Eitt af því sem maður er alltaf að reyna að segja fólki sem þarf að markaðssetja vöruna sína eða þjónustu, er að vera öðruvísi, vera sérstakur, áhugaverður, skipta fólk máli. Ég er á því að maður eigi alltaf að vinna að því að fá ákveðinn hóp fólks til að elska fyrirtækið þitt, vöruna eða þjónustuna. Og fyrir vikið halda sumir stundum að ég sé barasta rugluð! En veistu, neibb, ég er það ekki. Mamma sagði alltaf við mig, “ef það er þess virði að gera hlutina, þá er þess virði að gera hlutina vel”. Fyrirtækið þitt, varan eða þjónustan er ekki einhver smá partur af lífinu sem er allt í lagi að … [Read more...]
Bladí bladí bla bæt, blah, RAM, bladí bla MHz bla…
Skildirðu þetta ekki alveg? Hvað meinarðu?! En það er fullt af fólki sem heldur að fullt af fólki skilji þetta og skilur ekkert af hverju fullt af fólk er ekki æst í að kaupa af þeim! :)Það hafa komið að máli við mig nokkrir aðilar sem reka tölvuþjónustur. Þetta eru minni aðilar á markaði, bjóða upp á ýmsa þjónustu í kringum tölvurnar og selja oft líka tölvubúnað. Flestir þessir aðilar eru minnst að selja til tölvusérfræðinga. Helstu viðskiptavinirnir eru einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem ekki er upplýsingatækni-sérfræðingur innanborðs, eða ef það er einhver sem sér … [Read more...]
Brennur þú innan í þér?
Fæst okkar ákveða einn daginn að þau langi að lifa innihaldslausu lífi. Fæst okkar langar að vinna vinnu sem við höfum engan sérstakan áhuga á. Fæst okkar ákveða að setja á fót fyrirtæki bara af því... Úff - þeir sem þekkja það vita að maður setur ekki á fót fyrirtæki bara að gamni sínu - það er hörkuvinna, lengi vel fyrir engin laun og þetta er svona eins og að vera komin aftur í háskólanám - maður er aldrei raunverulega í fríi því að maður gæti alltaf verið að gera eitthvað (og finnst maður alltaf eiga að vera að gera eitthvað). Maður setur ekki af stað rekstur nema að brenna fyrir það. Nema … [Read more...]