Ég var í heimsókn hjá honum Hauki félaga mínum, raðfrumkvöðli með meiru, sem heldur úti síðunni frumkvodlar.is - ef þú ert ekki nú þegar að fylgjast með honum, þá mæli ég með því að þú bætir úr því hið snarasta :) Við gripum tækifærið og hann tók upp við mig stutt viðtal um markaðsmálin. Hann dró aðalatriði saman í: 1. Taktu góðan tíma til að vinna undirbúningsvinnuna rétt. 2. Skilgreindu vörumerkið vel og hvað felst í því. 3. Tengdu markaðssetninguna við lífsgildi þín og viðskiptavina þinna. Þú getur séð viðtalið í heild sinni hér (6:20 min) :) … [Read more...]
Einn bita í einu!
Ég er á bömmer í dag! Það er allt búið að vera á fullu, to-do listinn er mílu langur, ég er að blogga þegar pósturinn með blogginu og fleiru góðgæti fyrir markaðsmálin á að vera á leiðinni í pósthólfið hjá fólkinu mínu og fría vídeónámskeiðið sem ég ætlaði að vera komin með í loftið er ekki klárt! Hvað nú? Jú, þá er málið að minna sig á nokkra hluti. T.d. það sem krakkarnir mínir eru farnir að segja til baka við mig: “Ég dey ekkert þótt að …”, það að himininn hrynur ekkert og að maður borðar bara fíl einn bita í einu! Þetta er líka það sem viðskiptavinirnir mínir þurfa að hafa í huga … [Read more...]
7 ofurhetjulexíur í branding
Ég á lítinn gutta. Hann er gaur, eins og guttar á hans aldri eru og fílar allar mögulegar og ómögulegar ofurhetjur. Stundum verð ég smeyk um að hann verði eins og karakter úr Big Bang Theory - sem ég get lifað með ef hann verður eins og Leonard en ég veit ekki alveg með hina ha ha … OK, svo ég veit meira um ofurhetjur en annars væri eðlilegt að kona á fertugsaldri viti - þó að ég viti alls ekki mikið. Og um daginn áttaði ég mig á einu: Ofurhetjur eru snillingar í branding - ja, ok, þær fá hjálp frá markaðssnillingunum á bak við þær, en samt - snillingar! Hér eru 7 hlutir sem ofurhetjur eru … [Read more...]
Hvað gerist á klukkutíma?
Klukkutími. 60 mínútur. 3600 sekúndur. Það er einn tími í ræktinni. Það er þáttur í sjónvarpinu (með fullt af auglýsingum). Það er einn tími í nuddi – og manni finnst það engan veginn nóg. Það er ekki svo mikið sem maður getur gert á klukkutíma. Selur þú tímann þinn? Hvort sem það er ráðgjöf, einkaþjálfun, nudd, kennsla eða hvað annað. Gengur það upp? Kaupir þú tíma af einhverjum? Hversu mikið færðu út úr þeim tíma?Það hefur löngum tíðkast að fólk selji tímann sinn. Þegar maður fær borgaða yfirvinnu fær maður í raun borgað á tímann. Þú færð x mikið fyrir hefðbundinn vinnutíma og y á tímann … [Read more...]
Bladí bladí bla bæt, blah, RAM, bladí bla MHz bla…
Skildirðu þetta ekki alveg? Hvað meinarðu?! En það er fullt af fólki sem heldur að fullt af fólki skilji þetta og skilur ekkert af hverju fullt af fólk er ekki æst í að kaupa af þeim! :)Það hafa komið að máli við mig nokkrir aðilar sem reka tölvuþjónustur. Þetta eru minni aðilar á markaði, bjóða upp á ýmsa þjónustu í kringum tölvurnar og selja oft líka tölvubúnað. Flestir þessir aðilar eru minnst að selja til tölvusérfræðinga. Helstu viðskiptavinirnir eru einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem ekki er upplýsingatækni-sérfræðingur innanborðs, eða ef það er einhver sem sér … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- …
- 26
- Next Page »