This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for markaðsferli

Að leigja eða eiga markaðsstarfið

Þeir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma gætu sakað mig um að vera á móti auglýsingum, svo mig langar aðeins að fjalla um þær í dag. Ég er alls ekkert á móti auglýsingum, per se. Ég hinsvegar vil, í öllum tilfellum, nota þær markaðsaðgerðir sem henta best viðkomandi aðila, markaði og brandi, og sem skila sem allra mestri arðsemi (mmmm skemmtilega bissnesslegt orð! :) - og sem hægt er að sýna fram á að skili þeirri arðsemi og árangri. Því miður erum við allt allt of oft að nota auglýsingar bara út í loftið og ekki að hugsa nógu vel út í hvað við viljum að þær geri og mæla hvort þær … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur, auglýsingar, efnismarkaðssetning, Endurtekning, markaðsferli, markhópagreining, mælingar, samfélagsmiðlarnir, vitund

Ætlarðu að skilja peningana eftir á borðinu?

Af einhverjum ástæðum hefur efnismarkaðssetning (e. content marketing) verið mér extra hugleikin síðustu daga, núna síðast bara fyrr í dag þegar ég hélt erindi um markaðssetningu á netinu fyrir Ský (Skýrslutæknifélag Íslands - sem ætti eiginlega að heita Upplýsingatæknifélag Íslands :) Ég er líka að endurvinna fjórða hluta MáM grunnþjálfunarinnar sem fjallar um val á markaðsaðgerðum og samspil þeirra til að ná sem mestum árangri. Stundum veit maður eitthvað, en eitthvað verður til þess að virkilega hamra hlutina inn (ég er viss um að þú kannast við þetta) og á meðan ég hef verið að endurvinna … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Content, efnismarkaðssetning, Facebook, lykilorð, markaðsferli, póstlistinn, samfélagsmiðlarnir, vefsíðan

Því miður, ég get ekki hjálpað þér…

Í nóvember og desember fæ ég oft símtöl eða tölvupósta frá fólki í kvíðakasti, biðjandi mig um aðstoð við að selja vöruna þeirra eða þjónustu fyrir jólin. Svona ca. kerter í jól :)  Svo ég ætla núna að skrifa bloggpóst til að fræða þig, og sem ég get hreinlega sent hlekk í næst þegar ég fæ svoleiðis beiðni :) Svarið er einfalt: “Því miður, ég get ekki hjálpað þér”. Það er ekki til nein töfralausn í markaðssetningu sem virkar á örfáum dögum eða vikum. Ef þú hefur ekki sinnt markaðsstarfinu þínu almennilega hingað til, byggt það upp og lagt inn í bankann, þá þýðir ekki að ætla að rjúka til … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Endurtekning, líka við, markaðsferli, prufa, sala, vitund

Ekki byggja á sandi

Efnismarkaðssetning getur verið gríðarlega sterkt tól fyrir minni fyrirtæki. Það tekur jú tíma og vinnu, en ekki svo mikla beinharða peninga – jafnvel enga  – en hún krefst þess hinsvegar að þú sért búinn að vinna grunnvinnuna þína vel. Ef þú veist ekki til hverra þú ætlar að höfða og ef þú þekkir ekki áhorfendur eða lesendur, hvernig ætlarðu þá að gera efni sem að þeir hafa áhuga á? Hvernig veistu hvar best er að deila efninu með þeim? Hvernig veistu hverskonar efni þau eru líklegust til að vilja sjá; texta, vídeó, myndir o.s.frv. Þú vilt heldur ekki bara tala um það sem þú gerir, þú … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Brand, efnismarkaðssetning, markaðsferli, markhópur, samkeppni

Komdu þér að efninu! ;)

Markaðsstarf er að breytast. Það hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu 10-20 árum.  Með tilkomu internetsins, samfélagsmiðla, snjallsíma o.fl. snýst markaðsstarf sífellt minna um einhliða útsendingar á kynningar efni og meira um að draga fólk til sín. Markaðsstarf snýst minna um að grípa fólk en meira um að vera til staðar og vera á réttum stað þegar fólk leitar eftir einhverju sem tengist því sem þú hefur að bjóða. Markaðsstarf snýst minna um að ýta hlutum upp á fólk og meira um að laða fólk að sér. Á ensku er gjarnan talað um að við séum að færast frá outbound marketing yfir í … [Read more...]

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: blogg, efnismarkaðssetning, markaðsferli, samfélagsmiðlarnir

  • « Previous Page
  • 1
  • 2
  • 3
  • Next Page »
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

© 2025 Thoranna.is · Rainmaker Platform

Privacy Policy