Ætlaði að skrifa einhvern rosalega djúpan bloggpóst í dag og eitthvað en veistu, ég er eiginlega bara óvinnufær vegna fiðrildamergðarinnar í maganum á mér! Akkuru? Jú, af því að í dag kemur nýja bókin mín út! Það er alveg magnað hvað maður getur orðið skíthræddur við að sýna umheiminum það sem maður hefur fram að færa. En veistu, ég er búin að ákveða að segja bara "skítt með það!". Þeim sem líkar bókin, líkar hún, og þeim sem ekki líkar hún, líkar hún ekki. Og það er barasta allt í lagi. Því að maður getur aldrei verið fyrir alla. Sumir eiga eftir að fíla hana í botn og fá mikið gagn út úr … [Read more...]
Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)
Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum - þú manst eftir henni ;) Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja "in perfect harmony" :) Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :) Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :) ... en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að … [Read more...]
Tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld – hvernig getum við fengið meira af honum?!
Við þekkjum þetta öll - það eru einfaldlega ekki nógu margir tímar í sólarhringnum. Hinsvegar vitum við líka að þetta er ekkert líf. Endalaust stress, alltaf að flýta sér, aldrei að geta verið í núinu og - það sem getur drepið reksturinn okkar - að geta aldrei sinnt því mikilvæga því að við erum á haus að slökkva elda og sinna þessu áríðandi. Sl. sumar gerði ég tvær kannanir þar sem kom berlega í ljós að stærstu hindranirnar fyrir því að fólk tæki markaðsmálin sín föstum tökum eru tími og peningar. Ég veit að ég get tæklað þetta með peningana - markaðsstarfið þarf nefnilega ekki á svo … [Read more...]
5 leiðir til að spara meiri tíma í markaðssetningu
Þessi blessaður tími! - okkur vantar alltaf meira af honum! “Time is on my side” sungu Rolling Stones. Svei mér þá, ég held þeir séu þeir einu sem það á við um! Alveg sama við hvern maður talar, hvert maður snýr sér og hvað maður gerir, það hefur enginn tíma. Í sumar hef ég gert tvær kannanir meðal fólks í fyrirtækjarekstri og rauði þráðurinn, gegnumgangandi er að fólk vantar tíma. Það hefur ekki tíma í markaðsstarfið, það hefur ekki tíma til að læra að gera markaðsstarfið hagkvæmara þannig að það nái meiri árangri með það á minni tíma. Það hefur ekki tíma til að vera til! Úff, ég … [Read more...]
Hinir mörgu hattar fyrirtækjaeigandans!
Við sem eigum eða stýrum minni fyrirtækjum þekkjum þetta öll. Að vera með marga hatta á hverjum degi. Það er í mörg horn að líta og margt sem þarf að huga að, því að þó að fyrirtækið sé ekki stórt, þá er breiddin í verkefnunum oft jafn mikil og í stærri fyrirtækjum, en við erum ekki með sérstakan starfsmenn í hverri deild - hvað þá heila deild af fólki! Ef við bætist að vera frumkvöðull að byggja upp þitt eigið fyrirtæki, þá er auðvelt að detta í þá gryfju að finnast maður þurfa að gera allt sjálfur og vita allt, því að ef maður getur jú bjargað hlutunum sjálfur þá þarf maður ekki að borga … [Read more...]