Nýlega skrifaði ég grein í Markaðinn þar sem ég skammaði kvenþjóðina svolítið fyrir að vera stundum sjálfar sér verstar. Ef þú last hann ekki, þá geturðu gert það hér. En veistu, þó ég hafi kosið að skrifa þennan pistil til kynsystra minna, þá er margt í honum sem á við alla. Ég sé það nefnilega alltaf betur og betur eftir því sem ég vinn með fleirum í að efla markaðsstarfið þeirra, að hugarfarið skiptir öllu. Það er hægt að kenna flest. Það er hægt að kenna þér að greina markhópana þína og samkeppnina. Það er hægt að kenna þér hvernig branding virkar, hvað það gerir fyrir þig og hvernig þú … [Read more...]
Dæmi úr reynslubanka markaðsnörds
Númer 1 Viðmælandi: “Mig vantar aðstoð með markaðsmálin. Getur þú aðstoðað mig?” Markaðsnörd: “Það eru góðar líkur á því” Viðmælandi: “Geturðu græjað fyrir mig … [hér koma ýmsar útfærslur af hlutum eins og Facebook auglýsingum, Google auglýsingum, vefsíðu og bara svona almennt að græja hitt og þetta svona taktískt]?”. Markaðsnörd: “Hver er markhópurinn?” Viðmælandi: “Bara allir” Markaðsnörd: “Hverjir eru helstu samkeppnisaðilar?” Viðmælandi: “Ég þarf ekkert að pæla í þeim” Markaðsnörd: “Hvernig er brand stefnan þín?” Viðmælandi: “Brand hvað…? - ég er ekki með neitt … [Read more...]
Ég elska þegar fólk fílar mig ekki!
Ég hitti vinkonu mína og kollega fyrr í vikunni. Hún spurði mig hvaða viðbrögð ég hefði fengið við síðasta bloggpóstinum og tölvupóstinum sem ég sendi þeim sem fylgja mér. Ástæðan fyrir því að hún spurði var að kona nokkur hafði komið að máli við hana og var ekki alls kostar ánægð með mig. Hún vissi ekki alveg hvernig hún átti að taka því að í efnislínu tölvupóstsins sem ég hafði sent henni stóð “Ekki vera rass, … “ og nafn viðtakanda. Það var greinilegt á orðum vinkonu minnar að þetta hafði heldur betur farið fyrir brjóstið á konunni.Vinkona mín reyndar spurði hana hvort hún hefði síðan lesið … [Read more...]
Ekki vera rass – markaðsrannsóknir eru nauðsynlegar!
Ég vaknaði upp við vondan draum um daginn. Ég var að vinna með stórum hóp af fólki í markhópagreiningu og allt í einu áttaði ég mig á því að þau voru bara að skálda út í bláinn með hvernig markhópurinn þeirra væri, í stað þess að hafa einhverjar raunverulegar upplýsingar. Og það minnti mig á eitthvað sem ég veit alveg en maður á til að gleyma. Það kann ekkert okkar hugsanalestur! (Ef það er rangt, og þú kannt hugsanalestur, vertu þá endilega í bandi því mig langar miiiiiiiiiiiikið að tala við þig! :)Ekki bara gerði ég ráð fyrir að þau vissu að þau yrðu að gera markaðsrannsóknir til að fá að … [Read more...]
Fáðu viðskiptavinina til að skapa meiri viðskipti fyrir þig!
Við vitum öll að það er frábært ef viðskiptavinir eru ánægðir og segja öðrum frá okkur, eins og ég talaði um í síðasta pósti. Við erum hinsvegar allt of mikið í því að treysta bara á guð og lukkuna að fá tilvísanirnar. Hvað ef við getum gert eitthvað til að vinna markvisst í að fá þær? Og hvað, ef eitthvað getum við gert? Vertu frábær! Þú verður að vera þess virði að vísa á. Fólk vísar ekki viðskiptum til leiðinlegra fyrirtækja, eða einhverra sem eru “bara allt í lagi”. Þau vísa á fyrirtæki sem þeim finnast frábær. Í grunninn verðurðu einfaldlega að vera með frábæra vöru og/eða þjónustu … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- 26
- Next Page »