Ég er alsæl að bjóða velkominn gestabloggara á MáM bloggið. Þetta hefur staðið til lengi, en það er jú staðreynd að duglegt fólk sem hefur eitthvað að segja hefur líka mikið að gera og því hefur tekið sinn tíma að koma þessu af stað. Vonandi verður þetta bara fyrsti af mörgum skemmtilegum, áhugaverðum og gagnlegum gestabloggum. Í dag bloggar hún Halla Kolbeinsdóttir, viðskiptastjóri hjá Hugsmiðjunni, en við Halla kynntumst haustið 2012 þegar ég vann með Hugsmiðjunni í markaðsstefnunni þeirra. Síðan þá hafa þau bara verið að rokka sífellt feitar og feitar (bókstaflega - það er fullt af … [Read more...]
Límir þú á veggina hjá þér?
Ég er að taka til. En þú? Það er hrikalega hollt að taka til hjá sér reglulega. Ég er reyndar ekki nógu dugleg við það, en það er gott þegar maður fær spark í rassinn. Í þetta skiptið var sparkið umsóknir um nýsköpunarstyrki. Nú er planið að bera MáM boðskapinn út um víða veröld, auk þess sem ég var að aðstoða við aðrar umsóknir. Og þegar maður biður hið opinbera um aðstoð við að fjármagna það, þá er sko eins gott að maður geti útskýrt hvað maður ætlar að gera og hvernig maður ætlar að gera það! ;) Þetta er hinsvegar eitthvað sem maður á ekki að þurfa spark í rassinn við. Í hvert skipti sem … [Read more...]
Hver er þín vegferð?
Það er alltaf tilhneiging til þess, þegar maður rekur lítið fyrirtæki, að vilja vera og gera allt fyrir alla. Sérstaklega fyrstu árin, þegar maður er að koma fótum undir reksturinn og þarf að koma fjárstreyminu af stað. Þá er mikilvægt að halda fókus.Til þess að halda fókus þá verður maður fyrst að vita nákvæmlega hver maður vill vera, sem fyrirtæki. Maður þarf að vita hvað maður gerir - og hvað maður gerir ekki, sem er ekki síður mikilvægt. Maður verður að trúa og treysta því að það sé rétt, til að halda sér á beinu brautinni, og maður verður að brenna fyrir það sem maður gerir - annars gefst … [Read more...]
Fáðu það sem þú vilt!
Það er þitt að gera þig skiljanlega(n) til að fá það sem þú vilt! … [Read more...]