Ætlaði að skrifa einhvern rosalega djúpan bloggpóst í dag og eitthvað en veistu, ég er eiginlega bara óvinnufær vegna fiðrildamergðarinnar í maganum á mér! Akkuru? Jú, af því að í dag kemur nýja bókin mín út! Það er alveg magnað hvað maður getur orðið skíthræddur við að sýna umheiminum það sem maður hefur fram að færa. En veistu, ég er búin að ákveða að segja bara "skítt með það!". Þeim sem líkar bókin, líkar hún, og þeim sem ekki líkar hún, líkar hún ekki. Og það er barasta allt í lagi. Því að maður getur aldrei verið fyrir alla. Sumir eiga eftir að fíla hana í botn og fá mikið gagn út úr … [Read more...]
Hinir mörgu hattar fyrirtækjaeigandans!
Við sem eigum eða stýrum minni fyrirtækjum þekkjum þetta öll. Að vera með marga hatta á hverjum degi. Það er í mörg horn að líta og margt sem þarf að huga að, því að þó að fyrirtækið sé ekki stórt, þá er breiddin í verkefnunum oft jafn mikil og í stærri fyrirtækjum, en við erum ekki með sérstakan starfsmenn í hverri deild - hvað þá heila deild af fólki! Ef við bætist að vera frumkvöðull að byggja upp þitt eigið fyrirtæki, þá er auðvelt að detta í þá gryfju að finnast maður þurfa að gera allt sjálfur og vita allt, því að ef maður getur jú bjargað hlutunum sjálfur þá þarf maður ekki að borga … [Read more...]
Pissar þú í skóinn?
Ég er alsæl að bjóða velkominn gestabloggara á MáM bloggið. Þetta hefur staðið til lengi, en það er jú staðreynd að duglegt fólk sem hefur eitthvað að segja hefur líka mikið að gera og því hefur tekið sinn tíma að koma þessu af stað. Vonandi verður þetta bara fyrsti af mörgum skemmtilegum, áhugaverðum og gagnlegum gestabloggum. Í dag bloggar hún Halla Kolbeinsdóttir, viðskiptastjóri hjá Hugsmiðjunni, en við Halla kynntumst haustið 2012 þegar ég vann með Hugsmiðjunni í markaðsstefnunni þeirra. Síðan þá hafa þau bara verið að rokka sífellt feitar og feitar (bókstaflega - það er fullt af … [Read more...]
Hver er þín vegferð?
Það er alltaf tilhneiging til þess, þegar maður rekur lítið fyrirtæki, að vilja vera og gera allt fyrir alla. Sérstaklega fyrstu árin, þegar maður er að koma fótum undir reksturinn og þarf að koma fjárstreyminu af stað. Þá er mikilvægt að halda fókus.Til þess að halda fókus þá verður maður fyrst að vita nákvæmlega hver maður vill vera, sem fyrirtæki. Maður þarf að vita hvað maður gerir - og hvað maður gerir ekki, sem er ekki síður mikilvægt. Maður verður að trúa og treysta því að það sé rétt, til að halda sér á beinu brautinni, og maður verður að brenna fyrir það sem maður gerir - annars gefst … [Read more...]
Fáðu það sem þú vilt!
Það er þitt að gera þig skiljanlega(n) til að fá það sem þú vilt! … [Read more...]