Þessi blessaður tími! - okkur vantar alltaf meira af honum! “Time is on my side” sungu Rolling Stones. Svei mér þá, ég held þeir séu þeir einu sem það á við um! Alveg sama við hvern maður talar, hvert maður snýr sér og hvað maður gerir, það hefur enginn tíma. Í sumar hef ég gert tvær kannanir meðal fólks í fyrirtækjarekstri og rauði þráðurinn, gegnumgangandi er að fólk vantar tíma. Það hefur ekki tíma í markaðsstarfið, það hefur ekki tíma til að læra að gera markaðsstarfið hagkvæmara þannig að það nái meiri árangri með það á minni tíma. Það hefur ekki tíma til að vera til! Úff, ég … [Read more...]
Hinir mörgu hattar fyrirtækjaeigandans!
Við sem eigum eða stýrum minni fyrirtækjum þekkjum þetta öll. Að vera með marga hatta á hverjum degi. Það er í mörg horn að líta og margt sem þarf að huga að, því að þó að fyrirtækið sé ekki stórt, þá er breiddin í verkefnunum oft jafn mikil og í stærri fyrirtækjum, en við erum ekki með sérstakan starfsmenn í hverri deild - hvað þá heila deild af fólki! Ef við bætist að vera frumkvöðull að byggja upp þitt eigið fyrirtæki, þá er auðvelt að detta í þá gryfju að finnast maður þurfa að gera allt sjálfur og vita allt, því að ef maður getur jú bjargað hlutunum sjálfur þá þarf maður ekki að borga … [Read more...]
Pissar þú í skóinn?
Ég er alsæl að bjóða velkominn gestabloggara á MáM bloggið. Þetta hefur staðið til lengi, en það er jú staðreynd að duglegt fólk sem hefur eitthvað að segja hefur líka mikið að gera og því hefur tekið sinn tíma að koma þessu af stað. Vonandi verður þetta bara fyrsti af mörgum skemmtilegum, áhugaverðum og gagnlegum gestabloggum. Í dag bloggar hún Halla Kolbeinsdóttir, viðskiptastjóri hjá Hugsmiðjunni, en við Halla kynntumst haustið 2012 þegar ég vann með Hugsmiðjunni í markaðsstefnunni þeirra. Síðan þá hafa þau bara verið að rokka sífellt feitar og feitar (bókstaflega - það er fullt af … [Read more...]
Af hverju dó Europris?
Munið þið eftir Europris? Þessum allt muligt verslunum sem maður fékk bæklinga frá inn um lúguna reglulega. Europris hætti starfsemi á Íslandi fyrir allnokkru síðan. Ég vil byrja á því að taka fram að ég veit alls ekki af hverju Europris hætti og þekki ekki til fyrirtækisins á nokkurn hátt annan en að hafa fengið bæklingana þeirra inn um lúguna og hafa farið nokkrum sinnum þarna inn. Hinsvegar hef ég mínar theoríur og mig langar að nota þær til að undirstrika ákveðna hluti sem skipta máli í markaðsmálunum. Ég er á því að vandamálið við Europris hafi verið að maður vissi aldrei hvað … [Read more...]
Kanntu að segja nei?
Við erum flest í hjarta okkar gott fólk. Flest okkar vilja allt fyrir alla gera og það er náttúrulega voðalega gott. En þegar kemur að fyrirtækinu þínu þá er það eiginlega barasta dauðasynd! Ha? Jú, sjáðu til. Í hverju ertu góð(ur)? Af hverju? Það er venjulega þannig að maður er góður í því sem maður nýtur þess að gera og maður nýtur þess að gera það sem maður er góður í. Þetta helst í hendur – eggið og hænan. Svo stofnar maður fyrirtæki til að gera það sem maður er góður í. En það er ekkert auðvelt. Það er að mörgu að huga og það tekur tíma að byggja hlutina upp. Maður er mjög mjög mjög … [Read more...]