Það er alltaf tilhneiging til þess, þegar maður rekur lítið fyrirtæki, að vilja vera og gera allt fyrir alla. Sérstaklega fyrstu árin, þegar maður er að koma fótum undir reksturinn og þarf að koma fjárstreyminu af stað. Þá er mikilvægt að halda fókus.Til þess að halda fókus þá verður maður fyrst að vita nákvæmlega hver maður vill vera, sem fyrirtæki. Maður þarf að vita hvað maður gerir - og hvað maður gerir ekki, sem er ekki síður mikilvægt. Maður verður að trúa og treysta því að það sé rétt, til að halda sér á beinu brautinni, og maður verður að brenna fyrir það sem maður gerir - annars gefst … [Read more...]