Manstu eftir litlu rassálfunum í Ronju ræningjadóttur sem spurðu í sífellu “akkuru gerirún etta, akkuru, akkuru, akkuru?” Hefurðu einhvern tímann spurt þig af hverju þú gerir það sem þú gerir? Ég trúi því að það geti verið betri og verðugri ástæður fyrir því að reka fyrirtæki en bara til að græða peninga. Þú getur kallað mig barnalega, en svoleiðis er það. Staðreyndin er líka sú, að þau fyrirtæki sem standa fyrir eitthvað annað og meira en bara að græða peninga, ja … þau græða oftast líka meiri peninga! Í bókinni Passion Brands: Why Some Brands Are Just Gotta Have, Drive All Night … [Read more...]
Það sem Herjólfur og aðrir geta lært af leikskóla sonar míns
Bæði börnin mín hafa verið í frábærum leikskóla hér í Innri Njarðvík sem heitir Akur og er Hjallastefnuleikskóli. Frumburðurinn er nú kominn í skóla, en guttinn er enn á Akri og alsæll. Og við foreldrarnir erum líka alsæl. Þegar dóttir okkar byrjaði þarna, þá þriggja ára, þá var skólinn glænýr. Ég meina, hún var bókstaflega í fyrsta hópnum sem var þarna. Við fundum aldrei nokkurn tímann fyrir því að það væri ekki allt á hreinu, og það er fyndið núna að heyra starfsfólkið, sem maður hefur fengið tækifæri til að kynnast vel, tala um kaosið sem þau upplifðu á bak við tjöldin í byrjun - en við … [Read more...]
Ég hef fengið áminningu…
Ég er búin að vera að kenna mikið sl. mánuðinn úti um hvippinn og hvappinn. Skrifa einmitt þennan bloggpóst sitjandi í kennslustofu Visku, símenntunarmiðstöðvar Eyjamanna eftir að siglingunni heim með Herjólfi hefur verið frestað vegna veðurs. Útsýnið úr kennslustofu Visku yfir höfnina í Eyjum, þaðan sem ég skrifa þetta á meðan ég bíð eftir að Herjólfur komist með mig í land fyrir roki :) Á hluta af þessum ferðum mínum hef ég þurft að gista á hinum ýmsu stöðum, svo ég hef verið að skoða hina ýmsu kosti á netinu. Í þeirri leit minni hef ég oft verið minnt á margt af því … [Read more...]
Því miður, ég get ekki hjálpað þér…
Í nóvember og desember fæ ég oft símtöl eða tölvupósta frá fólki í kvíðakasti, biðjandi mig um aðstoð við að selja vöruna þeirra eða þjónustu fyrir jólin. Svona ca. kerter í jól :) Svo ég ætla núna að skrifa bloggpóst til að fræða þig, og sem ég get hreinlega sent hlekk í næst þegar ég fæ svoleiðis beiðni :) Svarið er einfalt: “Því miður, ég get ekki hjálpað þér”. Það er ekki til nein töfralausn í markaðssetningu sem virkar á örfáum dögum eða vikum. Ef þú hefur ekki sinnt markaðsstarfinu þínu almennilega hingað til, byggt það upp og lagt inn í bankann, þá þýðir ekki að ætla að rjúka til … [Read more...]
Ég elska hann Pablo :)
Ég gekk einu sinni inn í verslun að leita að kuldabuxum á dóttur mína. Þegar ég kom inn var ekki nokkur sála sjáanleg. Eftir smá stund kemur fram maður og þegar ég spyr hann hvort hann eigi kuldabuxur á svona stelpuskottu þá bendir hann lufsulega út í eitt hornið og segir: "ef þær eru til þá eru þær þarna". Því næst tók hann upp dagblað og hóf að lesa það! Ég hvorki fann kuldabuxur, né, ef ég hefði fundið þær, held ég að ég hefði keypt þær. Ég meina - átti ég að gera þeim það til geðs að borga þeim peninga fyrir 0% þjónustu?Ég var í Ameríkunni núna í byrjun nóvember. Sem er sosum ekki í … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- …
- 26
- Next Page »