Mælir þú árangurinn af markaðsstarfinu þínu? Það er klisja: "You can't manage what you can't measure" eða "Ef þú getur ekki mælt það þá geturðu ekki stjórnað því" en klisjur eru klisjur af ástæðu. Og ástæðan er oftar en ekki sú að það er sannleikskorn í þeim. Hvernig veistu hvort hlutirnir eru að virka eða ekki? Hefurðu efni á að eyða tíma í hluti sem virka ekki? Hefurðu efni á að eyða peningum í hluti sem virka ekki? Er einhver ástæða til að vera að gera hluti sem virka ekki fyrir þig? Tryggðu að í hvert skipti sem þú gerir eitthvað í markaðstarfinu, eins og að setja upp … [Read more...]
Þolinmæði þrautir vinnur allar – líka í markaðsstarfinu!
Það er langbest að gera sér bara grein fyrir því strax að markaðsstarf tekur tíma. Og sætta sig við það. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur á einni nóttu. Þetta er ekki spurning um eina risa auglýsingu hér eða boostaðan Facebook póst þar. Fólk þarf að fara í gegnum ákveðið ferli og þú verður að ná til þeirra ansi oft áður en þau eru tilbúin til að kaupa af þér. Ef þú vilt vita meira um markaðsferlið, endilega tjékkaðu á þessum pósti hér. Skv. sölugúrúnum Brian Tracy tekur það fimm söluheimsóknir áður en viðskiptavinurinn er tilbúinn að kaupa. Það eru heimsóknir og mjög mjög dýr leið til … [Read more...]
Endurtaka, endurtaka, endurtaka…
Í fyrri pósti hef ég talað um að maður þurfi að finna hvern einasta snertipunkt við brandið og skoða hvernig við getum notað hvern og einn til að byggja það. Við þurfum að tryggja að fólk fái sömu upplifun af okkur hvar sem það kemst í snertingu við okkur. En það er ekki nóg. Þú verður líka að endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka og endurtaka enn og aftur... Það er frábært þegar manni leiðist! Endurtekning er lykilatriði í markaðsetningu, og ég get lofað þér því að ef þú ert að vinna markaðsstarfið rétt, þá kemur þér til með að leiðast. Þú verður leið(ur) á brand útlitinu; litunum … [Read more...]
Markaðsferlið
Það er mikilvægt að skilja ferlið sem viðskiptavinurinn þarf að fara í gegnum áður en hann er tilbúinn að kaupa af þér. Ef þú skilur það ferli, þá ertu betur í stakk búinn til að nýta markaðsaðgerðirnar þínar og skilaboðin markvisst til að færa hann í gegnum það og að kaupum. Fyrsta skrefið er einfaldlega að fólk viti að þú ert til - vitund. Það þýðir ekki bara að fólk hafi séð þig einu sinni eða tvisvar, það þarf að hafa virklega tekið eftir þér til að hægt sé að segja að vitund sé til staðar. Það er ansi erfitt að fá einhver til að kaupa af manni sem veit ekki einu sinni að maður er til, … [Read more...]
Lógóið þitt: Hvernig kaupirðu þér andlit?
Fyrir mörgum árum síðan sat ég fund með snilldar branding ráðgjafa og forstjóra eins stærsta fyrirtækis landsins. Ráðgjafinn var að kynna þjónustu sína fyrir forstjóranum og hafði sýnt honum frábær dæmi og komið með mjög flottar tillögur að því hvernig stofan hans gæti hjálpað við að færa fyrirtækið upp á hærra plan. Ég man að ég var algjörlega heilluð. Ég hef alltaf elskað branding hliðina á markaðsfræðunum og eftir að hafa setið í gegnum þessa kynningu þá fannst mér hún bara ennþá meira spennandi. Eftir um klukkustundarlangan fund leit forstjórinn á ráðgjafann og sagði (á ensku): "Svo þú … [Read more...]
- 1
- 2
- 3
- …
- 26
- Next Page »