Mælir þú árangurinn af markaðsstarfinu þínu? Það er klisja: "You can't manage what you can't measure" eða "Ef þú getur ekki mælt það þá geturðu ekki stjórnað því" en klisjur eru klisjur af ástæðu. Og ástæðan er oftar en ekki sú að það er sannleikskorn í þeim. Hvernig veistu hvort hlutirnir eru að virka eða ekki? Hefurðu efni á að eyða tíma í hluti sem virka ekki? Hefurðu efni á að eyða peningum í hluti sem virka ekki? Er einhver ástæða til að vera að gera hluti sem virka ekki fyrir þig? Tryggðu að í hvert skipti sem þú gerir eitthvað í markaðstarfinu, eins og að setja upp … [Read more...]
Er þetta öflugasta spurningin í markaðsstarfinu?
Við vitum öll að það er frábært ef viðskiptavinir eru ánægðir og segja öðrum frá okkur. Þeir sem heyra af okkur á þennan hátt eru mun líklegri til að eiga viðskipti við okkur, og fyrr, en þeir sem heyra af okkur eftir flestum öðrum leiðum. Við vitum líka að tilvísanir eru eitt af fáum tólum sem geta keyrt í gegnum alla hluta markaðsferlisins að sölu, jafnvel algjörlega án aðstoðar frá nokkru öðru (ja, þau okkar sem eru búin að horfa á þetta litla vídeó um markaðsferlið vita það klárlega ;) Það geta öll fyrirtæki, vörur og þjónusta notið góðs af tilvísunum á einhvern hátt, en almennt er það … [Read more...]
Að leigja eða eiga markaðsstarfið
Þeir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma gætu sakað mig um að vera á móti auglýsingum, svo mig langar aðeins að fjalla um þær í dag. Ég er alls ekkert á móti auglýsingum, per se. Ég hinsvegar vil, í öllum tilfellum, nota þær markaðsaðgerðir sem henta best viðkomandi aðila, markaði og brandi, og sem skila sem allra mestri arðsemi (mmmm skemmtilega bissnesslegt orð! :) - og sem hægt er að sýna fram á að skili þeirri arðsemi og árangri. Því miður erum við allt allt of oft að nota auglýsingar bara út í loftið og ekki að hugsa nógu vel út í hvað við viljum að þær geri og mæla hvort þær … [Read more...]
Upp með tommustokkinn!
Ef þú ekki mælir, hvernig veistu hvort það er að virka? … [Read more...]