetta fólk eiginlega?!
Átti frábæran laugardag að mentorast á Startup Weekend Reykjavík. Mæli eindregið með því að allir kynni sér hana og séu með þegar tækifæri gefst til. Hún er almennt haldin í Reykjavík á haustin, en þú getur fundið Startup Weekend víðsvegar um landið á ýmsum tímum – og víðsvegar um heiminn.Þarna hitti ég fullt af flottu fólki að vinna að fullt af flottum verkefnum og ég er mjög spennt að fylgjast með framhaldinu. Ein af þeim sem ég talað við þarna var nýbúin í námi og var að hefja fyrstu skref í ráðgjafastarfsemi í sínu fagi. Hún hafði samviskusamlega lesið pistlana mína og gerði sér vel grein … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- …
- 26
- Next Page »