This website or its third-party tools use cookies which are necessary to its functioning and required to improve your experience. By clicking the consent button, you agree to allow the site to use, collect and/or store cookies.
Please click the consent button to view this website.
I accept
Deny cookies Go Back

Thoranna.is

Marketing Consultation and Planning on the Digital Spectrum

  • Heim
  • Blogg
  • Ráðgjöf
  • Samstarf
  • Fyrirlestrar & fræðsla
  • Um
  • Samband
  • EN
You are here: Home / Archives for Thoranna

Hvað eru markaðsmál?

Mjög oft þegar ég er í ráðgjöf eða að kenna þá finn ég að hugtakið markaðsmál er á reiki hjá mörgum. Það er ósköp skiljanlegt. Við markaðsfólkið erum svolítið eins og iðnaðarmennirnir og erum ekkert dugleg að markaðssetja okkur sjálf.

Þessvegna setti ég saman þennan litla glærupakka bara svona til að reyna að ná okkur öllum á sömu blaðsíðu – og að hjálpa að bæta ímynd okkar markaðsfólksins – við erum nefnilega ekki með horn og hala og öll eins og við séum að selja lélega notaða bíla ;)

 

Hvað eru markaðsmál? from Thoranna Jonsdottir, MBA

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: markaðsmál

Fiðrildin á leið á toppinn…

Ætlaði að skrifa einhvern rosalega djúpan bloggpóst í dag og eitthvað en veistu, ég er eiginlega bara óvinnufær vegna fiðrildamergðarinnar í maganum á mér! Akkuru? Jú, af því að í dag kemur nýja bókin mín út!

Það er alveg magnað hvað maður getur orðið skíthræddur við að sýna umheiminum það sem maður hefur fram að færa. En veistu, ég er búin að ákveða að segja bara “skítt með það!”. Þeim sem líkar bókin, líkar hún, og þeim sem ekki líkar hún, líkar hún ekki. Og það er barasta allt í lagi. Því að maður getur aldrei verið fyrir alla. Sumir eiga eftir að fíla hana í botn og fá mikið gagn út úr henni. Aðrir eiga eftir að hafa einhverjar aðrar skoðanir á henni.

Þá er rosalega gott að muna það sem Don Miguel Ruiz skrifaði í frábærri bók sem heitir “The Four Agreements”, og ég mæli eindregið með því að lesa (já, og þakkir til Þórunnar vinkonu minnar fyrir að benda mér á hana :)  : “Don’t take anything personally”. Það er nefnilega þannig að það sem manneskjan hugsar, segir og gerir snýst í rauninni aldrei um aðra, það snýst um hana sjálfa. Fólk sér og dæmir hluti út fá sínum eigin raunveruleika, sinni upplifun og reynslu, engra annarra, og það er eitthvað sem þú getur ekki verið að spá í. Ef fólki líkar ekki það sem ég geri, þá er það barasta þeirra mál en ekki mitt.

Annar góður frasi sem mér finnst gott að minna mig á af og til er: “Þegar fíflunum fjölgar í kringum þig, líttu í eigin barm”. Ég stend mig stundum að því að hugsa eitthvað miður gott um annað fólk – við gerum það ábyggilega öll einhvern tímann – en ég er farin að verða nokkuð góð í að stoppa mig af og hugsa “af hverju er ég að hugsa þetta?” og undantekningarlaust hefur ástæðan ekki með viðkomandi að gera, heldur mig. Mig og mitt óöryggi. Og þannig er því eflaust líka varið með aðra.

Góð vinkona mín sagði einu sinni við mig að það sem fólk, sem nyti almennt velgengni væri hræddast við, væri að standa eitt eftir á toppnum. Að þora að skara fram úr. Að skilja hina eftir sem ekki stefni svo hátt. Mig langar að trúa því að við fögnum þeim sem stefna á toppinn og komast þangað. Ég er ótrúlega stolt af mörgum af mínum vinum, fjölskyldu og viðskiptavinum sem hafa og eru að ná frábærum árangri í því sem þau eru að gera. Hér eru nokkur dæmi:

Eyrún vinkona mín í RóRó, sem er núna á Indiegogo með Lúllu dúkkuna sína og gengur rosa vel. Vantar bara herslumuninn að hún nái markmiðinu sínu (endilega leggið henni lið hér). Frábær manneskja með frábæra vöru sem á eftir að breyta lífi margra fjölskyldna í framtíðinni.

Rúna vinkona mín sem gaf út sína bók fyrr í haust, Branding Your X-Factor, og jetsettast um allan heim til að vinna með forsetum, og funda með stjórnendum stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Hún er ein af þessum manneskjum sem lyftir öllum í kringum sig upp á hærra plan og er sko ekki feimin við að styðja sitt fólk á toppinn.

