OK, ég lofa að ég er ekki endanlega gengin af göflunum. Horfðu og þá skal ég útskýra betur ;) Vídeóið er á ensku en hér er þýðingin: Ég hef það á tilfinningunni að vídeóið mitt í dag verði svolítið umdeilt. Það sem mig langar að segja þér er, í grundvallaratriðum: Ekki selja! Ég er ekki að meina að þú eigir ekki að láta vörur eða þjónustu í skiptum fyrir peninga. Í guðanna bænum, gerðu það. Það er jú grundvöllurinn fyrir því að vera í rekstri. Það sem ég meina er að til að ná í viðskiptin, ekki nota sölumennsku, sölutækni, "að loka sölunni" og allt það. Notaðu … [Read more...]
Sköpun og skipulag
Í þessum síðasta pósti um efnismarkaðssetningu (e. content marketing) ætla ég að tala aðeins um praktíska hluti. Stór hausverkur er oft hvernig við ætlum að gera efni sjálf og hverju öðru við getum deilt, t.d. á samfélagsmiðlunum, sem krefjast töluverðrar virkni og getur verið áskorun að halda lifandi. Ef þú hefur fylgt mér í einhvern tíma, á blogginu, póstlistanum eða samfélagsmiðlunum, þá sérðu að efnismarkaðssetning er nokkuð sem ég nota mjög mjög mikið og á margvíslegan hátt. Efni getur verið á margskonar formi, miðlað með margskonar leiðum og gegnt margskonar tilgangi í … [Read more...]
Ekki byggja á sandi
Efnismarkaðssetning getur verið gríðarlega sterkt tól fyrir minni fyrirtæki. Það tekur jú tíma og vinnu, en ekki svo mikla beinharða peninga – jafnvel enga – en hún krefst þess hinsvegar að þú sért búinn að vinna grunnvinnuna þína vel. Ef þú veist ekki til hverra þú ætlar að höfða og ef þú þekkir ekki áhorfendur eða lesendur, hvernig ætlarðu þá að gera efni sem að þeir hafa áhuga á? Hvernig veistu hvar best er að deila efninu með þeim? Hvernig veistu hverskonar efni þau eru líklegust til að vilja sjá; texta, vídeó, myndir o.s.frv. Þú vilt heldur ekki bara tala um það sem þú gerir, þú … [Read more...]
Gefðu, gefðu, gefðu – og gefðu meira!
Viðbrögðin við póstinum mínum í síðustu viku um efnismarkaðssetningu voru mjög góð. Flestir virðast hrifnari að því að laða fólk að sér heldur en að ýta hlutum upp á þau. Mér finnst það persónulega líka mjög góð þróun því það er kjarninn öllu markaðsstarfi, að finna hvað fólk þarfnast og vill og veita þeim það á þann hátt að sé arðbært fyrir þig.Efnismarkaðssetning er líka nokkuð sem flestir eru að stunda, hvort sem þeir átta sig á þvi eða ekki – flest okkar gera meira að segja nokkuð mikið af henni. Ert þú með Facebook síðu? Ertu kannski á öðrum samfélagsmiðlum líka? Bloggarðu? Ertu með … [Read more...]
Komdu þér að efninu! ;)
Markaðsstarf er að breytast. Það hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu 10-20 árum. Með tilkomu internetsins, samfélagsmiðla, snjallsíma o.fl. snýst markaðsstarf sífellt minna um einhliða útsendingar á kynningar efni og meira um að draga fólk til sín. Markaðsstarf snýst minna um að grípa fólk en meira um að vera til staðar og vera á réttum stað þegar fólk leitar eftir einhverju sem tengist því sem þú hefur að bjóða. Markaðsstarf snýst minna um að ýta hlutum upp á fólk og meira um að laða fólk að sér. Á ensku er gjarnan talað um að við séum að færast frá outbound marketing yfir í … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- …
- 26
- Next Page »