Viltu skjóta samkeppninni ref fyrir rass? Viltu virkilega vera sigurvegarinn á þínum markaði? Þá verður að hafa það á hreinu af hverju fólk á að kjósa þig fram yfir aðra! Klassíska svarið þegar spurt er "af hverju ætti ég að kjósa þig fram yfir samkeppnisaðilana þína?" eru svör á borð við: "Við erum betri" "Við bjóðum betri þjónustu" "Við bjóðum betri gæði" Hvað eiga þessi svör að þýða? Betri samkvæmt hverjum? Hvaða staðla erum við að miða við? Hver vill ekki halda því fram að þeir séu betri, með betri þjónustu og betri gæði? Segir einhver "Ja, við bjóðum bara svona sæmilega … [Read more...]
Fiðrildin á leið á toppinn…
Ætlaði að skrifa einhvern rosalega djúpan bloggpóst í dag og eitthvað en veistu, ég er eiginlega bara óvinnufær vegna fiðrildamergðarinnar í maganum á mér! Akkuru? Jú, af því að í dag kemur nýja bókin mín út! Það er alveg magnað hvað maður getur orðið skíthræddur við að sýna umheiminum það sem maður hefur fram að færa. En veistu, ég er búin að ákveða að segja bara "skítt með það!". Þeim sem líkar bókin, líkar hún, og þeim sem ekki líkar hún, líkar hún ekki. Og það er barasta allt í lagi. Því að maður getur aldrei verið fyrir alla. Sumir eiga eftir að fíla hana í botn og fá mikið gagn út úr … [Read more...]
Ertu með hausinn rétt skrúfaðan á? – hugarfarið skiptir öllu
Nýlega skrifaði ég grein í Markaðinn þar sem ég skammaði kvenþjóðina svolítið fyrir að vera stundum sjálfar sér verstar. Ef þú last hann ekki, þá geturðu gert það hér. En veistu, þó ég hafi kosið að skrifa þennan pistil til kynsystra minna, þá er margt í honum sem á við alla. Ég sé það nefnilega alltaf betur og betur eftir því sem ég vinn með fleirum í að efla markaðsstarfið þeirra, að hugarfarið skiptir öllu. Það er hægt að kenna flest. Það er hægt að kenna þér að greina markhópana þína og samkeppnina. Það er hægt að kenna þér hvernig branding virkar, hvað það gerir fyrir þig og hvernig þú … [Read more...]
Ég elska þegar fólk fílar mig ekki!
Ég hitti vinkonu mína og kollega fyrr í vikunni. Hún spurði mig hvaða viðbrögð ég hefði fengið við síðasta bloggpóstinum og tölvupóstinum sem ég sendi þeim sem fylgja mér. Ástæðan fyrir því að hún spurði var að kona nokkur hafði komið að máli við hana og var ekki alls kostar ánægð með mig. Hún vissi ekki alveg hvernig hún átti að taka því að í efnislínu tölvupóstsins sem ég hafði sent henni stóð “Ekki vera rass, … “ og nafn viðtakanda. Það var greinilegt á orðum vinkonu minnar að þetta hafði heldur betur farið fyrir brjóstið á konunni.Vinkona mín reyndar spurði hana hvort hún hefði síðan lesið … [Read more...]
Kanntu að segja nei?
Við erum flest í hjarta okkar gott fólk. Flest okkar vilja allt fyrir alla gera og það er náttúrulega voðalega gott. En þegar kemur að fyrirtækinu þínu þá er það eiginlega barasta dauðasynd! Ha? Jú, sjáðu til. Í hverju ertu góð(ur)? Af hverju? Það er venjulega þannig að maður er góður í því sem maður nýtur þess að gera og maður nýtur þess að gera það sem maður er góður í. Þetta helst í hendur – eggið og hænan. Svo stofnar maður fyrirtæki til að gera það sem maður er góður í. En það er ekkert auðvelt. Það er að mörgu að huga og það tekur tíma að byggja hlutina upp. Maður er mjög mjög mjög … [Read more...]