Rakel Sölvadóttir, frumkvöðull í Skema og brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn og unglinga. Það sem hún er að gera hér heima og með reKode úti í Bandaríkjunum er magnað og forréttindi að fá að fylgjast með úr stúkusæti.

Ég gæti haldið áfram að telja upp magnaða einstaklinga að gera ótrúlega flotta hluti en þessi póstur er þegar orðinn ansi langur á persónulegu nótunum ;)

Fögnum þeim sem stefna hátt og ætla sér á toppinn. Það er fólkið sem getur gert heiminn að betri stað.

Ég viðurkenni það alveg að mig langar á toppinn. Mig langar að lifa góðu lífi af því að vinna með fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera og vill byggja upp spennandi og áhugaverð fyrirtæki sem skipta máli. Mig langar að skrifa bækur, halda námskeið, fyrirlestra og vinnustofur út um allan heim og þessi bók sem kemur út í dag er liður í þeirri vegferð. Ég vona að sem flestir fagni henni, nái sér í eintak og njóti góðs af. Hún er m.a.s. frí á rafrænu formi á Amazon fram á sunnudag – og þú getur fengið Kindle lesara app í öll helstu tæki ;)   Þú finnur allar upplýsingar hér: https://thoranna.is/marketinguntangledbook/

P.s. Þú ert líklega að spyrja þig núna “hvað í ósköpunum hefur þetta að gera með markaðsmál?” – ja, þetta var bara svona smá persónuleg tjáning hjá mér á degi þar sem ég á erfitt að einbeita mér vegna spennings, en veistu, þetta hefur nefnilega heilmikið með markaðsmál að gera. Þau fyrirtæki sem ná árangri á markaði, sem ná árangri í markaðsmálunum, það eru fyrirtækin sem eru óhrædd við að standa upp úr, stefna á toppinn og standa fyrir eitthvað. Hugrekki er nefnilega öflugt vopn í markaðsstarfinu, svo þegar maður fer að spá í þetta, þá er þessi póstur barasta akkúrat spot on fyrir markaðsmálin ;)

Megir þú ná á þann topp sem þig langar að ná á – og ef ég get hjálpað þér að komast þangað þá er það barasta ennþá betra!

xo
Þóranna

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur, ástríða, framtíðarsýn, hugrekki

Þorirðu að vera bleik(ur)?!

þorirðu að vera bleik(ur)? - thoranna.is

Hefurðu séð nýju bókina mína, Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur’s Map Through the Marketing Jungle? Því verður ekki neitað að hún er bleik :)

Ég var að spjalla við vin minn á Facebook nýlega. Í stað þess að endursegja samtalið, þá ætla ég barasta að pósta því hér:

Vinur minn: “Líst svakalega vel á bókina, kápan alveg SOLID og æsir upp forvitnina í manni. Bara eitt sem kom mér á óvart … og ég er ennþá að reyna að ná utan um…”

Ég:  “Aha – hvað?”

Vinur minn:  “Kápan er svo rosalega BLEIK á litinn … var það planið? :) “

Ég: “Óóóóóóóóóóóóóóó já :) “

Vinur minn:  “Ó … Hélt ‘etta væri kannski mistök í prentsmiðjunni… djóóóóóók :) “

Ég:  “Eins og ég – big, bold and unapologetic ;)  “

Vinur minn:  “Samfella í öllum skilaboðum frá þér. Þóranna … bleika brandið!”

Ég: “Fer ekki framhjá neinum og fælir frá þá sem myndu aldrei fíla mig hvort eð er og ég nenni ekki að vinna með ;)  “

Vinur minn: “Ha ha ha … gott að sía það lið út strax á fyrsta degi!”

Ég: “Yep – eitt það dýrmætasta sem ég hef lært í business er að þekkja þá sem eru ekki “good business” og fæla þá strax frá. Það fer svo mikill tími og orka í að tala við þau. “I don’t mean to be evil or anything” :)   Nei, en grínlaust, það fer allt of mikill tími í fólk sem ekki er rétt fyrir mann og með því að koma bara með hlutina út strax þá sparar maður öllum tíma og hausverk :)  “

Vinur minn: “Ég er alveg sammála þér.”

Ég:
“Ehaggi … þetta er tricky og eitthvað sem er bara hægt að læra – maður getur ekkert séð þetta nógu vel fyrir.”

Vinur minn: “Ég er að læra að þekkja merkin á svona “tirekickers”… sumir gefa frá sér svona “ætli ég þurfi ekki að skoða þessi mál eitthvað” vibe… það vekur ekki upp tiltrú að viðkomandi setji sig í gírinn og komi einhverju markvissu í verk.”

Ég: “Ég þoli einmitt ekki “tire kickers”.”

