Mörg okkar eru að nota samfélagsmiðla til að markaðssetja okkur og fyrirtækin okkar. Ég bað vaskan hóp frumkvöðla að henda á mig spurningum um Facebook sem þau vildu fá svör við og hér eru spurningarnar og svörin við þeim. Einhverjar spurninganna kölluðu á mun meira en bloggpóst, svo þær verða að bíða betri tíma og annars vettvangs, en þetta kemur vonandi að gagni :) Hvað er munurinn á Facebook auglýsingum og svo þessum "boosted posts" sem maður getur keypt? Facebook auglýsingar eru auglýsingarnar sem birtast ýmist hægra megin við fréttaveituna þína, eða í fréttaveitunni. Þær geta verið … [Read more...]
Ekki vera leiðinleg(ur)!
Eitt af því sem maður er alltaf að reyna að segja fólki sem þarf að markaðssetja vöruna sína eða þjónustu, er að vera öðruvísi, vera sérstakur, áhugaverður, skipta fólk máli. Ég er á því að maður eigi alltaf að vinna að því að fá ákveðinn hóp fólks til að elska fyrirtækið þitt, vöruna eða þjónustuna. Og fyrir vikið halda sumir stundum að ég sé barasta rugluð! En veistu, neibb, ég er það ekki. Mamma sagði alltaf við mig, “ef það er þess virði að gera hlutina, þá er þess virði að gera hlutina vel”. Fyrirtækið þitt, varan eða þjónustan er ekki einhver smá partur af lífinu sem er allt í lagi að … [Read more...]
Það var þetta með að finnast á Google – 5 atriði
Ef ég ætti 100 kall fyrir hvert skipti sem ég er spurð hvernig maður á að finnast efst á Google, þá ætti ég a.m.k. fyrir fríum hádegisverði einu sinni í viku :) Leitarvélabestun - eða það að gera vefsíðuna þína og annað um þig á netinu þannig úr garði að það finnst sem best á Google og öðrum leitarvélum (já, það er víst til Bing og Yahoo o.fl. líka ;) - var alltaf frekar mikið tækninördamál. Þetta snérist allt um lykilorðagreiningu, meta data, robot txt, hlekkjasöfnun og allskonar svona skemmtilegheit. Margt af þessu er enn alveg gott og gilt en margt ekki og vægi þess er stöðugt að minnka. … [Read more...]
Fötin skapa manninn eða viltu vera púkó?
Skiptir útlitið máli? Skiptir máli hvernig brandið þitt lítur út? Ég meina, er það ekki bara það sem fyrirtækið þitt gerir sem skiptir máli? Hmmmmm… Einfalda svarið er: Já. Það er nefnilega bara svo einfalt að við dæmum bókina eftir kápunni. Fötin skapa manninn. Og alveg eins og fötin segja manni mjög mikið um fólk, þá segir brand útlitið mjög mikið um fyrirtækið þitt, vörurnar þínar og þjónustu. Hvað geturðu t.d. sagt mér um þessa konu hérna? En þessa? Við verðum barasta að viðurkenna það að við þurfum ekki nema að sjá fólk til að fá mjög sterka hugmynd um það hvernig við teljum … [Read more...]
Límir þú á veggina hjá þér?
Ég er að taka til. En þú? Það er hrikalega hollt að taka til hjá sér reglulega. Ég er reyndar ekki nógu dugleg við það, en það er gott þegar maður fær spark í rassinn. Í þetta skiptið var sparkið umsóknir um nýsköpunarstyrki. Nú er planið að bera MáM boðskapinn út um víða veröld, auk þess sem ég var að aðstoða við aðrar umsóknir. Og þegar maður biður hið opinbera um aðstoð við að fjármagna það, þá er sko eins gott að maður geti útskýrt hvað maður ætlar að gera og hvernig maður ætlar að gera það! ;) Þetta er hinsvegar eitthvað sem maður á ekki að þurfa spark í rassinn við. Í hvert skipti sem … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- …
- 26
- Next Page »