Við sem eigum eða stýrum minni fyrirtækjum þekkjum þetta öll. Að vera með marga hatta á hverjum degi. Það er í mörg horn að líta og margt sem þarf að huga að, því að þó að fyrirtækið sé ekki stórt, þá er breiddin í verkefnunum oft jafn mikil og í stærri fyrirtækjum, en við erum ekki með sérstakan starfsmenn í hverri deild - hvað þá heila deild af fólki! Ef við bætist að vera frumkvöðull að byggja upp þitt eigið fyrirtæki, þá er auðvelt að detta í þá gryfju að finnast maður þurfa að gera allt sjálfur og vita allt, því að ef maður getur jú bjargað hlutunum sjálfur þá þarf maður ekki að borga … [Read more...]
Það sem Herjólfur og aðrir geta lært af leikskóla sonar míns
Bæði börnin mín hafa verið í frábærum leikskóla hér í Innri Njarðvík sem heitir Akur og er Hjallastefnuleikskóli. Frumburðurinn er nú kominn í skóla, en guttinn er enn á Akri og alsæll. Og við foreldrarnir erum líka alsæl. Þegar dóttir okkar byrjaði þarna, þá þriggja ára, þá var skólinn glænýr. Ég meina, hún var bókstaflega í fyrsta hópnum sem var þarna. Við fundum aldrei nokkurn tímann fyrir því að það væri ekki allt á hreinu, og það er fyndið núna að heyra starfsfólkið, sem maður hefur fengið tækifæri til að kynnast vel, tala um kaosið sem þau upplifðu á bak við tjöldin í byrjun - en við … [Read more...]
Límir þú á veggina hjá þér?
Ég er að taka til. En þú? Það er hrikalega hollt að taka til hjá sér reglulega. Ég er reyndar ekki nógu dugleg við það, en það er gott þegar maður fær spark í rassinn. Í þetta skiptið var sparkið umsóknir um nýsköpunarstyrki. Nú er planið að bera MáM boðskapinn út um víða veröld, auk þess sem ég var að aðstoða við aðrar umsóknir. Og þegar maður biður hið opinbera um aðstoð við að fjármagna það, þá er sko eins gott að maður geti útskýrt hvað maður ætlar að gera og hvernig maður ætlar að gera það! ;) Þetta er hinsvegar eitthvað sem maður á ekki að þurfa spark í rassinn við. Í hvert skipti sem … [Read more...]
Einn bita í einu!
Ég er á bömmer í dag! Það er allt búið að vera á fullu, to-do listinn er mílu langur, ég er að blogga þegar pósturinn með blogginu og fleiru góðgæti fyrir markaðsmálin á að vera á leiðinni í pósthólfið hjá fólkinu mínu og fría vídeónámskeiðið sem ég ætlaði að vera komin með í loftið er ekki klárt! Hvað nú? Jú, þá er málið að minna sig á nokkra hluti. T.d. það sem krakkarnir mínir eru farnir að segja til baka við mig: “Ég dey ekkert þótt að …”, það að himininn hrynur ekkert og að maður borðar bara fíl einn bita í einu! Þetta er líka það sem viðskiptavinirnir mínir þurfa að hafa í huga … [Read more...]
Nú komum við okkur í gírinn!
Nú er tilvalið að koma sér í gírinn fyrir árið framundan og skipuleggja markaðsdagatalið! … [Read more...]