Ertu að markaðssetja á Facebook? Ef svo er, þá hefurðu væntanlega tekið eftir því þegar þú horfir á tölurnar fyrir Facebook síðuna þína að póstarnir þínir eru að ná til sífellt færra fólks - eða hvað? Það hafa margir verið að taka eftir þessu núna í nokkurn tíma - og nei, það er ekki bara það að fólk hafi verið minna á Facebook í kringum hátíðarnar og sjái þess vegna minna af því sem þú póstar. Facebook hefur sagt það bara hreint út að nú sé ekki lengur hægt að treysta á að ná til fólks frítt í gegnum Facebook síður og mæla með því að nota keyptar auglýsingar. Þetta ætti sosum ekki að … [Read more...]
Ertu kominn af stað í ræktina?
Við könnumst öll við það að fá nóg af leti og áti eftir hátíðarnar. Nú skal sko tekið á því, farið í ræktina, bara borðað gras og grænmeti (eða rjómaostur og beikon ef maður skellir sér í LKL :) Kannastu ekki við þetta? Að rjúka af stað í ræktina, taka vel á því í smá tíma og svo smám saman fjarar þetta út? Eða ertu kannski í duglega hópnum sem heldur þetta út jafnt og þétt all árið um kring? Ef svo, þá óska ég þér til hamingju! Taktu nú það hugarfar og notaðu það í markaðsstarfinu! Markaðsstarfið er nefnilega alveg eins. Mjög oft rýkur fólk til og ætlar nú heldur betur að taka á málunum - … [Read more...]
Akkuru geriru þetta, akkuru, akkuru, akkuru?
Manstu eftir litlu rassálfunum í Ronju ræningjadóttur sem spurðu í sífellu “akkuru gerirún etta, akkuru, akkuru, akkuru?” Hefurðu einhvern tímann spurt þig af hverju þú gerir það sem þú gerir? Ég trúi því að það geti verið betri og verðugri ástæður fyrir því að reka fyrirtæki en bara til að græða peninga. Þú getur kallað mig barnalega, en svoleiðis er það. Staðreyndin er líka sú, að þau fyrirtæki sem standa fyrir eitthvað annað og meira en bara að græða peninga, ja … þau græða oftast líka meiri peninga! Í bókinni Passion Brands: Why Some Brands Are Just Gotta Have, Drive All Night … [Read more...]
Það sem Herjólfur og aðrir geta lært af leikskóla sonar míns
Bæði börnin mín hafa verið í frábærum leikskóla hér í Innri Njarðvík sem heitir Akur og er Hjallastefnuleikskóli. Frumburðurinn er nú kominn í skóla, en guttinn er enn á Akri og alsæll. Og við foreldrarnir erum líka alsæl. Þegar dóttir okkar byrjaði þarna, þá þriggja ára, þá var skólinn glænýr. Ég meina, hún var bókstaflega í fyrsta hópnum sem var þarna. Við fundum aldrei nokkurn tímann fyrir því að það væri ekki allt á hreinu, og það er fyndið núna að heyra starfsfólkið, sem maður hefur fengið tækifæri til að kynnast vel, tala um kaosið sem þau upplifðu á bak við tjöldin í byrjun - en við … [Read more...]
Ég hef fengið áminningu…
Ég er búin að vera að kenna mikið sl. mánuðinn úti um hvippinn og hvappinn. Skrifa einmitt þennan bloggpóst sitjandi í kennslustofu Visku, símenntunarmiðstöðvar Eyjamanna eftir að siglingunni heim með Herjólfi hefur verið frestað vegna veðurs. Útsýnið úr kennslustofu Visku yfir höfnina í Eyjum, þaðan sem ég skrifa þetta á meðan ég bíð eftir að Herjólfur komist með mig í land fyrir roki :) Á hluta af þessum ferðum mínum hef ég þurft að gista á hinum ýmsu stöðum, svo ég hef verið að skoða hina ýmsu kosti á netinu. Í þeirri leit minni hef ég oft verið minnt á margt af því … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- …
- 26
- Next Page »