Klukkutími. 60 mínútur. 3600 sekúndur. Það er einn tími í ræktinni. Það er þáttur í sjónvarpinu (með fullt af auglýsingum). Það er einn tími í nuddi – og manni finnst það engan veginn nóg. Það er ekki svo mikið sem maður getur gert á klukkutíma. Selur þú tímann þinn? Hvort sem það er ráðgjöf, einkaþjálfun, nudd, kennsla eða hvað annað. Gengur það upp? Kaupir þú tíma af einhverjum? Hversu mikið færðu út úr þeim tíma?Það hefur löngum tíðkast að fólk selji tímann sinn. Þegar maður fær borgaða yfirvinnu fær maður í raun borgað á tímann. Þú færð x mikið fyrir hefðbundinn vinnutíma og y á tímann … [Read more...]
Brennur þú innan í þér?
Fæst okkar ákveða einn daginn að þau langi að lifa innihaldslausu lífi. Fæst okkar langar að vinna vinnu sem við höfum engan sérstakan áhuga á. Fæst okkar ákveða að setja á fót fyrirtæki bara af því... Úff - þeir sem þekkja það vita að maður setur ekki á fót fyrirtæki bara að gamni sínu - það er hörkuvinna, lengi vel fyrir engin laun og þetta er svona eins og að vera komin aftur í háskólanám - maður er aldrei raunverulega í fríi því að maður gæti alltaf verið að gera eitthvað (og finnst maður alltaf eiga að vera að gera eitthvað). Maður setur ekki af stað rekstur nema að brenna fyrir það. Nema … [Read more...]
Kjarni markaðsmálanna!
Í þessari viku fæ ég tvo gúrúa í lið með mér til að tala um kjarna markaðsmálanna og kynna fyrir ykkur öflugasta markaðstólið, hjarta markaðsstarfsins og það sem ég mun fjalla um næstu vikurnar... … [Read more...]