Það getur verið að við séum fyllilega búin að gera okkur grein fyrir því hversu mikilvægt er að reyna ekki að markaðssetja til allra. Vandmálið hinsvegar er þá oft, hvernig í ósköpunum eigum við að vita hvað er besta fólkið fyrir okkur að markaðssetja til? Hvernig í ósköpunum átt þú að finna út hvað er besti markhópurinn fyrir fyrirtækið þitt?! - engjar áhyggjur - ég ætla að hjálpa þér að finna út úr því ;) Stærsta vísbendingin um hver besti markhópurinn þinn er liggur í núverandi viðskiptavinum þínum. Hugsaðu þig vel um. Hverjir eru bestu viðskiptavinirnir þínir í dag? Hvaða viðskiptavinum … [Read more...]
Þú getur ekki selt öllum – finndu markhópinn þinn!
Þegar eigendur minni fyrirtækja eru spurðir um markhópinn sinn, þá eru enn ansi margir sem svara því til að þeir selji barasta öllum. Sem er mjög skiljanlegt. Hver vill ekki að sem allra flestir kaupi vörurnar þeirra eða þjónustu? Ég skil þetta barasta ósköp vel. Stundum langar mann bara að standa úti á torgi og hrópa yfir allan heiminn hvað maður hefur að bjóða. Ég sjálf á það til að taka bara smá kast og hugsa - æi, ég hendi þessu bara þarna út á alla. Vandamálið er bara að það virkar ekki. Af hverju ekki? Spáðu aðeins í þessu. Það dúndrast á okkur hundruð ef ekki þúsundir … [Read more...]
Tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld – hvernig getum við fengið meira af honum?!
Við þekkjum þetta öll - það eru einfaldlega ekki nógu margir tímar í sólarhringnum. Hinsvegar vitum við líka að þetta er ekkert líf. Endalaust stress, alltaf að flýta sér, aldrei að geta verið í núinu og - það sem getur drepið reksturinn okkar - að geta aldrei sinnt því mikilvæga því að við erum á haus að slökkva elda og sinna þessu áríðandi. Sl. sumar gerði ég tvær kannanir þar sem kom berlega í ljós að stærstu hindranirnar fyrir því að fólk tæki markaðsmálin sín föstum tökum eru tími og peningar. Ég veit að ég get tæklað þetta með peningana - markaðsstarfið þarf nefnilega ekki á svo … [Read more...]
Hvernig nýtist markaðssetning fyrir hreyfihamlaða?
Markaðsmál eiga það til að hafa á sér þá ímynd að markaðsfólk læri einfaldlega að troða upp á mann allskonar hlutum sem maður þarf ekki. Það er hinsvegar mikill misskilningur. Markaðsstarf snýst um að mæta þörfum fólks, og svo þarf maður að láta fólk vita að maður getur mætt þörfum þess, leyst vandamál þess o.s.frv. Það gerir ekkert gagn að geta gert gagn en gera það svo ekki vegna þess að enginn veit af því, eða fólk áttar sig ekki á því hvað maður gerir fyrir það ;) Gott dæmi um hvernig nýta má markaðsfræðin algjörlega til góðs var þegar Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi hjá … [Read more...]
Og hvað kostar þetta svo? – verðlagning er oftast hausverkur
Du du duuuuuuuuuuuu.... (lesist með tilþrifum :) UPPFÆRSLA! Hér getið þið heyrt akkúrat hvernig þetta "du du duuuuuuu" á að hljóma!: http://youtu.be/UBd7dloQI6E - takk Sandra Karls fyrir að senda mér ;) Þessi hræðilega spurning sem við óttumst öll. Þegar fólk spyr okkur hvað hlutirnir kosta. “S**t, er þetta allt of dýrt hjá mér?”, og svo þegar þú segir þeim það og þau kaupa strax “oh, hefði ég kannski getað fengið meira fyrir þetta?” Verðlagning er almennt ekkert einfalt mál. Jú, stundum er þetta bara spurning um að kanna hvað gengur og gerist með sambærilega vöru eða þjónustu á … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- …
- 26
- Next Page »