Í fyrri pósti held ég að mér hafi tekist að sannfæra fólk um nauðsyn þess að fylgjast með samkeppninni - eða hvað? ;) En það er ekki nóg að rannsaka þá bara með smásjá einu sinni og svo ekkert meira. Hlutirnir breytast og þróast hratt í nútímaheimi og þú þarft alltaf að vera með puttann á púlsinum. Það er mjög misjafnt hvað þú ert að skoða hjá samkeppninni eftir því í hvaða bransa þú ert, en það eru alltaf ákveðin kjarnaatriði á borð við: Hvað eru þeir að gera í markaðssetningu? Hvert virðast þeir stefna? Hvaða markhópum eru þeir að einbeita sér að? Hversu stórir eru þeir … [Read more...]
Af hverju þarftu að vita eitthvað um samkeppnina þína?!
Nýlega átti ég fund með forystumanni íslensks sprotafyrirtækis sem stefnir hátt og lofar góðu. Þegar ég spurði hann hvernig samkeppnisaðilar þeirra gerðu hlutina sagði hann að honum væri alveg sama um samkeppnina, þau vildu bara einbeita sér að því sem þau væru að gera. Ég skil það alveg. Ekki eyða of mikilli orku í hina. Vandamálið er hinsvegar að þú ert að reyna að fá fólk til að kaupa af þér frekar en einhverjum öðrum. Ef þú veist ekki hvaða valmöguleikum fólk stendur frammi fyrir og hvaða kosti það er að bera saman, hvernig geturðu mögulega fengið fólk til að skilja að það sem þú býður … [Read more...]
Ég elska hann Pablo :)
Ég gekk einu sinni inn í verslun að leita að kuldabuxum á dóttur mína. Þegar ég kom inn var ekki nokkur sála sjáanleg. Eftir smá stund kemur fram maður og þegar ég spyr hann hvort hann eigi kuldabuxur á svona stelpuskottu þá bendir hann lufsulega út í eitt hornið og segir: "ef þær eru til þá eru þær þarna". Því næst tók hann upp dagblað og hóf að lesa það! Ég hvorki fann kuldabuxur, né, ef ég hefði fundið þær, held ég að ég hefði keypt þær. Ég meina - átti ég að gera þeim það til geðs að borga þeim peninga fyrir 0% þjónustu?Ég var í Ameríkunni núna í byrjun nóvember. Sem er sosum ekki í … [Read more...]
Ekki byggja á sandi
Efnismarkaðssetning getur verið gríðarlega sterkt tól fyrir minni fyrirtæki. Það tekur jú tíma og vinnu, en ekki svo mikla beinharða peninga – jafnvel enga – en hún krefst þess hinsvegar að þú sért búinn að vinna grunnvinnuna þína vel. Ef þú veist ekki til hverra þú ætlar að höfða og ef þú þekkir ekki áhorfendur eða lesendur, hvernig ætlarðu þá að gera efni sem að þeir hafa áhuga á? Hvernig veistu hvar best er að deila efninu með þeim? Hvernig veistu hverskonar efni þau eru líklegust til að vilja sjá; texta, vídeó, myndir o.s.frv. Þú vilt heldur ekki bara tala um það sem þú gerir, þú … [Read more...]
Að fylgjast með samkeppninni
Förum aðeins yfir hvernig þú getur fylgst með samkeppninni... … [Read more...]