Ein af ástæðunum fyrir því að ég varð ástfangin af markaðsfræðunum er að þegar ég var í MBA náminu þá áttaði ég mig á því að markaðsstarfið er hjartað í öllum fyrirtækjum. (Mundu að markaðsstarfið er ekki bara auglýsingar ;) Án markaðsstarfsins þá eru engin fyrirtæki. Þeir sem eru ekki inni á markaðslínunni þola oft ekki þegar við markaðsnördarnir tölum um að "bissness = marketing". En veistu, það er bara þannig :) Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta, svo ég ákvað að fá til liðs við mig tvo af uppáhalds gúrúunum mínum úr stjórnunar- og markaðsfræðunum til að koma til skila hversu … [Read more...]
Hvernig nýtist markaðssetning fyrir hreyfihamlaða?
Markaðsmál eiga það til að hafa á sér þá ímynd að markaðsfólk læri einfaldlega að troða upp á mann allskonar hlutum sem maður þarf ekki. Það er hinsvegar mikill misskilningur. Markaðsstarf snýst um að mæta þörfum fólks, og svo þarf maður að láta fólk vita að maður getur mætt þörfum þess, leyst vandamál þess o.s.frv. Það gerir ekkert gagn að geta gert gagn en gera það svo ekki vegna þess að enginn veit af því, eða fólk áttar sig ekki á því hvað maður gerir fyrir það ;) Gott dæmi um hvernig nýta má markaðsfræðin algjörlega til góðs var þegar Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi hjá … [Read more...]
Er þetta öflugasta spurningin í markaðsstarfinu?
Við vitum öll að það er frábært ef viðskiptavinir eru ánægðir og segja öðrum frá okkur. Þeir sem heyra af okkur á þennan hátt eru mun líklegri til að eiga viðskipti við okkur, og fyrr, en þeir sem heyra af okkur eftir flestum öðrum leiðum. Við vitum líka að tilvísanir eru eitt af fáum tólum sem geta keyrt í gegnum alla hluta markaðsferlisins að sölu, jafnvel algjörlega án aðstoðar frá nokkru öðru (ja, þau okkar sem eru búin að horfa á þetta litla vídeó um markaðsferlið vita það klárlega ;) Það geta öll fyrirtæki, vörur og þjónusta notið góðs af tilvísunum á einhvern hátt, en almennt er það … [Read more...]
Það sem Herjólfur og aðrir geta lært af leikskóla sonar míns
Bæði börnin mín hafa verið í frábærum leikskóla hér í Innri Njarðvík sem heitir Akur og er Hjallastefnuleikskóli. Frumburðurinn er nú kominn í skóla, en guttinn er enn á Akri og alsæll. Og við foreldrarnir erum líka alsæl. Þegar dóttir okkar byrjaði þarna, þá þriggja ára, þá var skólinn glænýr. Ég meina, hún var bókstaflega í fyrsta hópnum sem var þarna. Við fundum aldrei nokkurn tímann fyrir því að það væri ekki allt á hreinu, og það er fyndið núna að heyra starfsfólkið, sem maður hefur fengið tækifæri til að kynnast vel, tala um kaosið sem þau upplifðu á bak við tjöldin í byrjun - en við … [Read more...]
Ég elska hann Pablo :)
Ég gekk einu sinni inn í verslun að leita að kuldabuxum á dóttur mína. Þegar ég kom inn var ekki nokkur sála sjáanleg. Eftir smá stund kemur fram maður og þegar ég spyr hann hvort hann eigi kuldabuxur á svona stelpuskottu þá bendir hann lufsulega út í eitt hornið og segir: "ef þær eru til þá eru þær þarna". Því næst tók hann upp dagblað og hóf að lesa það! Ég hvorki fann kuldabuxur, né, ef ég hefði fundið þær, held ég að ég hefði keypt þær. Ég meina - átti ég að gera þeim það til geðs að borga þeim peninga fyrir 0% þjónustu?Ég var í Ameríkunni núna í byrjun nóvember. Sem er sosum ekki í … [Read more...]