Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum - þú manst eftir henni ;) Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja "in perfect harmony" :) Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :) Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :) ... en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að … [Read more...]
Hvernig nýtist markaðssetning fyrir hreyfihamlaða?
Markaðsmál eiga það til að hafa á sér þá ímynd að markaðsfólk læri einfaldlega að troða upp á mann allskonar hlutum sem maður þarf ekki. Það er hinsvegar mikill misskilningur. Markaðsstarf snýst um að mæta þörfum fólks, og svo þarf maður að láta fólk vita að maður getur mætt þörfum þess, leyst vandamál þess o.s.frv. Það gerir ekkert gagn að geta gert gagn en gera það svo ekki vegna þess að enginn veit af því, eða fólk áttar sig ekki á því hvað maður gerir fyrir það ;) Gott dæmi um hvernig nýta má markaðsfræðin algjörlega til góðs var þegar Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi hjá … [Read more...]
Frábær sumarlestur eða hlustun!
Það er komið sumar og eins og við vitum róast allt á klakanum á þessum árstíma. Ég ætla þess vegna að taka mér gott (og að ég tel verðskuldað ;) hlé frá bloggskrifum og tölvupóstsendingum fram í ágúst. Hinsvegar ætla ég ekki að skilja þig eftir í lausu lofti ef þig skyldi þyrsta í meiri markaðsþekkingu svo ég tók saman lista yfir nokkur af uppáhalds markaðsbloggunum mínum og hlaðvörpum (e. podcast). Ég sjálf eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska hlaðvörp. Það er svo yndislega þægilegt að geta lært og fengið markaðsfræðin beint í æð á meðan ég er að gera eitthvað annað eins og að keyra … [Read more...]
Leiddu mig
Fyrir þá sem hafa fylgt mér í einhvern tíma er markaðsferlið ekkert nýtt. Ef þú ert ný(r), kíktu þá hér snöggvast ;) Og fyrir þá sem lásu póstinn í síðustu viku, þá talaði ég um að eiga markaðsstarfið frekar en að leigja það, með því að nota auglýsingar og ýmislegt fleira til að ná fólki inn í ferli þar sem þú þarft síðan ekki að borga fyrir hvert einasta skipti sem þú vilt að fólk sjái þig eða komist í samband við þig.Ég ætla að fjalla aðeins meira um það hvernig við getum gert þetta, þ.e. að eiga markaðsstarfið okkar, með því sem á engilsaxneskunni er kallað Lead Management en lead er … [Read more...]
Að leigja eða eiga markaðsstarfið
Þeir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma gætu sakað mig um að vera á móti auglýsingum, svo mig langar aðeins að fjalla um þær í dag. Ég er alls ekkert á móti auglýsingum, per se. Ég hinsvegar vil, í öllum tilfellum, nota þær markaðsaðgerðir sem henta best viðkomandi aðila, markaði og brandi, og sem skila sem allra mestri arðsemi (mmmm skemmtilega bissnesslegt orð! :) - og sem hægt er að sýna fram á að skili þeirri arðsemi og árangri. Því miður erum við allt allt of oft að nota auglýsingar bara út í loftið og ekki að hugsa nógu vel út í hvað við viljum að þær geri og mæla hvort þær … [Read more...]