Ef ég ætti 100 kall fyrir hvert skipti sem ég er spurð hvernig maður á að finnast efst á Google, þá ætti ég a.m.k. fyrir fríum hádegisverði einu sinni í viku :) Leitarvélabestun - eða það að gera vefsíðuna þína og annað um þig á netinu þannig úr garði að það finnst sem best á Google og öðrum leitarvélum (já, það er víst til Bing og Yahoo o.fl. líka ;) - var alltaf frekar mikið tækninördamál. Þetta snérist allt um lykilorðagreiningu, meta data, robot txt, hlekkjasöfnun og allskonar svona skemmtilegheit. Margt af þessu er enn alveg gott og gilt en margt ekki og vægi þess er stöðugt að minnka. … [Read more...]
Fötin skapa manninn eða viltu vera púkó?
Skiptir útlitið máli? Skiptir máli hvernig brandið þitt lítur út? Ég meina, er það ekki bara það sem fyrirtækið þitt gerir sem skiptir máli? Hmmmmm… Einfalda svarið er: Já. Það er nefnilega bara svo einfalt að við dæmum bókina eftir kápunni. Fötin skapa manninn. Og alveg eins og fötin segja manni mjög mikið um fólk, þá segir brand útlitið mjög mikið um fyrirtækið þitt, vörurnar þínar og þjónustu. Hvað geturðu t.d. sagt mér um þessa konu hérna? En þessa? Við verðum barasta að viðurkenna það að við þurfum ekki nema að sjá fólk til að fá mjög sterka hugmynd um það hvernig við teljum … [Read more...]
Límir þú á veggina hjá þér?
Ég er að taka til. En þú? Það er hrikalega hollt að taka til hjá sér reglulega. Ég er reyndar ekki nógu dugleg við það, en það er gott þegar maður fær spark í rassinn. Í þetta skiptið var sparkið umsóknir um nýsköpunarstyrki. Nú er planið að bera MáM boðskapinn út um víða veröld, auk þess sem ég var að aðstoða við aðrar umsóknir. Og þegar maður biður hið opinbera um aðstoð við að fjármagna það, þá er sko eins gott að maður geti útskýrt hvað maður ætlar að gera og hvernig maður ætlar að gera það! ;) Þetta er hinsvegar eitthvað sem maður á ekki að þurfa spark í rassinn við. Í hvert skipti sem … [Read more...]
Í heimsókn hjá frumkvodlar.is :)
Ég var í heimsókn hjá honum Hauki félaga mínum, raðfrumkvöðli með meiru, sem heldur úti síðunni frumkvodlar.is - ef þú ert ekki nú þegar að fylgjast með honum, þá mæli ég með því að þú bætir úr því hið snarasta :) Við gripum tækifærið og hann tók upp við mig stutt viðtal um markaðsmálin. Hann dró aðalatriði saman í: 1. Taktu góðan tíma til að vinna undirbúningsvinnuna rétt. 2. Skilgreindu vörumerkið vel og hvað felst í því. 3. Tengdu markaðssetninguna við lífsgildi þín og viðskiptavina þinna. Þú getur séð viðtalið í heild sinni hér (6:20 min) :) … [Read more...]
Einn bita í einu!
Ég er á bömmer í dag! Það er allt búið að vera á fullu, to-do listinn er mílu langur, ég er að blogga þegar pósturinn með blogginu og fleiru góðgæti fyrir markaðsmálin á að vera á leiðinni í pósthólfið hjá fólkinu mínu og fría vídeónámskeiðið sem ég ætlaði að vera komin með í loftið er ekki klárt! Hvað nú? Jú, þá er málið að minna sig á nokkra hluti. T.d. það sem krakkarnir mínir eru farnir að segja til baka við mig: “Ég dey ekkert þótt að …”, það að himininn hrynur ekkert og að maður borðar bara fíl einn bita í einu! Þetta er líka það sem viðskiptavinirnir mínir þurfa að hafa í huga … [Read more...]
- « Previous Page
- 1
- …
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- …
- 26
- Next Page »