Við vitum öll að það er frábært ef viðskiptavinir eru ánægðir og segja öðrum frá okkur. Þeir sem heyra af okkur á þennan hátt eru mun líklegri til að eiga viðskipti við okkur, og fyrr, en þeir sem heyra af okkur eftir flestum öðrum leiðum. Við vitum líka að tilvísanir eru eitt af fáum tólum sem geta keyrt í gegnum alla hluta markaðsferlisins að sölu, jafnvel algjörlega án aðstoðar frá nokkru öðru (ja, þau okkar sem eru búin að horfa á þetta litla vídeó um markaðsferlið vita það klárlega ;) Það geta öll fyrirtæki, vörur og þjónusta notið góðs af tilvísunum á einhvern hátt, en almennt er það … [Read more...]
Notaðu hópa á netinu til að rækta sambandið við viðskiptavinina þína
Við höfum öll heyrt þá klisju að það sé auðveldara að halda í núverandi viðskiptavini en að finna nýja. Og það er alveg rétt. Við eigum það samt til að gleyma þessu og vanrækja þá viðskiptavini sem við höfum nú þegar á meðan við bjóðum nýjum viðskiptavinum brjálæðisleg tilboð og veitum þeim alla okkar athygli. Lengi hef ég verið á leiðinni að tækla þessi mál betur hjá mér og finna leiðir til að halda betur sambandi við “gamla” viðskiptavini. Mig langar að segja þér aðeins frá svolitlu sem ég er að gera í því - kannski er þetta eitthvað sem þú getur nýtt hjá þér ;) Ég kaupi mjög mikið … [Read more...]
Get ÉG ábyrgst árangurinn ÞINN?
Það kemur oftar en ekki fyrir þegar maður ræðir við fólk sem er í leit að aðstoð við markaðsmálin að það er búið að prófa eitt og annað. Það er ekki ósjaldan sem fólk segir mér að það hafi nú auglýst í útvarpinu, eða keypt auglýsinu í blaðinu, og skilur ekkert af hverju það virkaði ekki. Svo réð það almannatengslastofu og því næst einhvern til að græja leitarvélarbestun og það bara skilur ekki að það sá engan varanlegan árangur - ef nokkurn. Svo kemur það til mín og leitar ráða og oftar en ekki spyr það hvenær það geti búist við að sjá árangur af vinnunni. Því hann þarf helst að sjást á … [Read more...]
Að kenna viðskiptavininum – hvernig efnismarkaðssetning getur auðveldað þér viðskiptin ;)
Í síðustu viku sýndi ég upptöku af fyrirlestri sem ég var með hjá Nýsköpunarhádegi Klak Innovit um efnismarkaðssetningu. Eitt af því sem ég minntist á þar var hvernig efnismarkaðssetning getur gert sambandið við viðskiptavininn mun betra, með því að fræða hann... Flest okkar kannast við erfiða viðskiptavini, hvort sem það er að selja þeim til að byrja með, eða að vinna með þeim. Það eru ýmsar ástæður fyrir því (sumir eru bara svona ;) en í mjög mörgum tilfellum er hægt að minnka erfiðleikastigið með efnismarkaðssetningu. Með því að fjalla um hluti í kringum það sem þú gerir og uppfræða … [Read more...]
Efnismarkaðssetning – hvað er nú það?
Í síðustu viku hélt ég fyrirlestur á Nýsköpunarhádegi Klaks Innovit um efnismarkaðssetningu. Ég hef skrifað töluvert um hana, en ég held að þeir sem hafa lesið það geti líka notið góðs af þessum stutta fyrirlestri. Til að gera þetta enn betra var með mér Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, sem talaði um hvernig Hugsmiðjan notar efnismarkaðssetningu hjá sér, en þau kýldu á hana af fullum krafti eftir að við höfðum unnið saman stefnumótunarvinnu fyrir þau haustið 2012 og það er frábært að sjá hvað þau hafa náð góðum árangri með hana. Endilega horfðu - og ég ætla svo að … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- …
- 26
- Next Page »