Þó að margir séu ekki tilbúnir að segja það upphátt, þá eru margir sem skilja nákvæmlega hvað við eigum við í þessu samtali. Ég er mjög oft spurð af hverju ég valdi þennan sterka bleika lit, og hvort ég hafi ekki áhyggjur af því að það fæli fólk frá – og jafnvel hvort ég hafi ekki áhyggjur af því að hann verði til þess að karlmenn vilji ekki eiga viðskipti við mig. Mitt svar er einfalt: Ef bleiki liturinn er vandamál fyrir fólk þá kem ég til með að vera vandamál fyrir fólk. Því fólki á ég eftir að finnast ég of “in your face”, of orkumikil og of lífleg. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan lit er sú að hann er algjörlega táknrænn fyrir mig og gefur frá sér réttu merkin til fólks þannig að það fær strax á tilfinninguna hvernig ég er.

Hver ert þú og hvernig kemur þú því til skila til umheimsins þannig að þú laðir að þér fólkið sem þú vilt eiga viðskipti við og látir hina vita bara strax að þið passið ekki saman – og sparar þér og þeim þannig tíma? :)

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Branding, draumaviðskiptavinur, markhópur

Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)

Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum – þú manst eftir henni ;)   Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja “in perfect harmony” :)  Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :)

Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :)   … en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að kenna heiminum markaðsfræðin. Sérstaklega þeim sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem fyrirtækið er ekki bara fyrirtæki heldur stór partur af lífinu og tilverunni. Mig langar að kenna þeim markaðsfræðin sem stofna fyrirtæki af því að þá dreymir stóra drauma. Hverjir sem þessir draumar eru. Fyrir suma snýst þetta um frelsi, um að vera sinn eigin herra, að hjálpa fólki, og fyrir suma fyrst og fremst um peninga – það er svo margt sem liggur að baki. En það er semsagt það sem ég brenn fyrir. Mig langar að hjálpa til við að byggja upp fyrirtæki sem fólk elskar – sem fólk elskar að eiga viðskipti við en ekki síður fyrirtæki sem eigendurnir elska að reka. Syndin er að allt allt of mörg frábær fyrirtæki deyja vegna þess að það skortir þekkingu á markaðsmálunum. Og það viljum við ekki!

Markaðsmálin eru hinsvegar orðinn þokkalegur frumskógur! Ég er markaðsnörd. Ég nördast í markaðsmálunum allan daginn og ég verð m.a.s. stundum ringluð. Eftir að í bættist netið, samfélagsmiðlarnir, snjallsímar o.s.frv. o.s.frv. – eru möguleikarnir endalausir, tækifærin endalaus, og endalausir hlutir sem hægt er að klúðra. Svo ég tók mig til og skrifaði bók! Er það ekki það sem maður gerir þegar mann langar að kenna einhverjum eitthvað? ;)

Ég vona að þessi bók gefi þeim sem ekki eru sérfræðingar í markaðsmálunum góðan grunn sem þeir geta byggt markaðsstarfið á og hjálpi fólki að átta sig á þessu öllu saman. Það virðist bara hafa tekist nokkuð vel – ég hef a.m.k. fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim sem hafa fengið að lesa bókina nú þegar og þú getur séð ummæli frá sumum þeirra hér (þar sem þú getur líka náð þér í sýnishorn úr bókinni ;)  https://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Í bókinni er farið yfir þau fimm atriði sem liggja til grundvallar öflugu markaðsstarfi: markhópana, samkeppnina, brandið, markaðssamskipti (aðgerðirnar) og markaðskerfið. Svo er planið að kafa dýpra í hvert og eitt þessara fimm atriða í bókum sem koma út í framhaldinu og gefa þér þannig allt sem þú þarft til að taka þetta markaðsdót allt saman í nefið! :)

Ég vona að þú grípir þér eintak af sýnishorninu. Um leið og bókin kemur út þá læt ég þig vita og þá gætirðu nælt þér í hana frítt fyrstu dagana eftir að hún kemur út á Amazon. Gríptu sýnishornið, og fylgstu svo vel með tölvupóstinum þínum til að grípa frítt eintak! Ekkert nema gróði! ;)

Já og þeir sem næla sér í sýnishorn eru svo velkomnir í Marketing Untangled Series hópinn á Facebook þar sem við ræðum markaðsmálin. Ég kíki reglulega inn og tek þátt í umræðum og svara spurningum. Endilega komdu og vertu með!

Jæja – eigum við ekki að fara að rokka þessi markaðsmál?!

xo

Þóranna

p.s. hér er hlekkurinn aftur, bara svona til öryggis ;)  https://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: árangur, ástríða, markaðsmál, markaðssetning, samfélagsmiðlarnir, tæknin

Branding I: Hvað er brandið þitt?

Alveg sama hvað þú gerir eða gerir ekki í markaðsmálunum, hvort sem þér líkar það betur eða verr, hvort sem þú áttar þig á því eða ekki, og hvort sem þú tekur meðvitaðar ákvarðanir um að skapa það og stýra því eða ekki – þú ert alltaf með brand.

