Mjög oft þegar ég er í ráðgjöf eða að kenna þá finn ég að hugtakið markaðsmál er á reiki hjá mörgum. Það er ósköp skiljanlegt. Við markaðsfólkið erum svolítið eins og iðnaðarmennirnir og erum ekkert dugleg að markaðssetja okkur sjálf. Þessvegna setti ég saman þennan litla glærupakka bara svona til að reyna að ná okkur öllum á sömu blaðsíðu - og að hjálpa að bæta ímynd okkar markaðsfólksins - við erum nefnilega ekki með horn og hala og öll eins og við séum að selja lélega notaða bíla ;) Hvað eru markaðsmál? from Thoranna Jonsdottir, MBA … [Read more...]
Fiðrildin á leið á toppinn…
Ætlaði að skrifa einhvern rosalega djúpan bloggpóst í dag og eitthvað en veistu, ég er eiginlega bara óvinnufær vegna fiðrildamergðarinnar í maganum á mér! Akkuru? Jú, af því að í dag kemur nýja bókin mín út! Það er alveg magnað hvað maður getur orðið skíthræddur við að sýna umheiminum það sem maður hefur fram að færa. En veistu, ég er búin að ákveða að segja bara "skítt með það!". Þeim sem líkar bókin, líkar hún, og þeim sem ekki líkar hún, líkar hún ekki. Og það er barasta allt í lagi. Því að maður getur aldrei verið fyrir alla. Sumir eiga eftir að fíla hana í botn og fá mikið gagn út úr … [Read more...]
Þorirðu að vera bleik(ur)?!
Hefurðu séð nýju bókina mína, Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur's Map Through the Marketing Jungle? Því verður ekki neitað að hún er bleik :) Ég var að spjalla við vin minn á Facebook nýlega. Í stað þess að endursegja samtalið, þá ætla ég barasta að pósta því hér: Vinur minn: "Líst svakalega vel á bókina, kápan alveg SOLID og æsir upp forvitnina í manni. Bara eitt sem kom mér á óvart ... og ég er ennþá að reyna að ná utan um..." Ég: "Aha - hvað?" Vinur minn: "Kápan er svo rosalega BLEIK á litinn ... var það planið? :) " Ég: "Óóóóóóóóóóóóóóó já :) … [Read more...]
Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)
Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum - þú manst eftir henni ;) Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja "in perfect harmony" :) Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :) Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :) ... en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að … [Read more...]
Branding I: Hvað er brandið þitt?
Alveg sama hvað þú gerir eða gerir ekki í markaðsmálunum, hvort sem þér líkar það betur eða verr, hvort sem þú áttar þig á því eða ekki, og hvort sem þú tekur meðvitaðar ákvarðanir um að skapa það og stýra því eða ekki - þú ert alltaf með brand. Ef þú ert ekki með á hreinu hvað brand er, þá er gott að smella hér og tjékka á því, en í grundvallaratriðum er brand það sem kemur upp í huga fólks og þær tilfinningar sem vakna þegar það sér eða heyrir af einhverju, hvort sem það er fyrirtæki, vara, þjónusta eða persóna. Brand er alltaf til staðar, vegna þess að bara að nefna eitthvað einu orði … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- …
- 26
- Next Page »