Ég gekk einu sinni inn í verslun að leita að kuldabuxum á dóttur mína. Þegar ég kom inn var ekki nokkur sála sjáanleg. Eftir smá stund kemur fram maður og þegar ég spyr hann hvort hann eigi kuldabuxur á svona stelpuskottu þá bendir hann lufsulega út í eitt hornið og segir: "ef þær eru til þá eru þær þarna". Því næst tók hann upp dagblað og hóf að lesa það! Ég hvorki fann kuldabuxur, né, ef ég hefði fundið þær, held ég að ég hefði keypt þær. Ég meina - átti ég að gera þeim það til geðs að borga þeim peninga fyrir 0% þjónustu?Ég var í Ameríkunni núna í byrjun nóvember. Sem er sosum ekki í … [Read more...]
Ekki selja!
OK, ég lofa að ég er ekki endanlega gengin af göflunum. Horfðu og þá skal ég útskýra betur ;) Vídeóið er á ensku en hér er þýðingin: Ég hef það á tilfinningunni að vídeóið mitt í dag verði svolítið umdeilt. Það sem mig langar að segja þér er, í grundvallaratriðum: Ekki selja! Ég er ekki að meina að þú eigir ekki að láta vörur eða þjónustu í skiptum fyrir peninga. Í guðanna bænum, gerðu það. Það er jú grundvöllurinn fyrir því að vera í rekstri. Það sem ég meina er að til að ná í viðskiptin, ekki nota sölumennsku, sölutækni, "að loka sölunni" og allt það. Notaðu … [Read more...]