Ein af ástæðunum fyrir því að ég varð ástfangin af markaðsfræðunum er að þegar ég var í MBA náminu þá áttaði ég mig á því að markaðsstarfið er hjartað í öllum fyrirtækjum. (Mundu að markaðsstarfið er ekki bara auglýsingar ;) Án markaðsstarfsins þá eru engin fyrirtæki. Þeir sem eru ekki inni á markaðslínunni þola oft ekki þegar við markaðsnördarnir tölum um að "bissness = marketing". En veistu, það er bara þannig :) Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta, svo ég ákvað að fá til liðs við mig tvo af uppáhalds gúrúunum mínum úr stjórnunar- og markaðsfræðunum til að koma til skila hversu … [Read more...]
5 leiðir til að spara meiri tíma í markaðssetningu
Þessi blessaður tími! - okkur vantar alltaf meira af honum! “Time is on my side” sungu Rolling Stones. Svei mér þá, ég held þeir séu þeir einu sem það á við um! Alveg sama við hvern maður talar, hvert maður snýr sér og hvað maður gerir, það hefur enginn tíma. Í sumar hef ég gert tvær kannanir meðal fólks í fyrirtækjarekstri og rauði þráðurinn, gegnumgangandi er að fólk vantar tíma. Það hefur ekki tíma í markaðsstarfið, það hefur ekki tíma til að læra að gera markaðsstarfið hagkvæmara þannig að það nái meiri árangri með það á minni tíma. Það hefur ekki tíma til að vera til! Úff, ég … [Read more...]
Er þetta öflugasta spurningin í markaðsstarfinu?
Við vitum öll að það er frábært ef viðskiptavinir eru ánægðir og segja öðrum frá okkur. Þeir sem heyra af okkur á þennan hátt eru mun líklegri til að eiga viðskipti við okkur, og fyrr, en þeir sem heyra af okkur eftir flestum öðrum leiðum. Við vitum líka að tilvísanir eru eitt af fáum tólum sem geta keyrt í gegnum alla hluta markaðsferlisins að sölu, jafnvel algjörlega án aðstoðar frá nokkru öðru (ja, þau okkar sem eru búin að horfa á þetta litla vídeó um markaðsferlið vita það klárlega ;) Það geta öll fyrirtæki, vörur og þjónusta notið góðs af tilvísunum á einhvern hátt, en almennt er það … [Read more...]
Get ÉG ábyrgst árangurinn ÞINN?
Það kemur oftar en ekki fyrir þegar maður ræðir við fólk sem er í leit að aðstoð við markaðsmálin að það er búið að prófa eitt og annað. Það er ekki ósjaldan sem fólk segir mér að það hafi nú auglýst í útvarpinu, eða keypt auglýsinu í blaðinu, og skilur ekkert af hverju það virkaði ekki. Svo réð það almannatengslastofu og því næst einhvern til að græja leitarvélarbestun og það bara skilur ekki að það sá engan varanlegan árangur - ef nokkurn. Svo kemur það til mín og leitar ráða og oftar en ekki spyr það hvenær það geti búist við að sjá árangur af vinnunni. Því hann þarf helst að sjást á … [Read more...]
Markaðsmálin eru mikilvæg!
Fyrsta vídeóið í MáM blogginu fjallar um mikilvægi markaðsstarfsins fyrir árangur fyrirtækisins þíns og að taka frá tíma fyrir það. … [Read more...]