Það er langbest að gera sér bara grein fyrir því strax að markaðsstarf tekur tíma. Og sætta sig við það. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur á einni nóttu. Þetta er ekki spurning um eina risa auglýsingu hér eða boostaðan Facebook póst þar. Fólk þarf að fara í gegnum ákveðið ferli og þú verður að ná til þeirra ansi oft áður en þau eru tilbúin til að kaupa af þér. Ef þú vilt vita meira um markaðsferlið, endilega tjékkaðu á þessum pósti hér. Skv. sölugúrúnum Brian Tracy tekur það fimm söluheimsóknir áður en viðskiptavinurinn er tilbúinn að kaupa. Það eru heimsóknir og mjög mjög dýr leið til … [Read more...]
Endurtaka, endurtaka, endurtaka…
Í fyrri pósti hef ég talað um að maður þurfi að finna hvern einasta snertipunkt við brandið og skoða hvernig við getum notað hvern og einn til að byggja það. Við þurfum að tryggja að fólk fái sömu upplifun af okkur hvar sem það kemst í snertingu við okkur. En það er ekki nóg. Þú verður líka að endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka og endurtaka enn og aftur... Það er frábært þegar manni leiðist! Endurtekning er lykilatriði í markaðsetningu, og ég get lofað þér því að ef þú ert að vinna markaðsstarfið rétt, þá kemur þér til með að leiðast. Þú verður leið(ur) á brand útlitinu; litunum … [Read more...]
Snertipunktar við brandið
Það að byggja upp brand er kjarni markaðsstarfsins. Það er það sem aðgreinir þig frá hinum, og, ef vel tekst til, laðar fólk að þér. Eins og ég hef rætt í öðrum póstum, þá verður þú að ákveða hvernig brand þú vilt byggja upp, hvernig þú vilt að það sé og vinna markvisst að því að byggja það upp. Segjum að þú sért alveg með á hreinu hvernig þú vilt að brandið þitt sé. Þú ert með brand kjarnann á hreinu (í hvaða skúffu þú vilt vera ;) Þú veist hvað þú vilt að komi upp í hugann á fólki og veist hvaða tilfinningar þú vilt vekja. Hvernig tökum við þessar brand tengingar og það sem við viljum … [Read more...]
Að leigja eða eiga markaðsstarfið
Þeir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma gætu sakað mig um að vera á móti auglýsingum, svo mig langar aðeins að fjalla um þær í dag. Ég er alls ekkert á móti auglýsingum, per se. Ég hinsvegar vil, í öllum tilfellum, nota þær markaðsaðgerðir sem henta best viðkomandi aðila, markaði og brandi, og sem skila sem allra mestri arðsemi (mmmm skemmtilega bissnesslegt orð! :) - og sem hægt er að sýna fram á að skili þeirri arðsemi og árangri. Því miður erum við allt allt of oft að nota auglýsingar bara út í loftið og ekki að hugsa nógu vel út í hvað við viljum að þær geri og mæla hvort þær … [Read more...]
Ertu kominn af stað í ræktina?
Við könnumst öll við það að fá nóg af leti og áti eftir hátíðarnar. Nú skal sko tekið á því, farið í ræktina, bara borðað gras og grænmeti (eða rjómaostur og beikon ef maður skellir sér í LKL :) Kannastu ekki við þetta? Að rjúka af stað í ræktina, taka vel á því í smá tíma og svo smám saman fjarar þetta út? Eða ertu kannski í duglega hópnum sem heldur þetta út jafnt og þétt all árið um kring? Ef svo, þá óska ég þér til hamingju! Taktu nú það hugarfar og notaðu það í markaðsstarfinu! Markaðsstarfið er nefnilega alveg eins. Mjög oft rýkur fólk til og ætlar nú heldur betur að taka á málunum - … [Read more...]