Ég hitti vinkonu mína og kollega fyrr í vikunni. Hún spurði mig hvaða viðbrögð ég hefði fengið við síðasta bloggpóstinum og tölvupóstinum sem ég sendi þeim sem fylgja mér. Ástæðan fyrir því að hún spurði var að kona nokkur hafði komið að máli við hana og var ekki alls kostar ánægð með mig. Hún vissi ekki alveg hvernig hún átti að taka því að í efnislínu tölvupóstsins sem ég hafði sent henni stóð “Ekki vera rass, … “ og nafn viðtakanda. Það var greinilegt á orðum vinkonu minnar að þetta hafði heldur betur farið fyrir brjóstið á konunni.Vinkona mín reyndar spurði hana hvort hún hefði síðan lesið … [Read more...]
Akkuru geriru þetta, akkuru, akkuru, akkuru?
Manstu eftir litlu rassálfunum í Ronju ræningjadóttur sem spurðu í sífellu “akkuru gerirún etta, akkuru, akkuru, akkuru?” Hefurðu einhvern tímann spurt þig af hverju þú gerir það sem þú gerir? Ég trúi því að það geti verið betri og verðugri ástæður fyrir því að reka fyrirtæki en bara til að græða peninga. Þú getur kallað mig barnalega, en svoleiðis er það. Staðreyndin er líka sú, að þau fyrirtæki sem standa fyrir eitthvað annað og meira en bara að græða peninga, ja … þau græða oftast líka meiri peninga! Í bókinni Passion Brands: Why Some Brands Are Just Gotta Have, Drive All Night … [Read more...]