Nýlega skrifaði ég grein í Markaðinn þar sem ég skammaði kvenþjóðina svolítið fyrir að vera stundum sjálfar sér verstar. Ef þú last hann ekki, þá geturðu gert það hér. En veistu, þó ég hafi kosið að skrifa þennan pistil til kynsystra minna, þá er margt í honum sem á við alla. Ég sé það nefnilega alltaf betur og betur eftir því sem ég vinn með fleirum í að efla markaðsstarfið þeirra, að hugarfarið skiptir öllu. Það er hægt að kenna flest. Það er hægt að kenna þér að greina markhópana þína og samkeppnina. Það er hægt að kenna þér hvernig branding virkar, hvað það gerir fyrir þig og hvernig þú … [Read more...]
Dæmi úr reynslubanka markaðsnörds
Númer 1 Viðmælandi: “Mig vantar aðstoð með markaðsmálin. Getur þú aðstoðað mig?” Markaðsnörd: “Það eru góðar líkur á því” Viðmælandi: “Geturðu græjað fyrir mig … [hér koma ýmsar útfærslur af hlutum eins og Facebook auglýsingum, Google auglýsingum, vefsíðu og bara svona almennt að græja hitt og þetta svona taktískt]?”. Markaðsnörd: “Hver er markhópurinn?” Viðmælandi: “Bara allir” Markaðsnörd: “Hverjir eru helstu samkeppnisaðilar?” Viðmælandi: “Ég þarf ekkert að pæla í þeim” Markaðsnörd: “Hvernig er brand stefnan þín?” Viðmælandi: “Brand hvað…? - ég er ekki með neitt … [Read more...]
Get ÉG ábyrgst árangurinn ÞINN?
Það kemur oftar en ekki fyrir þegar maður ræðir við fólk sem er í leit að aðstoð við markaðsmálin að það er búið að prófa eitt og annað. Það er ekki ósjaldan sem fólk segir mér að það hafi nú auglýst í útvarpinu, eða keypt auglýsinu í blaðinu, og skilur ekkert af hverju það virkaði ekki. Svo réð það almannatengslastofu og því næst einhvern til að græja leitarvélarbestun og það bara skilur ekki að það sá engan varanlegan árangur - ef nokkurn. Svo kemur það til mín og leitar ráða og oftar en ekki spyr það hvenær það geti búist við að sjá árangur af vinnunni. Því hann þarf helst að sjást á … [Read more...]
Að leigja eða eiga markaðsstarfið
Þeir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma gætu sakað mig um að vera á móti auglýsingum, svo mig langar aðeins að fjalla um þær í dag. Ég er alls ekkert á móti auglýsingum, per se. Ég hinsvegar vil, í öllum tilfellum, nota þær markaðsaðgerðir sem henta best viðkomandi aðila, markaði og brandi, og sem skila sem allra mestri arðsemi (mmmm skemmtilega bissnesslegt orð! :) - og sem hægt er að sýna fram á að skili þeirri arðsemi og árangri. Því miður erum við allt allt of oft að nota auglýsingar bara út í loftið og ekki að hugsa nógu vel út í hvað við viljum að þær geri og mæla hvort þær … [Read more...]
Ertu kominn af stað í ræktina?
Við könnumst öll við það að fá nóg af leti og áti eftir hátíðarnar. Nú skal sko tekið á því, farið í ræktina, bara borðað gras og grænmeti (eða rjómaostur og beikon ef maður skellir sér í LKL :) Kannastu ekki við þetta? Að rjúka af stað í ræktina, taka vel á því í smá tíma og svo smám saman fjarar þetta út? Eða ertu kannski í duglega hópnum sem heldur þetta út jafnt og þétt all árið um kring? Ef svo, þá óska ég þér til hamingju! Taktu nú það hugarfar og notaðu það í markaðsstarfinu! Markaðsstarfið er nefnilega alveg eins. Mjög oft rýkur fólk til og ætlar nú heldur betur að taka á málunum - … [Read more...]