Ein af ástæðunum fyrir því að ég varð ástfangin af markaðsfræðunum er að þegar ég var í MBA náminu þá áttaði ég mig á því að markaðsstarfið er hjartað í öllum fyrirtækjum. (Mundu að markaðsstarfið er ekki bara auglýsingar ;) Án markaðsstarfsins þá eru engin fyrirtæki. Þeir sem eru ekki inni á markaðslínunni þola oft ekki þegar við markaðsnördarnir tölum um að "bissness = marketing". En veistu, það er bara þannig :) Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta, svo ég ákvað að fá til liðs við mig tvo af uppáhalds gúrúunum mínum úr stjórnunar- og markaðsfræðunum til að koma til skila hversu … [Read more...]
Hvað eru markaðsmál?
Mjög oft þegar ég er í ráðgjöf eða að kenna þá finn ég að hugtakið markaðsmál er á reiki hjá mörgum. Það er ósköp skiljanlegt. Við markaðsfólkið erum svolítið eins og iðnaðarmennirnir og erum ekkert dugleg að markaðssetja okkur sjálf. Þessvegna setti ég saman þennan litla glærupakka bara svona til að reyna að ná okkur öllum á sömu blaðsíðu - og að hjálpa að bæta ímynd okkar markaðsfólksins - við erum nefnilega ekki með horn og hala og öll eins og við séum að selja lélega notaða bíla ;) Hvað eru markaðsmál? from Thoranna Jonsdottir, MBA … [Read more...]
Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)
Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum - þú manst eftir henni ;) Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja "in perfect harmony" :) Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :) Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :) ... en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að … [Read more...]
Hvernig nýtist markaðssetning fyrir hreyfihamlaða?
Markaðsmál eiga það til að hafa á sér þá ímynd að markaðsfólk læri einfaldlega að troða upp á mann allskonar hlutum sem maður þarf ekki. Það er hinsvegar mikill misskilningur. Markaðsstarf snýst um að mæta þörfum fólks, og svo þarf maður að láta fólk vita að maður getur mætt þörfum þess, leyst vandamál þess o.s.frv. Það gerir ekkert gagn að geta gert gagn en gera það svo ekki vegna þess að enginn veit af því, eða fólk áttar sig ekki á því hvað maður gerir fyrir það ;) Gott dæmi um hvernig nýta má markaðsfræðin algjörlega til góðs var þegar Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi hjá … [Read more...]
Hvað eru markaðsmál???
Ég hef tekið eftir því að það eru ekki allir með á hreinu hvað markaðsmálin fela í sér. Svo ég setti saman smá glæruvídeó - ég held að þér muni þykja það áhugavert. … [Read more...]