Ef þú ert ekki með á hreinu hvað brand er, þá er gott að smella hér og tjékka á því, en í grundvallaratriðum er brand það sem kemur upp í huga fólks og þær tilfinningar sem vakna þegar það sér eða heyrir af einhverju, hvort sem það er fyrirtæki, vara, þjónusta eða persóna. Brand er alltaf til staðar, vegna þess að bara að nefna eitthvað einu orði mun alltaf kveikja einhverjar hugsanir og tilfinniningar, alveg sama hversu lítið eða mikið fólk veit um það.

Spáðu í það. M.a.s. bara að heyra eitthvað nafn kveikir strax eitthvað. Nafn sem jafnvel er bara þrír stafir. Hver hefur ekki einhvern tímann sagt, eða heyrt einhvern segja, “Hann bara lítur ekki út eins og Jói” eða, “Jófríður – það hljómar eins og gömul kona!”. Jafnvel abstrakt orð kveikja hugsanir og tilfinningar. Þó það séu bara hljóð sem hafa enga vitræna þýðingu eins og hljóðlíkingarorð. Þau vekja samt hugsanir og tilfinningar. Þess vegna er alveg sama hversu mikið eða lítið fólk veit, sér eða heyrir af fyrirtækinu þínu, vöru, þjónustu eða bara þér sjálfri/sjálfum, það kvikna alltaf einhverjar hugsanir og tilfinningar.

Ætlarðu að treysta bara á guð og lukkuna?

Spurningin er þá: Ætlar þú bara að krossleggja fingurnar og vona að brandið sem vaknar hjá fólki sé brand sem að hjálpi þér og verði til þess að þau kaupi af þér? Eða viltu taka stjórnina og gera allt sem í þínu valdi stendur til að tryggja að brandið fái þau til að vilja kaupa af þér – og bara þér – og byggi þannig upp viðskiptatryggð sem verður til þess að viðskiptavinirnir fari ekki annað?

Hvað er brandið ÞITT?

Veistu hvert brandið þitt er?
Brand manns er nefnilega það sem aðrir segja að það sé – ekki það sem maður sjálfur segir. Áður en við getum farið að hafa áhrif á það hvað fólk hugsar og tilfinningar þeirra til okkar, þá verðum við að vita hvernig staðan er í dag. Ef við vitum ekki hvar við stöndum núna, hvernig getum við þá áttað okkur á hvernig við eigum að komast þangað sem við viljum fara? Og hvernig kemstu að því hvað brandið þitt er?

Markaðsrannsóknir. Farðu út og talaðu við fólk. Spurðu fólk hvað kemur upp í hugann og hvaða tilfinningar vakna þegar þú ert nefnd(ur), fyrirtækið þitt, varan þín eða þjónusta. Ég mæli reyndar með því að fá einhvern annan en akkúrat þig til að gera það, því að ef þú ert manneskjan á bak við brandið, þá er fólk ekki líklegt til að vera alveg hreinskilið við þig. Fólk vill jú ekki særa neinn og væri líklegt til að halda aftur af sér ef það hefur eitthvað neikvætt að segja. Og trúðu mér, þú vilt heyra þetta neikvæða. Ef þú veist ekki hvað þarf að laga, hvernig ætlarðu að laga það? Fáðu þess vegna hjálp frá öðrum. Það er allt í lagi þó þú hafir ekki efni á því að ráða fagfólk í verkið. Ég er viss um að þú getur fundið einhvern sem þú treystir til að hjálpa þér með því að fara þarna út og ræða við fólk um brandið þitt.

Hvernig viltu hafa brandið þitt?

Næst þarftu að ákveða hvert þú vilt fara þaðan. Hvað viltu að brandið þitt sé? Hvað viltu að fólk hugsi og hvernig viltu að því líði? Hver er munurinn á brandinu þínu í dag og því sem þú vilt að brandið þitt sé? Hvar skilur á milli? Hverju viltu breyta? Hvað er gott og þú vilt halda í og byggja frekar á?

Það er ekki fyrr en við vitum hvar við erum og hvert við viljum fara sem við getum farið að hugsa um hver besta leiðin til að komast þangað er. Og það er efni í heilan bloggpóst út af fyrir sig og meira til! Til að byrja með, finndu út hvert brandið þitt er og hugsaðu um hvernig þú vilt að það sé.

Endilega segðu mér hvernig þú vilt að brandið þitt sé í ummælunum hér fyrir neðan! 

Written by Thoranna · Categorized: íslenskt · Tagged: Brand, Branding, markaðsrannsóknir

  • « Previous Page
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • …
  • 26
  • Next Page »
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
  • Twitter

© 2022 Thoranna.is · Rainmaker Platform

Privacy Policy