Oft þegar ég ræði við frumkvöðla og eigendur lítilla fyrirtækja verð ég vör við að hugtakið "brand" er svolítið á reiki. Það er sosum alls ekkert skrýtið. Þetta er einn af þessum hlutum sem markaðssérfræðingum hefur tekist að gera leyndardóms- og dularfullt með því að nota allskonar skrýtin orð og tala í hringi og rukka svo grilljónir fyrir þróun brand stefnu, uppbyggingu brandsins (helst með rándýrum auglýsingum), hönnun á brandútliti og allskonar svona fínerí. "Brand" er líka eitt af þessum hlutum sem við tengjum jafnan við stórfyrirtæki eins og Nike, Apple og Google en finnst kannski ekki … [Read more...]
Hvernig fylgist þú með samkeppninni þinni?
Í fyrri pósti held ég að mér hafi tekist að sannfæra fólk um nauðsyn þess að fylgjast með samkeppninni - eða hvað? ;) En það er ekki nóg að rannsaka þá bara með smásjá einu sinni og svo ekkert meira. Hlutirnir breytast og þróast hratt í nútímaheimi og þú þarft alltaf að vera með puttann á púlsinum. Það er mjög misjafnt hvað þú ert að skoða hjá samkeppninni eftir því í hvaða bransa þú ert, en það eru alltaf ákveðin kjarnaatriði á borð við: Hvað eru þeir að gera í markaðssetningu? Hvert virðast þeir stefna? Hvaða markhópum eru þeir að einbeita sér að? Hversu stórir eru þeir … [Read more...]
Af hverju þarftu að vita eitthvað um samkeppnina þína?!
Nýlega átti ég fund með forystumanni íslensks sprotafyrirtækis sem stefnir hátt og lofar góðu. Þegar ég spurði hann hvernig samkeppnisaðilar þeirra gerðu hlutina sagði hann að honum væri alveg sama um samkeppnina, þau vildu bara einbeita sér að því sem þau væru að gera. Ég skil það alveg. Ekki eyða of mikilli orku í hina. Vandamálið er hinsvegar að þú ert að reyna að fá fólk til að kaupa af þér frekar en einhverjum öðrum. Ef þú veist ekki hvaða valmöguleikum fólk stendur frammi fyrir og hvaða kosti það er að bera saman, hvernig geturðu mögulega fengið fólk til að skilja að það sem þú býður … [Read more...]
Stundum verður maður bara að reka viðskiptavinina!
Það er mikilvægt að finna rétta markhópinn fyrir þig, fólkið sem þú átt að vera að selja til. Ein besta leiðin til þess er að finna draumaviðskiptavininn. Þetta fólk sem þú algjörlega elskar að vinna með og fyrir. Hefurðu hinsvegar nokkurn tímann hugsað út í hversu mikilvægt það er að vita hverjum maður vill ekki vinna með eða fyrir? Það er jafn mikilvægt í markaðssetningu að fæla frá þá viðskiptavini sem þú vilt ekki, eins og að draga að þá sem þú vilt fá. Og það getur þýtt að þú þurfir hreinlega að reka viðskiptavini! Nú hugsarðu kannski: "Jæja, nú er hún endanlega orðin rugluð!" … [Read more...]
Hverjir eru þetta? Skilgreindu markhópana með meira en bara tölum og hörðum skilgreiningum!
Í fyrri póstum höfum við skoðað af hverju þú getur ekki selt öllum og hvernig þú getur fundið drauma viðskiptavininn þinn, og þar með besta markhópinn eða bestu markhópana fyrir þig að einbeita þér að. En hvernig skilgreinum við svo þessa markhópa? Klassíska leiðin er að skilgreina þá lýðfræðilega og landfræðilega, eftir hlutum eins og aldri, kyni, tekjum, menntunarstigi o.s.frv. Í sumum tilfellum á þetta algjörlega við, en í öðrum skiptir þetta bara alls engu máli! Hvort sem lýðfræði eða landafræði á við hjá þér eða ekki, þá muntu alltaf þurfa að fara dýpra og læra meira um þá sem þú ert … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- …
- 26
- Next Page »